Erlent

Fljúgandi hengirúm vakti furðu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Uppátækið kom mörgum spánskt fyrir sjónir.
Uppátækið kom mörgum spánskt fyrir sjónir. Skjáskot
Gáttaðir Georgíubúar vissu ekki í hvorn fótinn þeir áttu að stíga þegar þeir sáu það sem virtist vera maður í hengirúmi fljúga yfir borginni.

Í myndbandi, sem sjá má hér að neðan, sést hvernig dróni flýgur um með hengirúmið yfir hraðbrautum og byggingum í borginni Khashuri á meðan áhorfendur hlæja og furða sig á uppátækinu.

Margir lýstu þó töluverðum áhyggjum af öryggi mannsins sem lá þarna hreyfingarlaus í háloftunum.

Á daginn kom að það var ekki maður í hengirúminu, heldur gína og var flugið hluti af auglýsingaherferð fyrir fyrirtæki í nágrenninu. 

Myndbandið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×