Erlent

Reyndi að brjóta sér leið inn í Eiffel turninn vopnaður hníf

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Maðurinn öskraði orðin "Allahua Akbar“ á meðan hann ruddist í gegnum öryggishlið turnsins.
Maðurinn öskraði orðin "Allahua Akbar“ á meðan hann ruddist í gegnum öryggishlið turnsins. Vísir/afp
Maður er í haldi lögregluyfirvalda í París í Frakklandi eftir að hann reyndi að koma sér inn í Eiffel turninn vopnaður hnífi. Talið er að maðurinn sé um tvítugur að aldri. BBC greindi frá.

Það tók lögreglu ekki langan tíma að yfirbuga manninn. Enginn slasaðist. Turninn var rýmdur í kjölfarið. Ríkissaksóknari hefur hafið rannsókn á málinu og skoðar tengsl við hryðjuverk.

Maðurinn öskraði orðin „Allahua Akbar“ á meðan hann ruddist í gegnum öryggishlið turnsins. Samkvæmt heimildum BBC er maðurinn sagður hafa viljað ráðast á hermenn og hafa verið í samskiptum við ISIS samtökin.

Eiffel turninn hafði verið í miklum ljóma þetta kvöld og skartaði litum franska liðsins Paris Saint-Germain. Þá var þar einnig skjár með mynd af nýjustu stjörnu liðsins Neymar sem liðið fjárfesti nýlega í.  Árásarmaðurinn var klæddur búning liðsins þegar atvikið átti sér stað.

Neyðarlög hafa gilt í Frakklandi síðan í nóvember 2015 eftir að 130 manns létu lífið í hryðjuverkaárásum sem áttu sér stað vítt og breytt um borgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×