Jon Jones með magnaða endurkomu Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. júlí 2017 07:06 Vísir/Getty UFC 214 fór fram í nótt þar sem erkifjendurnir Jon Jones og Daniel Cormier mættust í aðalbardaga kvöldsins. Jon Jones átti frábæra frammistöðu þegar hann sigraði Cormier og endurheimti beltið. Eftir 15 mánaða fjarveru frá búrinu mætti Jon Jones tilbúinn til leiks. Jones var ekkert ryðgaður eins og Cormier hafði eflaust reiknað með. Bardaginn var jafn og spennandi og höfðu báðir unnið sitt hvora lotuna þegar í þriðju lotuna var komið. Þegar þriðja lota var um það bil hálfnuð náði Jones hásparki sem smellhitti í höfuð Cormier. Cormier bakkaði og var vankaður en Jones sparkaði Cormier niður og kláraði hann með höggum í gólfinu. Þetta var frábær frammistaða hjá Jones og endurheimti hann titilinn sem hann var sviptur í apríl 2015. Slæm hegðun Jon Jones kostaði hann titilinn á sínum tíma en í nótt virtist það vera gleymt og grafið. Frammistaðan gegn Cormier minnti aðdáendur á hvers vegna hann er talinn vera einn besti bardagamaður allra tíma.Tyron Woodley varði veltivigtartitil sinn þegar hann sigraði Demian Maia eftir dómaraákvörðun. Maia reyndi 24 fellur á Woodley en meistarinn varðist þeim öllum. Áhorfendur í Honda Center höllinni í Anaheim bauluðu á þá Woodley og Maia en bardaginn þótti ekki skemmtilegur.Cris ‘Cyborg’ Justino sigraði Tonya Evinger sannfærandi og er hún nú fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC. Cyborg var ekki í miklum vandræðum með Evinger og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Evinger sýndi mikla hörku og stóð þung högg Cyborg af sér lengi vel. Hún ógnaði þó Cyborg lítið sem ekkert en Cyborg kláraði hana með höggum í 3. lotu. Þó bardagi Woodley og Maia hafi ekki verið sá besti var bardagakvöldið frábær skemmtun og stóð undir væntingum. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Svarnir óvinir mætast loksins í nótt Í nótt fer stærsti bardagi ársins í MMA heiminum fram þegar þeir Jon Jones og Daniel Cormier mætast. Gríðarlega margt er undir hjá báðum bardagaköppum og meira en bara titill. 29. júlí 2017 22:45 Búrið: Notaði handklæðið til að svindla á vigtinni Daniel Cormier beitti brögðum til að ná þyngd fyrir síðasta bardaga sinn. 27. júlí 2017 16:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Fleiri fréttir „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
UFC 214 fór fram í nótt þar sem erkifjendurnir Jon Jones og Daniel Cormier mættust í aðalbardaga kvöldsins. Jon Jones átti frábæra frammistöðu þegar hann sigraði Cormier og endurheimti beltið. Eftir 15 mánaða fjarveru frá búrinu mætti Jon Jones tilbúinn til leiks. Jones var ekkert ryðgaður eins og Cormier hafði eflaust reiknað með. Bardaginn var jafn og spennandi og höfðu báðir unnið sitt hvora lotuna þegar í þriðju lotuna var komið. Þegar þriðja lota var um það bil hálfnuð náði Jones hásparki sem smellhitti í höfuð Cormier. Cormier bakkaði og var vankaður en Jones sparkaði Cormier niður og kláraði hann með höggum í gólfinu. Þetta var frábær frammistaða hjá Jones og endurheimti hann titilinn sem hann var sviptur í apríl 2015. Slæm hegðun Jon Jones kostaði hann titilinn á sínum tíma en í nótt virtist það vera gleymt og grafið. Frammistaðan gegn Cormier minnti aðdáendur á hvers vegna hann er talinn vera einn besti bardagamaður allra tíma.Tyron Woodley varði veltivigtartitil sinn þegar hann sigraði Demian Maia eftir dómaraákvörðun. Maia reyndi 24 fellur á Woodley en meistarinn varðist þeim öllum. Áhorfendur í Honda Center höllinni í Anaheim bauluðu á þá Woodley og Maia en bardaginn þótti ekki skemmtilegur.Cris ‘Cyborg’ Justino sigraði Tonya Evinger sannfærandi og er hún nú fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC. Cyborg var ekki í miklum vandræðum með Evinger og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Evinger sýndi mikla hörku og stóð þung högg Cyborg af sér lengi vel. Hún ógnaði þó Cyborg lítið sem ekkert en Cyborg kláraði hana með höggum í 3. lotu. Þó bardagi Woodley og Maia hafi ekki verið sá besti var bardagakvöldið frábær skemmtun og stóð undir væntingum. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Svarnir óvinir mætast loksins í nótt Í nótt fer stærsti bardagi ársins í MMA heiminum fram þegar þeir Jon Jones og Daniel Cormier mætast. Gríðarlega margt er undir hjá báðum bardagaköppum og meira en bara titill. 29. júlí 2017 22:45 Búrið: Notaði handklæðið til að svindla á vigtinni Daniel Cormier beitti brögðum til að ná þyngd fyrir síðasta bardaga sinn. 27. júlí 2017 16:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Fleiri fréttir „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Svarnir óvinir mætast loksins í nótt Í nótt fer stærsti bardagi ársins í MMA heiminum fram þegar þeir Jon Jones og Daniel Cormier mætast. Gríðarlega margt er undir hjá báðum bardagaköppum og meira en bara titill. 29. júlí 2017 22:45
Búrið: Notaði handklæðið til að svindla á vigtinni Daniel Cormier beitti brögðum til að ná þyngd fyrir síðasta bardaga sinn. 27. júlí 2017 16:00