Sjálfbærni í ferðaþjónustunni er möguleg og nauðsynleg Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2017 19:00 Aðalritari Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir vel hægt að ná sjálfbærni í ferðaþjónustunni og það sé eina leiðin áfram að ferðaþjónustan setji sér slíkt markmið. Ferðabyltingin væri ein af þremur megin umbreytingum þessarar aldar sem auki skilning þjóða á milli. Sjálfbærni í alþjóðlegri ferðaþjónustu var til umræðu á Ferðamálaþingi Ferðamálastofu í Hörpu í dag. Dr. Taleb Rifai aðalritari Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði að í fyrra hefði 1,1 milljarður manna ferðast yfir landamæri í heiminum og áætlað væri að 1,8 milljarður gerði það árið 2030. Þennan mikla fjölda þarf að flytja mislangar leiðir með flugvélum, skipum, lestum og bílum og gæta að áhrifum þessa fjölda á þau lönd og svæði sem ferðamennirnir heimsæktu. Engu að síður væri hægt að koma á sjálfbærni í ferðaþjónustunni. Öll lönd þyrftu að huga að þeim fjölda sem tekið væri á móti og væru flest að gera það. „Ísland er að hefja nýtt tímabil í ferðaþjónustunni. Lausnin er stjórnun. Vönduð, upplýst og sjálfbær stjórnun. Slík stjórn snýst ekki um að vera hræddur við vöxt eða tölur. Þvert á móti. Það ber að fagna fjölgun og nota þá orku sem henni fylgir til að styrkja betur og fjármagna möguleika okkar til að stýra fjöldanum betur,“ segir Dr. Rifai. Rannveig Ólafsdóttir prófessor í ferðamálafræði við HÍ tekur undir þetta. Stýra verði álagi og flæði í ferðamennskunni. „Hingað til hefur vöxturinn verið mjög hraður. Allt of hraður að mínu áliti. Það hefur vantað jafnvægið. Við þurfum að skipta um gír. Við þurfum að leggja áherslu á gæði umfram magn,“ segir Rannveig. Skoða þurfi heildarmyndina og þar með umhverfiskostnaðinn sem hljótist af ferðamennskunni. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála spurði í sínu erindi hvort hvort ferðaþjónustan hefði gleypt Ísland og taldi svo ekki vera. Hún tók undir með ferðamaálaráðherra sem í erindi sínu sagði að ýmislegt hefði verið gert til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar að undanförnu. Guðrún Þóra sagði að ferðaþjónusta væri ekki bara viðskipti heldur einnig menningarstraumur. „Við verðum að taka ákvarðanir. Við þurfum að vera við stjórnvölinn. Það erum við sem stýrum því hvers konar ferðaþjónustu við viljum hafa. En ekki eltast við eða vera gleypt af einhverju afli sem við teljum okkur ekki hafa stjórn á. Því ferðaþjónusta er mannanna verk og við getum stýrt hvernig hún byggist upp,“ sagði Guðrún Þóra. Á Ferðamálaþinginu voru alþjóðlegur siðareglur Sameinuðu þjóðanna fyrir ferðaþjónustuna undirritaðar af þeim Helgu Árnadóttur fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar og Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur fyrir hönd Íslenska ferðaklasans. Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Aðalritari Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir vel hægt að ná sjálfbærni í ferðaþjónustunni og það sé eina leiðin áfram að ferðaþjónustan setji sér slíkt markmið. Ferðabyltingin væri ein af þremur megin umbreytingum þessarar aldar sem auki skilning þjóða á milli. Sjálfbærni í alþjóðlegri ferðaþjónustu var til umræðu á Ferðamálaþingi Ferðamálastofu í Hörpu í dag. Dr. Taleb Rifai aðalritari Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði að í fyrra hefði 1,1 milljarður manna ferðast yfir landamæri í heiminum og áætlað væri að 1,8 milljarður gerði það árið 2030. Þennan mikla fjölda þarf að flytja mislangar leiðir með flugvélum, skipum, lestum og bílum og gæta að áhrifum þessa fjölda á þau lönd og svæði sem ferðamennirnir heimsæktu. Engu að síður væri hægt að koma á sjálfbærni í ferðaþjónustunni. Öll lönd þyrftu að huga að þeim fjölda sem tekið væri á móti og væru flest að gera það. „Ísland er að hefja nýtt tímabil í ferðaþjónustunni. Lausnin er stjórnun. Vönduð, upplýst og sjálfbær stjórnun. Slík stjórn snýst ekki um að vera hræddur við vöxt eða tölur. Þvert á móti. Það ber að fagna fjölgun og nota þá orku sem henni fylgir til að styrkja betur og fjármagna möguleika okkar til að stýra fjöldanum betur,“ segir Dr. Rifai. Rannveig Ólafsdóttir prófessor í ferðamálafræði við HÍ tekur undir þetta. Stýra verði álagi og flæði í ferðamennskunni. „Hingað til hefur vöxturinn verið mjög hraður. Allt of hraður að mínu áliti. Það hefur vantað jafnvægið. Við þurfum að skipta um gír. Við þurfum að leggja áherslu á gæði umfram magn,“ segir Rannveig. Skoða þurfi heildarmyndina og þar með umhverfiskostnaðinn sem hljótist af ferðamennskunni. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála spurði í sínu erindi hvort hvort ferðaþjónustan hefði gleypt Ísland og taldi svo ekki vera. Hún tók undir með ferðamaálaráðherra sem í erindi sínu sagði að ýmislegt hefði verið gert til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar að undanförnu. Guðrún Þóra sagði að ferðaþjónusta væri ekki bara viðskipti heldur einnig menningarstraumur. „Við verðum að taka ákvarðanir. Við þurfum að vera við stjórnvölinn. Það erum við sem stýrum því hvers konar ferðaþjónustu við viljum hafa. En ekki eltast við eða vera gleypt af einhverju afli sem við teljum okkur ekki hafa stjórn á. Því ferðaþjónusta er mannanna verk og við getum stýrt hvernig hún byggist upp,“ sagði Guðrún Þóra. Á Ferðamálaþinginu voru alþjóðlegur siðareglur Sameinuðu þjóðanna fyrir ferðaþjónustuna undirritaðar af þeim Helgu Árnadóttur fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar og Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur fyrir hönd Íslenska ferðaklasans.
Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira