Erlent

Lögreglan leitar skokkara sem hrinti konu fyrir strætisvagn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Maðurinn virðist hrinda konunni fyrir vagninn.
Maðurinn virðist hrinda konunni fyrir vagninn. Skjáskot
Breska lögreglan sendi frá sér í morgun myndband þar sem sjá má skokkandi mann rekast utan í konu með þeim afleiðingum að hún fellur næstum fyrir strætisvagn.

Atvikið átti sér stað síðastliðinn föstudag á Putney-brúnni í suðvesturhluta Lundúna. Konan telur að maðurinn hafi vísvitandi ætlaði að hrinda sér fyrir vagninn. Lögreglan segir konuna hafa fengið smávægilega áverka og að farþegar strætisvagnsins hafi komið henni til aðstoðar.

Þá er skokkarinn sagður hafa hlaupið aftur yfir brúna um 15 mínútum eftir að konan féll. Hún hafi reynt að ná sambandi við manninn sem virti hana ekki viðlits.

Snör viðbrögð björguðu mannslífi

Lögreglan lítur málið mjög alvarlegum augum og segir að konan hafi verið í mikil hættu. „Ef ekki hefði verið fyrir snör viðbrögð vagnstjórans hefði verið ekið á hana,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar vegna málsins.

Hún vill endilega ná tali af manninum sem er lýst sem hvítum manni á fertugsaldri, með brún augu og stutt brúnt hár.

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×