Að kjósa þenslu Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. október 2017 06:00 Hversu stór hluti kjósenda verðlaunar ábyrga hagstjórn og hversu margir kjósendur fara í vegið hagsmunamat á valkostum í aðdraganda kosninga? Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýstu andstöðu við fjárlagafrumvarpið þegar það kom fram fyrr í haust. Þorsteinn Pálsson, einn af helstu áhrifamönnum Viðreisnar, túlkaði andstöðuna þannig í sjónvarpsviðtali á Hringbraut á dögunum að fjárlagafrumvarpið hefði líklega ekki notið meirihlutastuðnings. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi þannig verið búnir að ákveða að fella fjárlagafrumvarpið og þar með ríkisstjórnarsamstarfið fyrir jól. Þessi greining á stöðu mála er langsótt. Í fyrsta lagi lá ekkert fyrir um andstöðu við fjárlagafrumvarpið nema í viðtölum einstakra þingmanna við fjölmiðla. Í öðru lagi verður að teljast líklegt að frumvarpinu hefði verið breytt í meðförum þingsins ef það stefndi í að það nyti ekki stuðnings meirihlutans. Hins vegar hafa þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem lýstu andstöðu við fjárlagafrumvarpið og þeir sem hafa kallað eftir skattalækkunum í núverandi efnahagsárferði í raun lýst því yfir að þeir ætli ekki að standa vörð um þann fjármálastöðugleika sem er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að hafa íslenska krónu sem gjaldmiðil í hagkerfi sem er laust úr viðjum fjármagnshafta. Í raun var fjárlagafrumvarpið besta þingmálið sem fráfarandi ríkisstjórn lagði fram á stuttum starfstíma sínum. Frumvarpið hljóðar upp á 44 milljarða króna afgang og var í samræmi við athugasemdir og tilmæli Seðlabanka Íslands og alþjóðlegra stofnana eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Hagvöxtur hér á landi var 7,2 prósent í fyrra sem er meiri hagvöxtur en í nokkru öðru OECD-ríki. Hagvöxturinn var 4,3 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Það hefði verið glórulaus hagstjórn og fullkomlega ábyrgðarlaust að lækka skatta við þessar aðstæður enda hefði slík aðgerð ýtt enn frekar undir þenslu í hagkerfinu. Margir flokkanna sem bjóða fram hafa boðað stóraukin ríkisútgjöld. Aukin útgjöld ríkisins ýta undir þenslu og verðbólgu. Nýleg löggjöf um opinber fjármál mun girða fyrir að flokkarnir sem verða í næstu ríkisstjórn geti hagað ríkisfjármálastefnunni eftir hentisemi og virt að vettugi leiðarvísa ábyrgrar hagstjórnar. Engu að síður er ástæða til að hafa áhyggjur. Málamiðlanir til að tryggja starfhæfa ríkisstjórn í fjölflokkakerfinu gætu reynst kostnaðarsamar fyrir skattgreiðendur og sett efnahagslegan stöðugleika í uppnám. Fylgisþróun flokkanna í skoðanakönnunum veitir vísbendingar um að ríkisfjármálastefnan sé ekki ofarlega í hugum kjósenda. Óháð stuðningi við einstaka flokka er mikilvægt að kjósendur geri sér grein fyrir að atkvæði með auknum ríkisútgjöldum mun til lengri tíma ýta undir óstöðugleika í hagkerfinu hér á landi og veikja þá vinnu sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum til að styrkja umgjörð peningastefnunnar. Án ábyrgrar stefnu í ríkisfjármálum verður aldrei hægt að treysta stoðir velferðarkerfisins til langframa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Sjá meira
Hversu stór hluti kjósenda verðlaunar ábyrga hagstjórn og hversu margir kjósendur fara í vegið hagsmunamat á valkostum í aðdraganda kosninga? Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýstu andstöðu við fjárlagafrumvarpið þegar það kom fram fyrr í haust. Þorsteinn Pálsson, einn af helstu áhrifamönnum Viðreisnar, túlkaði andstöðuna þannig í sjónvarpsviðtali á Hringbraut á dögunum að fjárlagafrumvarpið hefði líklega ekki notið meirihlutastuðnings. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi þannig verið búnir að ákveða að fella fjárlagafrumvarpið og þar með ríkisstjórnarsamstarfið fyrir jól. Þessi greining á stöðu mála er langsótt. Í fyrsta lagi lá ekkert fyrir um andstöðu við fjárlagafrumvarpið nema í viðtölum einstakra þingmanna við fjölmiðla. Í öðru lagi verður að teljast líklegt að frumvarpinu hefði verið breytt í meðförum þingsins ef það stefndi í að það nyti ekki stuðnings meirihlutans. Hins vegar hafa þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem lýstu andstöðu við fjárlagafrumvarpið og þeir sem hafa kallað eftir skattalækkunum í núverandi efnahagsárferði í raun lýst því yfir að þeir ætli ekki að standa vörð um þann fjármálastöðugleika sem er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að hafa íslenska krónu sem gjaldmiðil í hagkerfi sem er laust úr viðjum fjármagnshafta. Í raun var fjárlagafrumvarpið besta þingmálið sem fráfarandi ríkisstjórn lagði fram á stuttum starfstíma sínum. Frumvarpið hljóðar upp á 44 milljarða króna afgang og var í samræmi við athugasemdir og tilmæli Seðlabanka Íslands og alþjóðlegra stofnana eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Hagvöxtur hér á landi var 7,2 prósent í fyrra sem er meiri hagvöxtur en í nokkru öðru OECD-ríki. Hagvöxturinn var 4,3 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Það hefði verið glórulaus hagstjórn og fullkomlega ábyrgðarlaust að lækka skatta við þessar aðstæður enda hefði slík aðgerð ýtt enn frekar undir þenslu í hagkerfinu. Margir flokkanna sem bjóða fram hafa boðað stóraukin ríkisútgjöld. Aukin útgjöld ríkisins ýta undir þenslu og verðbólgu. Nýleg löggjöf um opinber fjármál mun girða fyrir að flokkarnir sem verða í næstu ríkisstjórn geti hagað ríkisfjármálastefnunni eftir hentisemi og virt að vettugi leiðarvísa ábyrgrar hagstjórnar. Engu að síður er ástæða til að hafa áhyggjur. Málamiðlanir til að tryggja starfhæfa ríkisstjórn í fjölflokkakerfinu gætu reynst kostnaðarsamar fyrir skattgreiðendur og sett efnahagslegan stöðugleika í uppnám. Fylgisþróun flokkanna í skoðanakönnunum veitir vísbendingar um að ríkisfjármálastefnan sé ekki ofarlega í hugum kjósenda. Óháð stuðningi við einstaka flokka er mikilvægt að kjósendur geri sér grein fyrir að atkvæði með auknum ríkisútgjöldum mun til lengri tíma ýta undir óstöðugleika í hagkerfinu hér á landi og veikja þá vinnu sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum til að styrkja umgjörð peningastefnunnar. Án ábyrgrar stefnu í ríkisfjármálum verður aldrei hægt að treysta stoðir velferðarkerfisins til langframa.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar