Þetta er eina útgerðin sem rær úr Breiðafjarðareyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 7. ágúst 2017 21:00 Grásleppu landað í Flatey úr Rán. Aflinn fer beint um borð í Baldur til vinnslu í Stykkishólmi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Aðeins einn bátur rær nú til fiskveiða úr Breiðafjarðareyjum, en hann er gerður út frá Flatey á grásleppu. Frétt Stöðvar 2 af útgerðinni í Flatey má sjá hér. Breiðafjörður var kallaður matarkista Íslands og þegar enn var búið í tugum eyja réru þaðan sennilega á annaðhundrað báta til fiskveiða. Úr Oddbjarnarskeri einu réru á vertíð í kringum þrjátíu bátar. Í árbók Ferðafélags Íslands frá 1989 um Breiðafjarðareyjar kemur fram að um og yfir fimmtíu eyjar hafi verið byggðar fyrr á öldum, þar af átta í Barðastrandarsýslu en 40-50 í Snæfells- og Dalasýslum.Grásleppan komin ísuð á bryggjuna í Flatey og á leið um borð í ferjuna BaldurStöð 2/Egill Aðalsteinsson.Heilsársbúseta er núna aðeins í Flatey og þar er jafnframt eina útgerðin sem eftir er í eyjunum. Þar gera þeir Hafþór Hafsteinsson og Friðrik Einarsson út á grásleppu. Þeir eru saman með tvo báta, Rán og Djúpey, en róa þó aðeins á öðrum þeirra í senn. Miðin eru ekki langt undan en grásleppunetin leggja þeir í kringum Flatey. Áður fyrr voru aðeins hrognin hirt en fiskinum hent fyrir um borð en fyrir sjö árum var reglum breytt og nú þarf að skila allri grásleppunni í land. Flateyingar nýta sér ferjuna Baldur til að koma grásleppunni ísaðri til hrognatöku og vinnslu í Stykkishólmi.Hafþór Hafsteinsson, grásleppusjómaður í Flatey.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hafþór Hafsteinsson, grásleppusjómaður í Flatey, segir að vertíðin hafi verið ágæt í sumar, sérstaklega núna seinnipartinn, og tíðarfar gott. Hann vill þó ekki meina að bestu grásleppumiðin séu við Breiðafjörð heldur fyrir norðan, við Húnaflóa. Og þeir Hafþór og Friðrik eru með háseta í áhöfn, Elísu, dóttur Hafþórs. Hún segist koma með af og til. Lagt sé snemma af stað, klukkan sex á morgnana. Elísa segir það ekkert frekar karlastarf að vera grásleppusjómaður enda sé hún alin upp við þetta.Elísa Hafþórsdóttir, grásleppusjómaður í Flatey. Ferjan Baldur við bryggjuna fyrir aftan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Grásleppuvertíðin á Breiðafirði hófst þann 20. maí og henni lýkur þann 14. ágúst. Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Íbúar Flateyjar vilja undir Stykkishólm Allir íbúar Flateyjar á Breiðafirði hafa óskað eftir því að stjórnsýsla eyjunnar verði færð frá Vestfjörðum yfir á Snæfellsnes. 24. ágúst 2015 20:28 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Aðeins einn bátur rær nú til fiskveiða úr Breiðafjarðareyjum, en hann er gerður út frá Flatey á grásleppu. Frétt Stöðvar 2 af útgerðinni í Flatey má sjá hér. Breiðafjörður var kallaður matarkista Íslands og þegar enn var búið í tugum eyja réru þaðan sennilega á annaðhundrað báta til fiskveiða. Úr Oddbjarnarskeri einu réru á vertíð í kringum þrjátíu bátar. Í árbók Ferðafélags Íslands frá 1989 um Breiðafjarðareyjar kemur fram að um og yfir fimmtíu eyjar hafi verið byggðar fyrr á öldum, þar af átta í Barðastrandarsýslu en 40-50 í Snæfells- og Dalasýslum.Grásleppan komin ísuð á bryggjuna í Flatey og á leið um borð í ferjuna BaldurStöð 2/Egill Aðalsteinsson.Heilsársbúseta er núna aðeins í Flatey og þar er jafnframt eina útgerðin sem eftir er í eyjunum. Þar gera þeir Hafþór Hafsteinsson og Friðrik Einarsson út á grásleppu. Þeir eru saman með tvo báta, Rán og Djúpey, en róa þó aðeins á öðrum þeirra í senn. Miðin eru ekki langt undan en grásleppunetin leggja þeir í kringum Flatey. Áður fyrr voru aðeins hrognin hirt en fiskinum hent fyrir um borð en fyrir sjö árum var reglum breytt og nú þarf að skila allri grásleppunni í land. Flateyingar nýta sér ferjuna Baldur til að koma grásleppunni ísaðri til hrognatöku og vinnslu í Stykkishólmi.Hafþór Hafsteinsson, grásleppusjómaður í Flatey.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hafþór Hafsteinsson, grásleppusjómaður í Flatey, segir að vertíðin hafi verið ágæt í sumar, sérstaklega núna seinnipartinn, og tíðarfar gott. Hann vill þó ekki meina að bestu grásleppumiðin séu við Breiðafjörð heldur fyrir norðan, við Húnaflóa. Og þeir Hafþór og Friðrik eru með háseta í áhöfn, Elísu, dóttur Hafþórs. Hún segist koma með af og til. Lagt sé snemma af stað, klukkan sex á morgnana. Elísa segir það ekkert frekar karlastarf að vera grásleppusjómaður enda sé hún alin upp við þetta.Elísa Hafþórsdóttir, grásleppusjómaður í Flatey. Ferjan Baldur við bryggjuna fyrir aftan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Grásleppuvertíðin á Breiðafirði hófst þann 20. maí og henni lýkur þann 14. ágúst. Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Íbúar Flateyjar vilja undir Stykkishólm Allir íbúar Flateyjar á Breiðafirði hafa óskað eftir því að stjórnsýsla eyjunnar verði færð frá Vestfjörðum yfir á Snæfellsnes. 24. ágúst 2015 20:28 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Íbúar Flateyjar vilja undir Stykkishólm Allir íbúar Flateyjar á Breiðafirði hafa óskað eftir því að stjórnsýsla eyjunnar verði færð frá Vestfjörðum yfir á Snæfellsnes. 24. ágúst 2015 20:28