Stjórnsýslufúsk hjá Reykjavíkurborg Kjartan Magnússon skrifar 9. ágúst 2017 06:00 Aðeins tveir umsækjendur sóttu um stöðu borgarlögmanns sem nýlega var auglýst. Taka þarf til skoðunar af hverju þetta embætti er ekki eftirsóknarverðara en raun ber vitni þar sem það er eitt hið mikilvægasta og best launaða innan borgarkerfisins. Í þessu sambandi þarf einnig að skoða hvernig staðið hefur verið að ráðningum stjórnenda hjá Reykjavíkurborg á undanförnum árum. Sagt er að einfaldur mælikvarði á það hvort stjórnsýsla sé í lagi hjá stjórnvaldi, hvort vandað sé til vinnubragða við ráðningar á vegum þess. Æðstu embættismenn borgarinnar eru ráðnir af borgarráði en borgarstjóri hefur mest að segja um ráðningarferlið og leggur tillögur fyrir borgarráð. Hefur ítrekað þurft að gera alvarlegar athugasemdir við ráðningarferli sem stýrt er af Degi B. Eggertssyni vegna óeðlilegra vinnubragða. Hefur hann hvað eftir annað leitast við að takmarka upplýsingagjöf til borgarráðsfulltrúa vegna slíkra ráðninga og þannig gert þeim ókleift að kynna sér málsgögn og ganga úr skugga um að mat sé lagt á umsækjendur með eðlilegum hætti. Dæmi um þetta er ráðning borgarritara í desember sl. en þá var ráðið í stöðuna á fundi borgarráðs þótt málið væri ekki á útsendri dagskrá. Sautján manns sóttu um stöðuna en borgarráðsmenn fengu engin gögn um málið fyrir fundinn. Á miðjum fundi afhenti borgarstjóri fulltrúum minnihlutans þá tillögu sína að náinn samstarfsmaður hans yrði ráðinn í stöðuna með þeim skilaboðum að tillagan yrði afgreidd í lok fundar. Tillagan var fimm blaðsíður að lengd og augljóst að ómögulegt væri fyrir borgarráðsmenn að kynna sér efni hennar ásamt fylgigögnum (umsóknum og matsblöðum) samhliða öðrum fundarstörfum. Ekki var orðið við ósk fulltrúa minnihlutans um frestun málsins til næsta fundar til að þeir gætu fullnægt lögboðnum skilyrðum um að kynna sér gögn máls áður en ákvörðun er tekin. Einnig má nefna nýlegar ráðningar í stöður sviðsstjóra þar sem óeðlileg vinnubrögð voru viðhöfð. Með slíkum vinnubrögðum hafa fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans skaðað stjórnsýslu borgarinnar og dregið úr þeim kröfum sem eðlilegt er að séu viðhafðar við ráðningar æðstu stjórnenda á vegum hennar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Aðeins tveir umsækjendur sóttu um stöðu borgarlögmanns sem nýlega var auglýst. Taka þarf til skoðunar af hverju þetta embætti er ekki eftirsóknarverðara en raun ber vitni þar sem það er eitt hið mikilvægasta og best launaða innan borgarkerfisins. Í þessu sambandi þarf einnig að skoða hvernig staðið hefur verið að ráðningum stjórnenda hjá Reykjavíkurborg á undanförnum árum. Sagt er að einfaldur mælikvarði á það hvort stjórnsýsla sé í lagi hjá stjórnvaldi, hvort vandað sé til vinnubragða við ráðningar á vegum þess. Æðstu embættismenn borgarinnar eru ráðnir af borgarráði en borgarstjóri hefur mest að segja um ráðningarferlið og leggur tillögur fyrir borgarráð. Hefur ítrekað þurft að gera alvarlegar athugasemdir við ráðningarferli sem stýrt er af Degi B. Eggertssyni vegna óeðlilegra vinnubragða. Hefur hann hvað eftir annað leitast við að takmarka upplýsingagjöf til borgarráðsfulltrúa vegna slíkra ráðninga og þannig gert þeim ókleift að kynna sér málsgögn og ganga úr skugga um að mat sé lagt á umsækjendur með eðlilegum hætti. Dæmi um þetta er ráðning borgarritara í desember sl. en þá var ráðið í stöðuna á fundi borgarráðs þótt málið væri ekki á útsendri dagskrá. Sautján manns sóttu um stöðuna en borgarráðsmenn fengu engin gögn um málið fyrir fundinn. Á miðjum fundi afhenti borgarstjóri fulltrúum minnihlutans þá tillögu sína að náinn samstarfsmaður hans yrði ráðinn í stöðuna með þeim skilaboðum að tillagan yrði afgreidd í lok fundar. Tillagan var fimm blaðsíður að lengd og augljóst að ómögulegt væri fyrir borgarráðsmenn að kynna sér efni hennar ásamt fylgigögnum (umsóknum og matsblöðum) samhliða öðrum fundarstörfum. Ekki var orðið við ósk fulltrúa minnihlutans um frestun málsins til næsta fundar til að þeir gætu fullnægt lögboðnum skilyrðum um að kynna sér gögn máls áður en ákvörðun er tekin. Einnig má nefna nýlegar ráðningar í stöður sviðsstjóra þar sem óeðlileg vinnubrögð voru viðhöfð. Með slíkum vinnubrögðum hafa fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans skaðað stjórnsýslu borgarinnar og dregið úr þeim kröfum sem eðlilegt er að séu viðhafðar við ráðningar æðstu stjórnenda á vegum hennar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar