Erlent

Konur tilnefndar sem varaforsetar Írans

Kjartan Kjartansson skrifar
Massoumeh Ebtekar var varaforseti í síðustu ríkisstjórn Rouhani.
Massoumeh Ebtekar var varaforseti í síðustu ríkisstjórn Rouhani. Vísir/AFP
Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur brugðist við gagnrýni á kynjahalla í ríkisstjórn hans með því að tilnefna tvær konur í embætti varaforseta og þá þriðju sem aðstoðarmann í málefnum borgararéttinda.

Tólf varaforsetar heyra undir forseta Írans en þeir stjórna stofnunum sem tengjast embættinu. Aðeins ein kona hefur gegnt ráðherraembætti í írönsku ríkisstjórninni frá íslömsku byltingunni þar árið 1979, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Masumeh Ebtekar hefur verið tilnefnd varaforseti fjölskyldu- og kvennamála, Laya Joneydi lagalegra málefna og Shahindokht Mowlaverdi verður aðstoðarmaður forsetans um borgararéttindi.

Mowlaverdi og Ebtekar voru einnig varaforsetar í síðustu ríkisstjórn Rouhani.

Umbótasinnar í Íran töldu Rouhani upphaflega halla sér að harðlínuöflum þegar hann tilnefndi aðeins karlmenn í embætti í kringum sig.

Íranska þingið á enn eftir að samþykkja skipan varaforsetanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×