Peningaslóð Trump og Rússa sögð liggja til Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2017 11:54 Leiddar hafa verið líkur að því að Trump gæti verið að fela fjárhagsleg tengsl við Rússa í skattaskýrslum sínum sem hann vill ekki birta. Vísir/Getty Hagnaður af hótelframkvæmdum Donalds Trump í New York sem bankar og fjárfestar töpuðu á hvarf inn í íslenskan banka sem var undir hæl rússnesks auðjöfurs. Þetta sagði bandarískur blaðamaður sem hefur meðal annars birt upplýsingar úr skattskýrslum Trump við MSNBC í gær. Blaðamaðurinn David Cray Johnston var gestur í þætti Ari Melber á MSNBC-sjónvarpstöðinni í gær. Þar var rætt um rannsókn sem nú stendur yfir á mögulegu samráði Trump og samstarfsmanna hans við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna. Johnston birti meðal annars hluta úr skattaskýrslu Trump fyrr á þessu ári. Greint hefur verið frá því að rannsakendur séu mögulega að kanna fjármálagjörninga sem tengjast Trump og Rússum en eru ekki beint tengdir forsetakosningunum.FL-Group var bendlað við möguleg skattsvik TrumpÍ þætti MSNBC leiddi Mike Lupica, dálkahöfundur New York Daily News, því upp að eitthvað misjafnt væri að finna í skattaskýrslum Trump sem hann hefur staðfastlega neitað að gera opinberar og hvort að honum hafi mögulega verið bjargað frá skuldum. Johnston sagðist telja að engin vafi leiki á því að vafasamir fjármálagjörningar komi út úr rannsókninni. Trump hafi átt í fjárhagslegum tengslum við Rússland allt frá því á 9. áratug síðustu aldar. „Eitt af því sem hann gæti verið mjög áhyggjufullur yfir er Trump-SoHo-málsóknin sem þeir hafa kappkostað við að reyna að láta hverfa þar sem hagnaður af hótelverkefni í New York, sem bæði bankar og fjárfestar töpuðu á þrátt fyrir að að það væri arðbært, hvarf í samningi sem Donald skrifaði undir sem 18% hluthafi í verkefninu inn í íslenskan banka sem var undir hæl rússnesks auðjöfurs,“ sagði Johnston. Vísir sagði frá því í fyrra að Trump sé grunaður um að hafa reynt að koma sér undan milljóna dollara skattgreiðslum í tengslum við fimmtíu milljón dollara fjárfestingu FL-Group í alþjóðlega fjárfestingafélaginu Bayrock Group árið 2007. Fjárfestingin var á sínum tíma sögð varða uppbyggingu hótels í SoHo í New York.Í myndbandi MSNBC má heyra Johnston lýsa mögulegum tengslum Íslands við viðskipti Trump eftir um tvær mínútur og fimmtán sekúndur af upptökunni. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira
Hagnaður af hótelframkvæmdum Donalds Trump í New York sem bankar og fjárfestar töpuðu á hvarf inn í íslenskan banka sem var undir hæl rússnesks auðjöfurs. Þetta sagði bandarískur blaðamaður sem hefur meðal annars birt upplýsingar úr skattskýrslum Trump við MSNBC í gær. Blaðamaðurinn David Cray Johnston var gestur í þætti Ari Melber á MSNBC-sjónvarpstöðinni í gær. Þar var rætt um rannsókn sem nú stendur yfir á mögulegu samráði Trump og samstarfsmanna hans við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna. Johnston birti meðal annars hluta úr skattaskýrslu Trump fyrr á þessu ári. Greint hefur verið frá því að rannsakendur séu mögulega að kanna fjármálagjörninga sem tengjast Trump og Rússum en eru ekki beint tengdir forsetakosningunum.FL-Group var bendlað við möguleg skattsvik TrumpÍ þætti MSNBC leiddi Mike Lupica, dálkahöfundur New York Daily News, því upp að eitthvað misjafnt væri að finna í skattaskýrslum Trump sem hann hefur staðfastlega neitað að gera opinberar og hvort að honum hafi mögulega verið bjargað frá skuldum. Johnston sagðist telja að engin vafi leiki á því að vafasamir fjármálagjörningar komi út úr rannsókninni. Trump hafi átt í fjárhagslegum tengslum við Rússland allt frá því á 9. áratug síðustu aldar. „Eitt af því sem hann gæti verið mjög áhyggjufullur yfir er Trump-SoHo-málsóknin sem þeir hafa kappkostað við að reyna að láta hverfa þar sem hagnaður af hótelverkefni í New York, sem bæði bankar og fjárfestar töpuðu á þrátt fyrir að að það væri arðbært, hvarf í samningi sem Donald skrifaði undir sem 18% hluthafi í verkefninu inn í íslenskan banka sem var undir hæl rússnesks auðjöfurs,“ sagði Johnston. Vísir sagði frá því í fyrra að Trump sé grunaður um að hafa reynt að koma sér undan milljóna dollara skattgreiðslum í tengslum við fimmtíu milljón dollara fjárfestingu FL-Group í alþjóðlega fjárfestingafélaginu Bayrock Group árið 2007. Fjárfestingin var á sínum tíma sögð varða uppbyggingu hótels í SoHo í New York.Í myndbandi MSNBC má heyra Johnston lýsa mögulegum tengslum Íslands við viðskipti Trump eftir um tvær mínútur og fimmtán sekúndur af upptökunni.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira