Erlent

Slökkviliðsmenn sakaðir um að kveikja elda

Kjartan Kjartansson skrifar
Hitabylgja hefur gengið yfir sunnanverða Evrópu í sumar og skógareldar hafa verið tíðir.
Hitabylgja hefur gengið yfir sunnanverða Evrópu í sumar og skógareldar hafa verið tíðir. Vísir/AFP
Fimmtán sjálfsboðaslökkviliðsmenn á Sikiley eru sakaðir um að hafa kveikt elda sjálfir til þess að fá greitt til að slökkva þá. Foringi þeirra hefur verið settur í stofufangelsi.

Lögreglan hefur yfirheyrt mennina, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Brot þeirra eru talin hafa staðið yfir frá 2013 til 2015. Foringi þeirra er meðal annars sagður hafa sleppt vöktum til þess að kveikja elda.

Grunur beindist að mönnum vegna þess að þeir voru kallaðir oftar út en aðrir slökkviliðsmenn. Ítalskir fjölmiðlar segja að flestir mannanna hafi viðurkennt svikin.

Mennirnir hringdu annað hvort sjálfir í neyðarnúmer eða fengu vini eða ættingja til þess. Í sumum tilfellum tilkynntu þeir um elda sem ekki voru raunverulegir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×