Stjórnsýslufúsk hjá Reykjavíkurborg Kjartan Magnússon skrifar 9. ágúst 2017 06:00 Aðeins tveir umsækjendur sóttu um stöðu borgarlögmanns sem nýlega var auglýst. Taka þarf til skoðunar af hverju þetta embætti er ekki eftirsóknarverðara en raun ber vitni þar sem það er eitt hið mikilvægasta og best launaða innan borgarkerfisins. Í þessu sambandi þarf einnig að skoða hvernig staðið hefur verið að ráðningum stjórnenda hjá Reykjavíkurborg á undanförnum árum. Sagt er að einfaldur mælikvarði á það hvort stjórnsýsla sé í lagi hjá stjórnvaldi, hvort vandað sé til vinnubragða við ráðningar á vegum þess. Æðstu embættismenn borgarinnar eru ráðnir af borgarráði en borgarstjóri hefur mest að segja um ráðningarferlið og leggur tillögur fyrir borgarráð. Hefur ítrekað þurft að gera alvarlegar athugasemdir við ráðningarferli sem stýrt er af Degi B. Eggertssyni vegna óeðlilegra vinnubragða. Hefur hann hvað eftir annað leitast við að takmarka upplýsingagjöf til borgarráðsfulltrúa vegna slíkra ráðninga og þannig gert þeim ókleift að kynna sér málsgögn og ganga úr skugga um að mat sé lagt á umsækjendur með eðlilegum hætti. Dæmi um þetta er ráðning borgarritara í desember sl. en þá var ráðið í stöðuna á fundi borgarráðs þótt málið væri ekki á útsendri dagskrá. Sautján manns sóttu um stöðuna en borgarráðsmenn fengu engin gögn um málið fyrir fundinn. Á miðjum fundi afhenti borgarstjóri fulltrúum minnihlutans þá tillögu sína að náinn samstarfsmaður hans yrði ráðinn í stöðuna með þeim skilaboðum að tillagan yrði afgreidd í lok fundar. Tillagan var fimm blaðsíður að lengd og augljóst að ómögulegt væri fyrir borgarráðsmenn að kynna sér efni hennar ásamt fylgigögnum (umsóknum og matsblöðum) samhliða öðrum fundarstörfum. Ekki var orðið við ósk fulltrúa minnihlutans um frestun málsins til næsta fundar til að þeir gætu fullnægt lögboðnum skilyrðum um að kynna sér gögn máls áður en ákvörðun er tekin. Einnig má nefna nýlegar ráðningar í stöður sviðsstjóra þar sem óeðlileg vinnubrögð voru viðhöfð. Með slíkum vinnubrögðum hafa fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans skaðað stjórnsýslu borgarinnar og dregið úr þeim kröfum sem eðlilegt er að séu viðhafðar við ráðningar æðstu stjórnenda á vegum hennar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Aðeins tveir umsækjendur sóttu um stöðu borgarlögmanns sem nýlega var auglýst. Taka þarf til skoðunar af hverju þetta embætti er ekki eftirsóknarverðara en raun ber vitni þar sem það er eitt hið mikilvægasta og best launaða innan borgarkerfisins. Í þessu sambandi þarf einnig að skoða hvernig staðið hefur verið að ráðningum stjórnenda hjá Reykjavíkurborg á undanförnum árum. Sagt er að einfaldur mælikvarði á það hvort stjórnsýsla sé í lagi hjá stjórnvaldi, hvort vandað sé til vinnubragða við ráðningar á vegum þess. Æðstu embættismenn borgarinnar eru ráðnir af borgarráði en borgarstjóri hefur mest að segja um ráðningarferlið og leggur tillögur fyrir borgarráð. Hefur ítrekað þurft að gera alvarlegar athugasemdir við ráðningarferli sem stýrt er af Degi B. Eggertssyni vegna óeðlilegra vinnubragða. Hefur hann hvað eftir annað leitast við að takmarka upplýsingagjöf til borgarráðsfulltrúa vegna slíkra ráðninga og þannig gert þeim ókleift að kynna sér málsgögn og ganga úr skugga um að mat sé lagt á umsækjendur með eðlilegum hætti. Dæmi um þetta er ráðning borgarritara í desember sl. en þá var ráðið í stöðuna á fundi borgarráðs þótt málið væri ekki á útsendri dagskrá. Sautján manns sóttu um stöðuna en borgarráðsmenn fengu engin gögn um málið fyrir fundinn. Á miðjum fundi afhenti borgarstjóri fulltrúum minnihlutans þá tillögu sína að náinn samstarfsmaður hans yrði ráðinn í stöðuna með þeim skilaboðum að tillagan yrði afgreidd í lok fundar. Tillagan var fimm blaðsíður að lengd og augljóst að ómögulegt væri fyrir borgarráðsmenn að kynna sér efni hennar ásamt fylgigögnum (umsóknum og matsblöðum) samhliða öðrum fundarstörfum. Ekki var orðið við ósk fulltrúa minnihlutans um frestun málsins til næsta fundar til að þeir gætu fullnægt lögboðnum skilyrðum um að kynna sér gögn máls áður en ákvörðun er tekin. Einnig má nefna nýlegar ráðningar í stöður sviðsstjóra þar sem óeðlileg vinnubrögð voru viðhöfð. Með slíkum vinnubrögðum hafa fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans skaðað stjórnsýslu borgarinnar og dregið úr þeim kröfum sem eðlilegt er að séu viðhafðar við ráðningar æðstu stjórnenda á vegum hennar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar