„Latur anarkisti“ gabbaði Hvíta húsið með gervipóstum Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2017 19:16 Jafnvel háttsettir ráðamenn geta orðið fyrir barðinu á svonefndum netveiðum (e. phishing) eins og þeim sem breski hakkarinn beitti. Vísir/Getty Breskur tölvuhakkari gabbaði háttsetta embættismenn í Hvíta húsinu með því að villa á sér heimildir í tölvupóstum. Fékk hann meðal annars veföryggisráðgjafa forsetans til að senda sér persónulegt tölvupóstfang sitt að fyrra bragði. Lést tölvuþrjóturinn, sem lýsir sjálfum sér sem „lötum anarkista“ á Twitter, vera Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump forseta, og Reince Prieubus, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, í tölvupóstum sem hann sendi. Birti hann hluta samskiptanna á Twitter og sagði tilganginn vera þann einan að skemmta sér.Lofaði heimavarnaráðgjafanum veitingum eins og í ÍrakSem Kushner bauð hann Tom Bossert, heimavarnaráðgjafa Trump sem er yfir netöryggismálum, í teiti, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Tom, við erum að skipuleggja örlitla kvöldskemmtun í lok ágúst. Það væri frábært ef þú kæmist, ég lofa veitingum sem eru að minnsta kosti sambærilegar að gæðum og þær sem við snæddum í Írak. Þetta ætti að vera frábært kvöld,“ skrifaði tölvuþrjóturinn í nafni Kushner. „Takk, Jared. Með svona loforði get ég ekki hafnað. Ef þú þarft einhvern tímann á því að halda þá er persónulegt tölvupóstfang mitt [...],“ svaraði Bossert og sendi hakkaranum tövlupóstfangið.Scaramucci vitnaði meðal annars í Óþelló eftir Shakespeare í samskiptum sínum við tölvuhakkarann sem hann taldi vera Reince Priebus.Vísir/AFPÖgraði Scaramucci sem PriebusAnthony Scaramucci, sem Trump rak úr starfi samskiptastjóra Hvíta hússins eftir aðeins tíu daga starf í gær, varð einnig fyrir barðinu á hakkaranum. Þóttist hann vera Reince Priebus sem Scaramucci hafði eldað grátt silfur saman með og sakað um að leka upplýsingum úr Hvíta húsinu. Priebus var látinn fara á föstudag og áttu samskipti hakkarans og Scaramucci sér stað daginn eftir. Í tölvupósti sakaði „Priebus“ Scaramucci um ótrúlega hræsni og óvirðulegt framferði. „Þú veist hvað þú gerðir. Við vitum það öll. Jafnvel núna. En vertu viss um að við vorum tilbúin. Sannur karlmaður hefði beðist afsökunar,“ svaraði Scaramucci.Hvíta húsið taki tölvuöryggi fastari tökumHvíta húsið sagði CNN-fréttastöðinni að verið væri að rannsaka göbbin og að þau væru tekin afar alvarlega. Hakkarinn lofaði í dag að beina spjótum sínum ekki aftur að Hvíta húsinu en hvatti forsvarsmenn þess til þess að taka tövluöryggi fastari tökum héðan í frá. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
Breskur tölvuhakkari gabbaði háttsetta embættismenn í Hvíta húsinu með því að villa á sér heimildir í tölvupóstum. Fékk hann meðal annars veföryggisráðgjafa forsetans til að senda sér persónulegt tölvupóstfang sitt að fyrra bragði. Lést tölvuþrjóturinn, sem lýsir sjálfum sér sem „lötum anarkista“ á Twitter, vera Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump forseta, og Reince Prieubus, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, í tölvupóstum sem hann sendi. Birti hann hluta samskiptanna á Twitter og sagði tilganginn vera þann einan að skemmta sér.Lofaði heimavarnaráðgjafanum veitingum eins og í ÍrakSem Kushner bauð hann Tom Bossert, heimavarnaráðgjafa Trump sem er yfir netöryggismálum, í teiti, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Tom, við erum að skipuleggja örlitla kvöldskemmtun í lok ágúst. Það væri frábært ef þú kæmist, ég lofa veitingum sem eru að minnsta kosti sambærilegar að gæðum og þær sem við snæddum í Írak. Þetta ætti að vera frábært kvöld,“ skrifaði tölvuþrjóturinn í nafni Kushner. „Takk, Jared. Með svona loforði get ég ekki hafnað. Ef þú þarft einhvern tímann á því að halda þá er persónulegt tölvupóstfang mitt [...],“ svaraði Bossert og sendi hakkaranum tövlupóstfangið.Scaramucci vitnaði meðal annars í Óþelló eftir Shakespeare í samskiptum sínum við tölvuhakkarann sem hann taldi vera Reince Priebus.Vísir/AFPÖgraði Scaramucci sem PriebusAnthony Scaramucci, sem Trump rak úr starfi samskiptastjóra Hvíta hússins eftir aðeins tíu daga starf í gær, varð einnig fyrir barðinu á hakkaranum. Þóttist hann vera Reince Priebus sem Scaramucci hafði eldað grátt silfur saman með og sakað um að leka upplýsingum úr Hvíta húsinu. Priebus var látinn fara á föstudag og áttu samskipti hakkarans og Scaramucci sér stað daginn eftir. Í tölvupósti sakaði „Priebus“ Scaramucci um ótrúlega hræsni og óvirðulegt framferði. „Þú veist hvað þú gerðir. Við vitum það öll. Jafnvel núna. En vertu viss um að við vorum tilbúin. Sannur karlmaður hefði beðist afsökunar,“ svaraði Scaramucci.Hvíta húsið taki tölvuöryggi fastari tökumHvíta húsið sagði CNN-fréttastöðinni að verið væri að rannsaka göbbin og að þau væru tekin afar alvarlega. Hakkarinn lofaði í dag að beina spjótum sínum ekki aftur að Hvíta húsinu en hvatti forsvarsmenn þess til þess að taka tövluöryggi fastari tökum héðan í frá.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira