Efnir til hópmálsóknar fyrir flóttamenn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. september 2017 19:45 Fjögurra manna fjölskyldu, sem hefur verið hér á landi í tólf mánuði og fellur ekki undir breytingar sem gerðar voru á útlendingalögum, var tilkynnt í dag að hún yrði send úr landi eftir tvær vikur. Aðstandendur undirbúa hópmálsókn gegn dómsmálaráðuneytinu og telja brotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Tvær breytingar á útlendingalögum er stytta tíma stjórnvalda til að leysa úr málum barnafjölskyldna á flótta voru samþykktar í gær. Frestur til að ljúka málum í svokölluðu Dyflinnarferli er nú níu mánuðir í stað tólf mánaða en hjá öðrum er fresturinn fimmtán mánuðir í stað átján. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir ekki ljóst hvað breytingin muni hafa áhrif á marga en það fer meðal annars eftir málsmeðferðartíma stjórnvalda. „Ef þau klára ekki málin á þessum tíma aukast líkurnar verulega í ákveðnum tilvikum," segir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum.Hanadi Muhamad Sbehat.Ein fjölskylda sem fellur utan laganna er frá Ísrael og kom hingað til lands fyrir tólf mánuðum. Þau eru arabar og hafa sætt ofsóknum þar í landi. „Af því að frændi mannsins míns drap mann, einhvern dreng úr annarri fjölskyldu, verður sú fjölskylda að drepa einhvern úr minni fjölskyldu, manninn minn, mig, börnin mín. Einhvern úr minni fjölskyldu," segir Hanadi Muhamad Sbehat. Þau komu til Íslands fyrir tólf mánuðum og hefur verið synjað um hæli hér á landi. Í dag mætti lögreglan í vinnuna til eiginmanns Hanadi, þar sem hann starfar sem kokkur, og tilkynnti honum að fjölskyldan yrði send úr landi eftir 14 daga. Drengirnir sem eru fimm og sex ára hafa verið í skóla á Íslandi á meðan mál þeirra er til meðferðar og skilja orðið töluvert í íslensku. Guðmundur Karl Karlsson.Vinur fjölskyldunnar ætlar að hrinda af stað söfnun til að kosta hópmálsókn hælisleitenda gegn dómsmálaráðuneytinu. Hann telur nauðsynlegt að meta mál barna sérstaklega með tilliti til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hvort hagmunum þeirra sé best varið með efnislegri málsmeðferð. Hann telur núverandi fyrirkomulag brjóta gegn sáttmálanum. „Við viljum fara alla leið í Mannréttindadómstólinn ef þess þarf," segir Guðmundur Karl Karlsson, vinur fjölskyldunnar. „Það liggur ekkert á milli hluta. Það er verið að brjóta á börnunum og við viljum sjá til þess að það verði ekki gert," segir hann. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Fjögurra manna fjölskyldu, sem hefur verið hér á landi í tólf mánuði og fellur ekki undir breytingar sem gerðar voru á útlendingalögum, var tilkynnt í dag að hún yrði send úr landi eftir tvær vikur. Aðstandendur undirbúa hópmálsókn gegn dómsmálaráðuneytinu og telja brotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Tvær breytingar á útlendingalögum er stytta tíma stjórnvalda til að leysa úr málum barnafjölskyldna á flótta voru samþykktar í gær. Frestur til að ljúka málum í svokölluðu Dyflinnarferli er nú níu mánuðir í stað tólf mánaða en hjá öðrum er fresturinn fimmtán mánuðir í stað átján. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir ekki ljóst hvað breytingin muni hafa áhrif á marga en það fer meðal annars eftir málsmeðferðartíma stjórnvalda. „Ef þau klára ekki málin á þessum tíma aukast líkurnar verulega í ákveðnum tilvikum," segir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum.Hanadi Muhamad Sbehat.Ein fjölskylda sem fellur utan laganna er frá Ísrael og kom hingað til lands fyrir tólf mánuðum. Þau eru arabar og hafa sætt ofsóknum þar í landi. „Af því að frændi mannsins míns drap mann, einhvern dreng úr annarri fjölskyldu, verður sú fjölskylda að drepa einhvern úr minni fjölskyldu, manninn minn, mig, börnin mín. Einhvern úr minni fjölskyldu," segir Hanadi Muhamad Sbehat. Þau komu til Íslands fyrir tólf mánuðum og hefur verið synjað um hæli hér á landi. Í dag mætti lögreglan í vinnuna til eiginmanns Hanadi, þar sem hann starfar sem kokkur, og tilkynnti honum að fjölskyldan yrði send úr landi eftir 14 daga. Drengirnir sem eru fimm og sex ára hafa verið í skóla á Íslandi á meðan mál þeirra er til meðferðar og skilja orðið töluvert í íslensku. Guðmundur Karl Karlsson.Vinur fjölskyldunnar ætlar að hrinda af stað söfnun til að kosta hópmálsókn hælisleitenda gegn dómsmálaráðuneytinu. Hann telur nauðsynlegt að meta mál barna sérstaklega með tilliti til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hvort hagmunum þeirra sé best varið með efnislegri málsmeðferð. Hann telur núverandi fyrirkomulag brjóta gegn sáttmálanum. „Við viljum fara alla leið í Mannréttindadómstólinn ef þess þarf," segir Guðmundur Karl Karlsson, vinur fjölskyldunnar. „Það liggur ekkert á milli hluta. Það er verið að brjóta á börnunum og við viljum sjá til þess að það verði ekki gert," segir hann.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira