Um Alþingi og kosningar Reynir Vilhjálmsson skrifar 5. október 2017 15:14 Í dag, 5. október, eru 23 dagar til kosninga. Kosið verður nýtt þing og allt bendir til að miklar breytingar verði frá fyrra þingi. Skoðanakannanir hafa margoft sýnt að traust kjósenda á Alþingi er mjög lítið og áhöld eru um hvort það breytist skyndilega. Þorvaldur Gylfason ritar grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann deilir fast á þingið og vanhæfni þess að setja landinu nýja stjórnarskrá. Ég tek undir gagnrýni hans en bendi þó á að litlar líkur eru á að óhæft þing sem nýtur einskis trausts sé líklegt til að færa hlutina til betri vegar svo að einhverju muni. Hvað er til ráða? Tómas Guðmundsson segir í ljóði sínu um Hótel jörð að „við sem ferðumst eigum ei annars völ, það er ekki um fleiri gististaði að ræða“. Við íslendingar höfum ekki nema þetta eina Alþingi og það hefur öll völd í okkar umboði. Málskotsréttur forseta er frekar lítilfjörlegur réttur landsbúa, því að hann er háður ákvörðun eins manns, og ef honum er beitt hefur þjóðin einungis möguleika á að segja annað hvort já eða nei við einni lagasetningu. Alþingi er í lófa lagt að koma í veg fyrir að þjóðin segi eitt eða neitt með því að draga lögin til baka – og setja ný. Hvað sem þessu líður erum við háð Alþingi hvort sem er í gleði eða neyð. Þess vegna verðum við að vanda til verka þegar við setjum krossinn okkar á þar til gerðan kjörseðil. Alþingi setur okkur lög og við verðum að hlýta þeim - óháð því hvort þau eru skynsamleg, sanngjörn eða réttlát. Ég haga mér í kjörklefanum ekki mikið öðruvísi en margir aðrir kjósendur. Þegar ég var ungur fór ég að hallast að heimsskoðun sem ég hef fylgt síðan. Það skiptir miklu máli um það hvar ég set krossinn. Það væri mjög erfitt fyrir mig að setja krossinn annars staðar jafnvel þótt mér líkaði stefna einhverra annara flokka vel. Þrátt fyrir það er mér stefna flokkanna mikilvæg jafnvel mikilvægari en nöfn þeirra sem eru í framboði. Ég tel það skyldu þingmanna að fylgja þeirri stefnu sem kjósendum hefur verið kynnt hver sem þingmaðurinn er. Að vísu er þingmaður einungis háður samvisku sinni en hún verður að bjóða honum eða henni að uppfylla loforðin sem þau gáfu kjósendum. Undantekningar verða að vera sjaldgæfar. Þegar ég set krossinn er mér ljóst að ég ber ábyrgð á því sem eftir fylgir. Það er sorglegt að heyra þegar fólk segir: Hvers vegna kjósum við aftur og aftur þetta lið yfir okkur? Berum við ekki sjálf ábyrgð á því? Höfum við kjark til að setja krossinn annars staðar en við erum vön? Höfum við kjark til að velja í þetta sinn Alþingi sem við ætlum að treysta? Höfum við kjark til að kjósa þing sem setur okkur nýja stjórnarskrá sem við getum síðan kosið um? Íslenska þjóðin hefur tvisvar kosið um stjórnarskrá. Í fyrra skiptið var 1944. Þá átti hún ekkert val. Seinna skiptið var 2012 en þá átti hún val og vildi tillögu stjórnarskrárráðs. Eða viljum við sem minnstar breytingar? Er það hættuminna að hafa engar breytingar eða getur það ekki verið hættulegt líka í heimi sem er sífellt að breytast? Það tekur enginn þessa ákvörðun fyrir okkur nema í einu tilviki – að við sitjum heima og kjósum ekki. Þá verða það aðrir sem ráða yfir okkur. Viljum við það? Reynir Vilhjálmsson eðlisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 5. október, eru 23 dagar til kosninga. Kosið verður nýtt þing og allt bendir til að miklar breytingar verði frá fyrra þingi. Skoðanakannanir hafa margoft sýnt að traust kjósenda á Alþingi er mjög lítið og áhöld eru um hvort það breytist skyndilega. Þorvaldur Gylfason ritar grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann deilir fast á þingið og vanhæfni þess að setja landinu nýja stjórnarskrá. Ég tek undir gagnrýni hans en bendi þó á að litlar líkur eru á að óhæft þing sem nýtur einskis trausts sé líklegt til að færa hlutina til betri vegar svo að einhverju muni. Hvað er til ráða? Tómas Guðmundsson segir í ljóði sínu um Hótel jörð að „við sem ferðumst eigum ei annars völ, það er ekki um fleiri gististaði að ræða“. Við íslendingar höfum ekki nema þetta eina Alþingi og það hefur öll völd í okkar umboði. Málskotsréttur forseta er frekar lítilfjörlegur réttur landsbúa, því að hann er háður ákvörðun eins manns, og ef honum er beitt hefur þjóðin einungis möguleika á að segja annað hvort já eða nei við einni lagasetningu. Alþingi er í lófa lagt að koma í veg fyrir að þjóðin segi eitt eða neitt með því að draga lögin til baka – og setja ný. Hvað sem þessu líður erum við háð Alþingi hvort sem er í gleði eða neyð. Þess vegna verðum við að vanda til verka þegar við setjum krossinn okkar á þar til gerðan kjörseðil. Alþingi setur okkur lög og við verðum að hlýta þeim - óháð því hvort þau eru skynsamleg, sanngjörn eða réttlát. Ég haga mér í kjörklefanum ekki mikið öðruvísi en margir aðrir kjósendur. Þegar ég var ungur fór ég að hallast að heimsskoðun sem ég hef fylgt síðan. Það skiptir miklu máli um það hvar ég set krossinn. Það væri mjög erfitt fyrir mig að setja krossinn annars staðar jafnvel þótt mér líkaði stefna einhverra annara flokka vel. Þrátt fyrir það er mér stefna flokkanna mikilvæg jafnvel mikilvægari en nöfn þeirra sem eru í framboði. Ég tel það skyldu þingmanna að fylgja þeirri stefnu sem kjósendum hefur verið kynnt hver sem þingmaðurinn er. Að vísu er þingmaður einungis háður samvisku sinni en hún verður að bjóða honum eða henni að uppfylla loforðin sem þau gáfu kjósendum. Undantekningar verða að vera sjaldgæfar. Þegar ég set krossinn er mér ljóst að ég ber ábyrgð á því sem eftir fylgir. Það er sorglegt að heyra þegar fólk segir: Hvers vegna kjósum við aftur og aftur þetta lið yfir okkur? Berum við ekki sjálf ábyrgð á því? Höfum við kjark til að setja krossinn annars staðar en við erum vön? Höfum við kjark til að velja í þetta sinn Alþingi sem við ætlum að treysta? Höfum við kjark til að kjósa þing sem setur okkur nýja stjórnarskrá sem við getum síðan kosið um? Íslenska þjóðin hefur tvisvar kosið um stjórnarskrá. Í fyrra skiptið var 1944. Þá átti hún ekkert val. Seinna skiptið var 2012 en þá átti hún val og vildi tillögu stjórnarskrárráðs. Eða viljum við sem minnstar breytingar? Er það hættuminna að hafa engar breytingar eða getur það ekki verið hættulegt líka í heimi sem er sífellt að breytast? Það tekur enginn þessa ákvörðun fyrir okkur nema í einu tilviki – að við sitjum heima og kjósum ekki. Þá verða það aðrir sem ráða yfir okkur. Viljum við það? Reynir Vilhjálmsson eðlisfræðingur.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun