Eldsupptök enn ókunn en ólíklegt að um íkveikju hafi verið að ræða Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. október 2017 20:30 Hótelið var rýmt vegna eldsins. Eftir því sem fréttastofa kemst næst varð engum meint af en þeir sem þurftu að rýma hótelið fengu aðhlynningu fyrir utan. Vísir/Helga Eldsupptök á Hótel Natura í dag eru enn ókunn segir Jón Viðar Mattíasson slökkviliðsstjóri á Höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík á þriðja tímanum í dag. Var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað á vettvang og hótelið rýmt. „Lögreglan er núna með vettvanginn til rannsóknar og eflaust tekur það einhvern tíma að finna út orsökina,“ segir Jón Viðar við Vísi. Ekki er þó talið að um íkveikju hafi verið að ræða. „Ég myndi telja það mjög ólíklegt að svo væri, það kæmi mér alveg verulega á óvart.“Vinnubrögðin þjálfuð og til fyrirmyndarFyrr í dag kom upp eldur í pizzaofni á hótelinu sem starfsmenn slökktu sjálfir. Enn er ekki vitað hvort það sé orsök eldsins á þakinu. Jón Viðar segir að eldurinn hafi verið mikill en afmarkaður við þetta rými á þessari byggingu á þakinu sem er hús fyrir loftræstibúnað. Ráðist var á hann úr tveimur áttum, bæði frá þakinu og í gegnum eitt herbergi hótelsins. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og þeir sem þurftu að yfirgefa hótelið fengu aðhlynningu fyrir utan. „Við náðum mjög fljótlega tökum á því þannig að það fór ekki eldur eða vatn á hæðina fyrir neðan. Þetta gekk mjög vel.“ Hann hrósar einnig viðbrögðum hótelstarfsmanna og lögreglu. „Það gekk alveg til fyrirmyndar því þegar við komum voru starfsmenn hótelsins og lögregla byrjuð að rýma hótelið. Það var alveg greinilegt að þarna voru þjálfuð vinnubrögð í gangi, menn höfðu greinilega æft þetta.“ Jón Viðar segir að þetta hafi verið til fyrirmyndar og auðveldað slökkviliði störf sín á vettvangi.Jón Viðar Matthíasson slökkvliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins.vísir/stefánRæddi við gesti og svaraði spurningum„Í rauninni hefðum við bara þurft að loka einu herbergi í sjálfu sér en það var tekin ákvörðun um að hleypa ekki inn á ein nítján herbergi bæði til þess að gæta fyllsta öryggis þeirra sem voru á svæðinu og svo getur fólk líka verið svolítið stressað að vera of nálægt sjálfum brunastaðnum. Það var allt gert eins öruggt og hægt var.“ Talið er að það muni kosta mikið að bæta þetta tjón vegna brunans en hótelið ætti að geta haldið sínum rekstri áfram og sett lokuðu herbergin aftur í notkun á morgun jafnvel. Enginn slasaðist og var ekki þörf á áfallahjálp fyrir gesti eða starfsfólk. „Ég ræddi við þá gesti sem tengdust atburðinum og fór yfir það út á hvað aðgerðin gekk og hvað við gerðum. Fólk var mjög rólegt og þakklát fyrir að rætt var við það og gestir komu með spurningar.“ Jón segir frábært að fólk hafi farið út þegar viðvörunarbjallan fór í gang. „Það er eitthvað sem margir mættu læra af. Stundum erum við að fara í útköll og brunabjöllurnar eru á fullu og fólk er ekki einu sinni farið að hreyfa sig.“ Tengdar fréttir Búið að slökkva allan eld á Hótel Natura Stöð 1 er á vakt núna til að tryggja vettvang. 12. október 2017 17:04 Eldur laus í Hótel Natura Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík. Búið er að rýma hótelið. 12. október 2017 15:48 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Sjá meira
Eldsupptök á Hótel Natura í dag eru enn ókunn segir Jón Viðar Mattíasson slökkviliðsstjóri á Höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík á þriðja tímanum í dag. Var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað á vettvang og hótelið rýmt. „Lögreglan er núna með vettvanginn til rannsóknar og eflaust tekur það einhvern tíma að finna út orsökina,“ segir Jón Viðar við Vísi. Ekki er þó talið að um íkveikju hafi verið að ræða. „Ég myndi telja það mjög ólíklegt að svo væri, það kæmi mér alveg verulega á óvart.“Vinnubrögðin þjálfuð og til fyrirmyndarFyrr í dag kom upp eldur í pizzaofni á hótelinu sem starfsmenn slökktu sjálfir. Enn er ekki vitað hvort það sé orsök eldsins á þakinu. Jón Viðar segir að eldurinn hafi verið mikill en afmarkaður við þetta rými á þessari byggingu á þakinu sem er hús fyrir loftræstibúnað. Ráðist var á hann úr tveimur áttum, bæði frá þakinu og í gegnum eitt herbergi hótelsins. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og þeir sem þurftu að yfirgefa hótelið fengu aðhlynningu fyrir utan. „Við náðum mjög fljótlega tökum á því þannig að það fór ekki eldur eða vatn á hæðina fyrir neðan. Þetta gekk mjög vel.“ Hann hrósar einnig viðbrögðum hótelstarfsmanna og lögreglu. „Það gekk alveg til fyrirmyndar því þegar við komum voru starfsmenn hótelsins og lögregla byrjuð að rýma hótelið. Það var alveg greinilegt að þarna voru þjálfuð vinnubrögð í gangi, menn höfðu greinilega æft þetta.“ Jón Viðar segir að þetta hafi verið til fyrirmyndar og auðveldað slökkviliði störf sín á vettvangi.Jón Viðar Matthíasson slökkvliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins.vísir/stefánRæddi við gesti og svaraði spurningum„Í rauninni hefðum við bara þurft að loka einu herbergi í sjálfu sér en það var tekin ákvörðun um að hleypa ekki inn á ein nítján herbergi bæði til þess að gæta fyllsta öryggis þeirra sem voru á svæðinu og svo getur fólk líka verið svolítið stressað að vera of nálægt sjálfum brunastaðnum. Það var allt gert eins öruggt og hægt var.“ Talið er að það muni kosta mikið að bæta þetta tjón vegna brunans en hótelið ætti að geta haldið sínum rekstri áfram og sett lokuðu herbergin aftur í notkun á morgun jafnvel. Enginn slasaðist og var ekki þörf á áfallahjálp fyrir gesti eða starfsfólk. „Ég ræddi við þá gesti sem tengdust atburðinum og fór yfir það út á hvað aðgerðin gekk og hvað við gerðum. Fólk var mjög rólegt og þakklát fyrir að rætt var við það og gestir komu með spurningar.“ Jón segir frábært að fólk hafi farið út þegar viðvörunarbjallan fór í gang. „Það er eitthvað sem margir mættu læra af. Stundum erum við að fara í útköll og brunabjöllurnar eru á fullu og fólk er ekki einu sinni farið að hreyfa sig.“
Tengdar fréttir Búið að slökkva allan eld á Hótel Natura Stöð 1 er á vakt núna til að tryggja vettvang. 12. október 2017 17:04 Eldur laus í Hótel Natura Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík. Búið er að rýma hótelið. 12. október 2017 15:48 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Sjá meira
Búið að slökkva allan eld á Hótel Natura Stöð 1 er á vakt núna til að tryggja vettvang. 12. október 2017 17:04
Eldur laus í Hótel Natura Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík. Búið er að rýma hótelið. 12. október 2017 15:48
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent