Körfubolti

Svona kvöddu strákarnir klakann | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hélt í morgun til Helsinski í Finnlandi þar sem þeir keppa á EM 2017.

Íslensku strákarnir fengu flottar móttökur þegar þeir gengu inn í Leifsstöð í sínu fínasta pússi.

Óskar Ófeigur Jónsson, íþróttafréttamaður 365, var með í för og hann ræddi við nokkra landsliðsmenn og landsliðsþjálfarann, Craig Pedersen, áður en vélin fór í loftið.

Íslenska liðið hefur leik á fimmtudaginn þegar það mætir ógnarsterku liði Grikkja. Á laugardag mæta þeir svo Póllandi, á sunnudaginn Frakklandi og á þriðjudaginn er komið að Slóveníu. Miðvikudaginn 6. september mæta strákarnir síðan heimamönnum í Finnlandi í síðasta leiknum í riðlakeppninni.

Í spilaranum hér að ofan má sjá móttökurnar sem íslensku strákarnir fengu í Leifsstöð og viðtölin sem Óskar Ófeigur tók.


Tengdar fréttir

Við verðum að spila af hörku

Það kom ekkert á óvart er Craig Pedersen valdi EM-hópinn sinn í gær. Tveir lykilmenn eru að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. Þjálfarinn segir að liðið þurfi að leggja harðar að sér en andstæðingurinn.

Craig: Ég svaf ekki mikið í nótt

Það eru bara þrír dagar í fyrsta leik Íslands á Eurobasket 2017 og það mátti sjá á íslenska hópnum í Leifsstöð í morgun að það ríkir mikil eftirvænting meðal allra sem taka þátt í þessu stóra verkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×