Nýtt stjórnarráð á teikniborðinu og hugmyndir kynntar á 100 ára afmæli lýðveldisins Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2017 20:00 Nú sér fyrir endann á miklum byggingarframkvæmdum á Hafnartorgi og í holunni við Hörpu. En það er ekki þar með sagt að byggingarframkvæmdum sé að ljúka í miðborginni því nú stendur til að byggja skrifstofubyggingu fyrir forsætisráðuneytið á bakvið stjórnarráðshúsið. Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, segir að forsætisráðuneytið sé að missa á næstu árum skrifstofuhúsnæði í húsunum á bak við stjórnarráðið.Þetta er sögufrægt hús og alfriðað, það verður auðvitað tekið tillit til þess? „Já og það verður auðvitað skilyrði. Við ætlum að fara í framkvæmdasamkeppni, hönnunarsamkeppni í byrjun næsta árs um þetta verkefni. Það verða auðvitað sett skilyrði og vissar áherslur, að tekið verði tillit til hússins og sögu þess. Að þessi viðbygging skyggi ekki á, heldur ýti frekar undir húsið eins og það er í dag,“ segir Halldóra. Stefnt er að því að niðurstöður í hönnunarsamkeppni verði kynntar hinn 1. desember á næsta ári þegar haldið verður upp á aldarafmæli íslenska lýðveldisins.Ef við snúum okkur aðeins hérna, það eru svo margir sem halda kannski að forsætisráðuneytið sé eingöngu í gamla tukthúsinu. En það er auðvitað víðar því ráðuneytið er með skrifstofuhúsnæði hér á bakvið en það er ekki tryggt? „Nei. Forsætisráðuneytið er á fimm stöðum á þessum reit, á tveimur stöðum við Hverfisgötu 4 og 6 og svo á 4a og 6a. Þetta eru leigusamningar sem renna út á árunum 2019 til 2021. Þannig að húsnæðið er ekki tryggt til framtíðar,“ segir Halldóra. En það stendur ekki bara til að fara í hönnunarsamkeppni um þetta hús heldur líka framtíðarbyggingar fyrir öll önnur ráðuneyti á risastórri lóð í eigu ríkisins við Skúlagötu. „Hér sjáum við fyrir okkur framtíðarhúsnæði fyrir öll ráðuneytin,“ segir Halldóra þar sem við stöndum eins og krækiber í helvíti á þessari stóru lóð.Hvað sjáið þið fyrir ykkur að hægt sé að byggja mikið á þessari stóru lóð? „Samkvæmt deiliskipulagi ætti að vera hægt að byggja hér 23 til 25 þúsund fermetra. Húsnæðisþörf ráðuneytanna allra er um 15 þúsund fermetrar. Ráðuneytin eru í dag í 23 þúsund fermetrum. Þannig að það er líka mikið hagræði í því að byggja og nýta þá alla fermetrana.“Hvenær gætum við farið að sjá eitthvað af þessum byggingum spretta upp? „Nú er þetta allt á hugmyndastigi og við erum að hugsa til lengri tíma. Nú erum við að hugsa til tíu, tuttugu eða þrjátíu ára. En ef það er vilji til að ráðast í þetta gætum við fengið að sá fyrstu byggingarnar eftir kannski sjö ár,“ segir Halldóra Vífilsdóttir. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Nú sér fyrir endann á miklum byggingarframkvæmdum á Hafnartorgi og í holunni við Hörpu. En það er ekki þar með sagt að byggingarframkvæmdum sé að ljúka í miðborginni því nú stendur til að byggja skrifstofubyggingu fyrir forsætisráðuneytið á bakvið stjórnarráðshúsið. Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, segir að forsætisráðuneytið sé að missa á næstu árum skrifstofuhúsnæði í húsunum á bak við stjórnarráðið.Þetta er sögufrægt hús og alfriðað, það verður auðvitað tekið tillit til þess? „Já og það verður auðvitað skilyrði. Við ætlum að fara í framkvæmdasamkeppni, hönnunarsamkeppni í byrjun næsta árs um þetta verkefni. Það verða auðvitað sett skilyrði og vissar áherslur, að tekið verði tillit til hússins og sögu þess. Að þessi viðbygging skyggi ekki á, heldur ýti frekar undir húsið eins og það er í dag,“ segir Halldóra. Stefnt er að því að niðurstöður í hönnunarsamkeppni verði kynntar hinn 1. desember á næsta ári þegar haldið verður upp á aldarafmæli íslenska lýðveldisins.Ef við snúum okkur aðeins hérna, það eru svo margir sem halda kannski að forsætisráðuneytið sé eingöngu í gamla tukthúsinu. En það er auðvitað víðar því ráðuneytið er með skrifstofuhúsnæði hér á bakvið en það er ekki tryggt? „Nei. Forsætisráðuneytið er á fimm stöðum á þessum reit, á tveimur stöðum við Hverfisgötu 4 og 6 og svo á 4a og 6a. Þetta eru leigusamningar sem renna út á árunum 2019 til 2021. Þannig að húsnæðið er ekki tryggt til framtíðar,“ segir Halldóra. En það stendur ekki bara til að fara í hönnunarsamkeppni um þetta hús heldur líka framtíðarbyggingar fyrir öll önnur ráðuneyti á risastórri lóð í eigu ríkisins við Skúlagötu. „Hér sjáum við fyrir okkur framtíðarhúsnæði fyrir öll ráðuneytin,“ segir Halldóra þar sem við stöndum eins og krækiber í helvíti á þessari stóru lóð.Hvað sjáið þið fyrir ykkur að hægt sé að byggja mikið á þessari stóru lóð? „Samkvæmt deiliskipulagi ætti að vera hægt að byggja hér 23 til 25 þúsund fermetra. Húsnæðisþörf ráðuneytanna allra er um 15 þúsund fermetrar. Ráðuneytin eru í dag í 23 þúsund fermetrum. Þannig að það er líka mikið hagræði í því að byggja og nýta þá alla fermetrana.“Hvenær gætum við farið að sjá eitthvað af þessum byggingum spretta upp? „Nú er þetta allt á hugmyndastigi og við erum að hugsa til lengri tíma. Nú erum við að hugsa til tíu, tuttugu eða þrjátíu ára. En ef það er vilji til að ráðast í þetta gætum við fengið að sá fyrstu byggingarnar eftir kannski sjö ár,“ segir Halldóra Vífilsdóttir.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira