Tómas hélt að þetta yrði hans síðasta | Myndband Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 07:14 Tómas Þórhallur var handviss um að hann myndi drukkna. Skjáskot Svaðilför áhættuleikarans Tómasar Þórhalls Guðmundssonar niður Wenatchee-ána í Washingtonfylki í Bandaríkjunum hefur ratað í heimsfréttirnar - og það ekki að ástæðulausu. Myndband sem Tómas fangaði á GoPro-myndavél sem hann hafði á hausnum, og sjá má hér að neðan, sýnir hvernig hann þurfti að berjast fyrir hverjum andardrætti eftir að hafa velt bátnum sínum í flúðum árinnar. Í rúmar þrjár mínútur má heyra hvernig hinn skelkaði Tómas fer undir hverja ölduna á fætur annarri og gerir hvað hann getur til að halda sér á floti. Blessunarlega, segir Tómas í samtali við Daily Mail, hafði leiðbeinandi hans bent honum á að leggjast á bakið með lappirnar fram færi svo að hann myndi detta í ána. Tómas lýsir því að ekki einungis hafi hann fallið útbyrðis heldur hafi hann einnig rekist á heljarinnar grjóthnullung er hann flaut í ánni og við það hafi hann misst andann. Að lokum hafi félagar hans þó náð að bjarga honum upp í annan bát. Tómas segist hafa verið úrvinda eftir átökin, sem áttu sér stað þann 21. júní síðastliðinn, en að hann hafi reynt að vera rólegur og fylgja leiðbeiningunum. „Ég varð fyrir hverri öldunni á fætur annarri og ég náði varla andanum - þá hélt ég að ég myndi drukkna,“ segir Tómas. „Þetta er ógnvekjandi tilfinning sem ég hef ekki upplifað mörgum sinnum og ég vona að ég þurfi aldrei að gera það aftur,“ segir Tómas og bætir við að vera þakklátur fyrir að hafa fangað þetta allt á myndband - sem sjá má hér að neðan. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Svaðilför áhættuleikarans Tómasar Þórhalls Guðmundssonar niður Wenatchee-ána í Washingtonfylki í Bandaríkjunum hefur ratað í heimsfréttirnar - og það ekki að ástæðulausu. Myndband sem Tómas fangaði á GoPro-myndavél sem hann hafði á hausnum, og sjá má hér að neðan, sýnir hvernig hann þurfti að berjast fyrir hverjum andardrætti eftir að hafa velt bátnum sínum í flúðum árinnar. Í rúmar þrjár mínútur má heyra hvernig hinn skelkaði Tómas fer undir hverja ölduna á fætur annarri og gerir hvað hann getur til að halda sér á floti. Blessunarlega, segir Tómas í samtali við Daily Mail, hafði leiðbeinandi hans bent honum á að leggjast á bakið með lappirnar fram færi svo að hann myndi detta í ána. Tómas lýsir því að ekki einungis hafi hann fallið útbyrðis heldur hafi hann einnig rekist á heljarinnar grjóthnullung er hann flaut í ánni og við það hafi hann misst andann. Að lokum hafi félagar hans þó náð að bjarga honum upp í annan bát. Tómas segist hafa verið úrvinda eftir átökin, sem áttu sér stað þann 21. júní síðastliðinn, en að hann hafi reynt að vera rólegur og fylgja leiðbeiningunum. „Ég varð fyrir hverri öldunni á fætur annarri og ég náði varla andanum - þá hélt ég að ég myndi drukkna,“ segir Tómas. „Þetta er ógnvekjandi tilfinning sem ég hef ekki upplifað mörgum sinnum og ég vona að ég þurfi aldrei að gera það aftur,“ segir Tómas og bætir við að vera þakklátur fyrir að hafa fangað þetta allt á myndband - sem sjá má hér að neðan.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira