Efnir til hópmálsóknar fyrir flóttamenn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. september 2017 19:45 Fjögurra manna fjölskyldu, sem hefur verið hér á landi í tólf mánuði og fellur ekki undir breytingar sem gerðar voru á útlendingalögum, var tilkynnt í dag að hún yrði send úr landi eftir tvær vikur. Aðstandendur undirbúa hópmálsókn gegn dómsmálaráðuneytinu og telja brotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Tvær breytingar á útlendingalögum er stytta tíma stjórnvalda til að leysa úr málum barnafjölskyldna á flótta voru samþykktar í gær. Frestur til að ljúka málum í svokölluðu Dyflinnarferli er nú níu mánuðir í stað tólf mánaða en hjá öðrum er fresturinn fimmtán mánuðir í stað átján. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir ekki ljóst hvað breytingin muni hafa áhrif á marga en það fer meðal annars eftir málsmeðferðartíma stjórnvalda. „Ef þau klára ekki málin á þessum tíma aukast líkurnar verulega í ákveðnum tilvikum," segir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum.Hanadi Muhamad Sbehat.Ein fjölskylda sem fellur utan laganna er frá Ísrael og kom hingað til lands fyrir tólf mánuðum. Þau eru arabar og hafa sætt ofsóknum þar í landi. „Af því að frændi mannsins míns drap mann, einhvern dreng úr annarri fjölskyldu, verður sú fjölskylda að drepa einhvern úr minni fjölskyldu, manninn minn, mig, börnin mín. Einhvern úr minni fjölskyldu," segir Hanadi Muhamad Sbehat. Þau komu til Íslands fyrir tólf mánuðum og hefur verið synjað um hæli hér á landi. Í dag mætti lögreglan í vinnuna til eiginmanns Hanadi, þar sem hann starfar sem kokkur, og tilkynnti honum að fjölskyldan yrði send úr landi eftir 14 daga. Drengirnir sem eru fimm og sex ára hafa verið í skóla á Íslandi á meðan mál þeirra er til meðferðar og skilja orðið töluvert í íslensku. Guðmundur Karl Karlsson.Vinur fjölskyldunnar ætlar að hrinda af stað söfnun til að kosta hópmálsókn hælisleitenda gegn dómsmálaráðuneytinu. Hann telur nauðsynlegt að meta mál barna sérstaklega með tilliti til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hvort hagmunum þeirra sé best varið með efnislegri málsmeðferð. Hann telur núverandi fyrirkomulag brjóta gegn sáttmálanum. „Við viljum fara alla leið í Mannréttindadómstólinn ef þess þarf," segir Guðmundur Karl Karlsson, vinur fjölskyldunnar. „Það liggur ekkert á milli hluta. Það er verið að brjóta á börnunum og við viljum sjá til þess að það verði ekki gert," segir hann. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Fjögurra manna fjölskyldu, sem hefur verið hér á landi í tólf mánuði og fellur ekki undir breytingar sem gerðar voru á útlendingalögum, var tilkynnt í dag að hún yrði send úr landi eftir tvær vikur. Aðstandendur undirbúa hópmálsókn gegn dómsmálaráðuneytinu og telja brotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Tvær breytingar á útlendingalögum er stytta tíma stjórnvalda til að leysa úr málum barnafjölskyldna á flótta voru samþykktar í gær. Frestur til að ljúka málum í svokölluðu Dyflinnarferli er nú níu mánuðir í stað tólf mánaða en hjá öðrum er fresturinn fimmtán mánuðir í stað átján. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir ekki ljóst hvað breytingin muni hafa áhrif á marga en það fer meðal annars eftir málsmeðferðartíma stjórnvalda. „Ef þau klára ekki málin á þessum tíma aukast líkurnar verulega í ákveðnum tilvikum," segir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum.Hanadi Muhamad Sbehat.Ein fjölskylda sem fellur utan laganna er frá Ísrael og kom hingað til lands fyrir tólf mánuðum. Þau eru arabar og hafa sætt ofsóknum þar í landi. „Af því að frændi mannsins míns drap mann, einhvern dreng úr annarri fjölskyldu, verður sú fjölskylda að drepa einhvern úr minni fjölskyldu, manninn minn, mig, börnin mín. Einhvern úr minni fjölskyldu," segir Hanadi Muhamad Sbehat. Þau komu til Íslands fyrir tólf mánuðum og hefur verið synjað um hæli hér á landi. Í dag mætti lögreglan í vinnuna til eiginmanns Hanadi, þar sem hann starfar sem kokkur, og tilkynnti honum að fjölskyldan yrði send úr landi eftir 14 daga. Drengirnir sem eru fimm og sex ára hafa verið í skóla á Íslandi á meðan mál þeirra er til meðferðar og skilja orðið töluvert í íslensku. Guðmundur Karl Karlsson.Vinur fjölskyldunnar ætlar að hrinda af stað söfnun til að kosta hópmálsókn hælisleitenda gegn dómsmálaráðuneytinu. Hann telur nauðsynlegt að meta mál barna sérstaklega með tilliti til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hvort hagmunum þeirra sé best varið með efnislegri málsmeðferð. Hann telur núverandi fyrirkomulag brjóta gegn sáttmálanum. „Við viljum fara alla leið í Mannréttindadómstólinn ef þess þarf," segir Guðmundur Karl Karlsson, vinur fjölskyldunnar. „Það liggur ekkert á milli hluta. Það er verið að brjóta á börnunum og við viljum sjá til þess að það verði ekki gert," segir hann.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira