Efnir til hópmálsóknar fyrir flóttamenn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. september 2017 19:45 Fjögurra manna fjölskyldu, sem hefur verið hér á landi í tólf mánuði og fellur ekki undir breytingar sem gerðar voru á útlendingalögum, var tilkynnt í dag að hún yrði send úr landi eftir tvær vikur. Aðstandendur undirbúa hópmálsókn gegn dómsmálaráðuneytinu og telja brotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Tvær breytingar á útlendingalögum er stytta tíma stjórnvalda til að leysa úr málum barnafjölskyldna á flótta voru samþykktar í gær. Frestur til að ljúka málum í svokölluðu Dyflinnarferli er nú níu mánuðir í stað tólf mánaða en hjá öðrum er fresturinn fimmtán mánuðir í stað átján. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir ekki ljóst hvað breytingin muni hafa áhrif á marga en það fer meðal annars eftir málsmeðferðartíma stjórnvalda. „Ef þau klára ekki málin á þessum tíma aukast líkurnar verulega í ákveðnum tilvikum," segir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum.Hanadi Muhamad Sbehat.Ein fjölskylda sem fellur utan laganna er frá Ísrael og kom hingað til lands fyrir tólf mánuðum. Þau eru arabar og hafa sætt ofsóknum þar í landi. „Af því að frændi mannsins míns drap mann, einhvern dreng úr annarri fjölskyldu, verður sú fjölskylda að drepa einhvern úr minni fjölskyldu, manninn minn, mig, börnin mín. Einhvern úr minni fjölskyldu," segir Hanadi Muhamad Sbehat. Þau komu til Íslands fyrir tólf mánuðum og hefur verið synjað um hæli hér á landi. Í dag mætti lögreglan í vinnuna til eiginmanns Hanadi, þar sem hann starfar sem kokkur, og tilkynnti honum að fjölskyldan yrði send úr landi eftir 14 daga. Drengirnir sem eru fimm og sex ára hafa verið í skóla á Íslandi á meðan mál þeirra er til meðferðar og skilja orðið töluvert í íslensku. Guðmundur Karl Karlsson.Vinur fjölskyldunnar ætlar að hrinda af stað söfnun til að kosta hópmálsókn hælisleitenda gegn dómsmálaráðuneytinu. Hann telur nauðsynlegt að meta mál barna sérstaklega með tilliti til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hvort hagmunum þeirra sé best varið með efnislegri málsmeðferð. Hann telur núverandi fyrirkomulag brjóta gegn sáttmálanum. „Við viljum fara alla leið í Mannréttindadómstólinn ef þess þarf," segir Guðmundur Karl Karlsson, vinur fjölskyldunnar. „Það liggur ekkert á milli hluta. Það er verið að brjóta á börnunum og við viljum sjá til þess að það verði ekki gert," segir hann. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira
Fjögurra manna fjölskyldu, sem hefur verið hér á landi í tólf mánuði og fellur ekki undir breytingar sem gerðar voru á útlendingalögum, var tilkynnt í dag að hún yrði send úr landi eftir tvær vikur. Aðstandendur undirbúa hópmálsókn gegn dómsmálaráðuneytinu og telja brotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Tvær breytingar á útlendingalögum er stytta tíma stjórnvalda til að leysa úr málum barnafjölskyldna á flótta voru samþykktar í gær. Frestur til að ljúka málum í svokölluðu Dyflinnarferli er nú níu mánuðir í stað tólf mánaða en hjá öðrum er fresturinn fimmtán mánuðir í stað átján. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir ekki ljóst hvað breytingin muni hafa áhrif á marga en það fer meðal annars eftir málsmeðferðartíma stjórnvalda. „Ef þau klára ekki málin á þessum tíma aukast líkurnar verulega í ákveðnum tilvikum," segir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum.Hanadi Muhamad Sbehat.Ein fjölskylda sem fellur utan laganna er frá Ísrael og kom hingað til lands fyrir tólf mánuðum. Þau eru arabar og hafa sætt ofsóknum þar í landi. „Af því að frændi mannsins míns drap mann, einhvern dreng úr annarri fjölskyldu, verður sú fjölskylda að drepa einhvern úr minni fjölskyldu, manninn minn, mig, börnin mín. Einhvern úr minni fjölskyldu," segir Hanadi Muhamad Sbehat. Þau komu til Íslands fyrir tólf mánuðum og hefur verið synjað um hæli hér á landi. Í dag mætti lögreglan í vinnuna til eiginmanns Hanadi, þar sem hann starfar sem kokkur, og tilkynnti honum að fjölskyldan yrði send úr landi eftir 14 daga. Drengirnir sem eru fimm og sex ára hafa verið í skóla á Íslandi á meðan mál þeirra er til meðferðar og skilja orðið töluvert í íslensku. Guðmundur Karl Karlsson.Vinur fjölskyldunnar ætlar að hrinda af stað söfnun til að kosta hópmálsókn hælisleitenda gegn dómsmálaráðuneytinu. Hann telur nauðsynlegt að meta mál barna sérstaklega með tilliti til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hvort hagmunum þeirra sé best varið með efnislegri málsmeðferð. Hann telur núverandi fyrirkomulag brjóta gegn sáttmálanum. „Við viljum fara alla leið í Mannréttindadómstólinn ef þess þarf," segir Guðmundur Karl Karlsson, vinur fjölskyldunnar. „Það liggur ekkert á milli hluta. Það er verið að brjóta á börnunum og við viljum sjá til þess að það verði ekki gert," segir hann.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira