Körfubolti

Hlynur: Erfitt í morgun að passa að sulla ekki niður á sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson á ferðinni í Leifsstöð með félögum sínum í landsliðinu.
Hlynur Bæringsson á ferðinni í Leifsstöð með félögum sínum í landsliðinu. Vísir/Ernir
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur farið í margar landsliðsferðirnar en þó aldrei eins flott klæddur og í morgun.

Íslensku strákarnir flugu út á EM í morgun og mættu þeir allir klæddir glæsilegum jakkafötum frá Herragarðinum. Það var vel tekið á móti strákunum í Leifsstöð og þeir gengu stoltir um borð í vél Icelandair til Helsinki.

„Það var frábær tilfinning að labba svona inn í Leifsstöð. Það var reyndar svolítið erfitt í morgun þegar maður var að passa að sulla ekki niður á sig. Maður er vanur að vera á inniskóm og stuttbuxum á leiðinni út,“ sagði Hlynur Bæringsson í léttum tón þegar blaðamaður Vísis hitti hann við hliðið.

„Þetta er vissulega skemmtileg tilbreyting og eitthvað sem ég bjóst ekki við að fá að upplifa,“ sagði Hlynur sem hefur verið í íslenska landsliðinu frá því í byrjun aldarinnar.

Hann hafði engar áhyggjur af fötunum í fluginu sjálfu. „Það er allt í lagi þegar maður eru kominn upp í vélina því þá tekur enginn eftir þessu,“ sagði Hlynur brosandi.

„Ég hlakka til að koma til Helsinki,“ sagði Hlynur að lokum.


Tengdar fréttir

Við verðum að spila af hörku

Það kom ekkert á óvart er Craig Pedersen valdi EM-hópinn sinn í gær. Tveir lykilmenn eru að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. Þjálfarinn segir að liðið þurfi að leggja harðar að sér en andstæðingurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×