Erlent

Íbúar í Evrópu búa sig undir mesta hita í um áratug

Atli Ísleifsson skrifar
Hitinn fór í 37 gráður í pólsku borginni Krakow fyrr í vikunni.
Hitinn fór í 37 gráður í pólsku borginni Krakow fyrr í vikunni.
Íbúar sums staðar í Evrópu búa sig nú undir mesta hita í um áratug en hiti hefur farið upp í 44 gráður á Ítalíu.

Yfirvöld í fjölda ríkja hafa varað fólk við komandi hitabylgju. Skógareldar hafa víða blossað upp á Ítalíu og glíma stór svæði við þurrka. Tugir borga og bæja eru nú á lista ítalska heilbrigðisráðuneytisins yfir staði í sérstakri hættu vegna hitans.

Hitastig á Ítalíu er nú um tíu gráðum hærra en í meðalári. Þannig fór hitinn í 44 gráður á Sardiníu eftir að hlýtt loft barst frá Afríku og yfir Miðjarðarhaf.

Í frétt BBC segir að búist sé við miklum hita í Mið-Evrópu og á Balkanskaga á næstu dögum. Er búist við að þessi hitabylgja vari fram á mánudag. Hefur verið gefin út viðvörun fyrir íbúa í 26 borgum í sunnanverðri álfunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×