Græðgi og skortur Árný Björg Blandon skrifar 12. ágúst 2017 21:18 Ég sé svo skýrt fyrir mér tvær öfgakenndar andstæður hér á landi. Peningagræðgi og peningaskort. Á meðan sumir lifa fyrir að græða bæði á ferðamönnum og löndum sínum, þá skrimtir eldra fólk á lélegri mánaðarafkomu og ungt fólk nær ekki endum saman. Hvað í ósköpunum þarf til, þannig að öllum líði vel og allir séu sáttir við sitt án þess að það bitni á öðrum? Kærleikur! Að þykja jafn vænt um náungann eins og sjálfan sig! Það er allavega góð og gæf byrjun. Þú reynir ekki að græða á fólki ef það er raunverulegur kærleikur í hjarta þínu. Þú setur þig í þeirra spor. Þú hjálpar fólki að eiga fyrir sig og sína ef það er raunverulegur kærleikur í hjarta þínu. Þú setur þig í þeirra spor. Við höfum sýnt, að þegar ákveðnar erfiðar aðstæður koma upp hjá einstaklingum hér á landi eða jafnvel þeim sem lenda í erfiðum aðstæðum erlendis, t.d. vegna hamfara, þá erum við dugleg að millifæra af reikningunum okkar. Það er svo fallegt og gefur alltaf til baka! Og sýnir að peningar eru til. Í landinu okkar eru allt of margir sem skrimta frá einum mánuði til annars. Geta lítið veitt sér annað en þetta nauðsynlegasta, ef það, og þurfa að horfa í hverja krónu. Aðrir finna sér leiðir til að græða. Kaupa t.d. köku í Krónunni á 1,200 kr., skera í 6 sneiðar og selja hverja sneið á 1,200 kr. Eða eins og við fréttum í fjölmiðlum, það er reynt að selja vatnið okkar hreina og dásamlega! Ferðamönnum sagt að vatnið sé nú ekki gott til drykkjar, því er tappað á flöskur sem eru seldar fyrir nokkur hundruð krónur stk. Við þurfum að finna kærleiksleiðina. Það á við ráðamenn þjóðarinnar líka sem alltaf eru á leiðinni að gera gott úr öllu en virðast ekki takast það mjög vel þótt þeir lofi ýmsum aðferðum til þess. Eldra fólk sem hefur rutt kynslóðum leið á svo margan hátt, á betra skilið en að skrimta. Ungu fólki langar að eignast eigin íbúð, en þarf að leigja, á meðan aðrir græða á því að leigja íbúðir sínar og herbergi á þvílíku verði að manni svimar. Ég veit um nokkur tilfelli þar sem fólki var sagt upp leiguhúsnæði sínu af því að það sást leið til þess að græða meira á húsnæðinu. Þetta eru bara nokkrar pælingar af mörgum. Stundum finnst mér erfitt að vera Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Ég sé svo skýrt fyrir mér tvær öfgakenndar andstæður hér á landi. Peningagræðgi og peningaskort. Á meðan sumir lifa fyrir að græða bæði á ferðamönnum og löndum sínum, þá skrimtir eldra fólk á lélegri mánaðarafkomu og ungt fólk nær ekki endum saman. Hvað í ósköpunum þarf til, þannig að öllum líði vel og allir séu sáttir við sitt án þess að það bitni á öðrum? Kærleikur! Að þykja jafn vænt um náungann eins og sjálfan sig! Það er allavega góð og gæf byrjun. Þú reynir ekki að græða á fólki ef það er raunverulegur kærleikur í hjarta þínu. Þú setur þig í þeirra spor. Þú hjálpar fólki að eiga fyrir sig og sína ef það er raunverulegur kærleikur í hjarta þínu. Þú setur þig í þeirra spor. Við höfum sýnt, að þegar ákveðnar erfiðar aðstæður koma upp hjá einstaklingum hér á landi eða jafnvel þeim sem lenda í erfiðum aðstæðum erlendis, t.d. vegna hamfara, þá erum við dugleg að millifæra af reikningunum okkar. Það er svo fallegt og gefur alltaf til baka! Og sýnir að peningar eru til. Í landinu okkar eru allt of margir sem skrimta frá einum mánuði til annars. Geta lítið veitt sér annað en þetta nauðsynlegasta, ef það, og þurfa að horfa í hverja krónu. Aðrir finna sér leiðir til að græða. Kaupa t.d. köku í Krónunni á 1,200 kr., skera í 6 sneiðar og selja hverja sneið á 1,200 kr. Eða eins og við fréttum í fjölmiðlum, það er reynt að selja vatnið okkar hreina og dásamlega! Ferðamönnum sagt að vatnið sé nú ekki gott til drykkjar, því er tappað á flöskur sem eru seldar fyrir nokkur hundruð krónur stk. Við þurfum að finna kærleiksleiðina. Það á við ráðamenn þjóðarinnar líka sem alltaf eru á leiðinni að gera gott úr öllu en virðast ekki takast það mjög vel þótt þeir lofi ýmsum aðferðum til þess. Eldra fólk sem hefur rutt kynslóðum leið á svo margan hátt, á betra skilið en að skrimta. Ungu fólki langar að eignast eigin íbúð, en þarf að leigja, á meðan aðrir græða á því að leigja íbúðir sínar og herbergi á þvílíku verði að manni svimar. Ég veit um nokkur tilfelli þar sem fólki var sagt upp leiguhúsnæði sínu af því að það sást leið til þess að græða meira á húsnæðinu. Þetta eru bara nokkrar pælingar af mörgum. Stundum finnst mér erfitt að vera Íslendingur.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun