Eru öryggismál leyndarmál? Þorgeir R Valsson skrifar 25. júlí 2017 22:38 Í ljósi umræðu um vinnuslys á Íslandi langar mig aðeins til að halda áfram umfjöllun um slys og hvernig og hvort hægt er að koma í veg fyrir þau? Enda finnst mér alltof lítið um forvarnir á opinberum grundvelli, um varnir gegn slysum er lítil umfjöllun nema þegar þau verða og þá er oftast talað um alvarlegustu slysin þar sem starfsmenn láta lífið. Við verðum að átta okkur á einu þó það snerti okkur ekki beint, er að bakvið hvert slys sem verður er að sá sem slasast, fjölskylda og samfélagið í heild verður fyrir gríðarlega miklu tjóni. Nú hvernig spyrja þá sumir?Fjölskylda, íslensk eða erlend: Við erum þessa dagana með gríðarlega mikið af farandverkamönnum sem koma hingað til að vinna, einfaldlega til að getað séð fjölskyldu sinni farborða. Og já það eru fjölskyldur og yfirleitt börn á bakvið þetta fólk sem treysta á að Pabbi eða Mamma, sonur, dóttir, systir eða bróðir komi heim fljótlega til fjölskyldunnar. Og það sama á við íslenskar fjölskyldur. Hverjum langar til að segja þessi orð: „hann/hún kemur aldrei heim aftur.“ Á bakvið hvert vinnuslys er líka fjölskylda.Samfélagið: Á Íslandi sem og annars staðar kosta vinnuslys samfélagið gríðarlega fjármuni læknis og tryggingakostnaður sem og annar kostnaður sem myndast við slysin. Þjálfun, fræðsla og góð eftirfylgni er eitt af meginatriðum góðs öryggisstarfs á vinnustöðum, að veita starfsmönnum allar upplýsingar um áhættur og verkið, brýna vel fyrir þeim hvernig þeir eiga að verja sig og einnig er mikilvægt að segja þeim að þeir eru líka ábyrgir fyrir eigin öryggi og stjórnendur verða að sýna virðingu fyrir þeirra hugmyndum og áhyggjum. Höfum hátt er umræða sem er í þjóðfélaginu í dag, og hvers vegna eiga öryggismál ekki erindi inn í slíka umræðu enda eru þolendur, fjölskyldur og börn þeirra á endanum þau sem mest þurfa að þjást. Alltof lítið er rætt um forvarnir í öryggismálum á Íslandi en samt sem áður á sú umræða fullt erindi inn í umræður dagsins. Eru öryggismál leyndarmál?Þorgeir R Valsson, öryggisfulltrúi Ístaks Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Öryggismál vinnustaða á Íslandi Í kjölfar frétta um tvö banaslys á vinnustöðum á Íslandi í sömu vikunni get ég ekki orða bundist varðandi öryggismál á vinnustöðum. 23. júlí 2017 11:27 Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi umræðu um vinnuslys á Íslandi langar mig aðeins til að halda áfram umfjöllun um slys og hvernig og hvort hægt er að koma í veg fyrir þau? Enda finnst mér alltof lítið um forvarnir á opinberum grundvelli, um varnir gegn slysum er lítil umfjöllun nema þegar þau verða og þá er oftast talað um alvarlegustu slysin þar sem starfsmenn láta lífið. Við verðum að átta okkur á einu þó það snerti okkur ekki beint, er að bakvið hvert slys sem verður er að sá sem slasast, fjölskylda og samfélagið í heild verður fyrir gríðarlega miklu tjóni. Nú hvernig spyrja þá sumir?Fjölskylda, íslensk eða erlend: Við erum þessa dagana með gríðarlega mikið af farandverkamönnum sem koma hingað til að vinna, einfaldlega til að getað séð fjölskyldu sinni farborða. Og já það eru fjölskyldur og yfirleitt börn á bakvið þetta fólk sem treysta á að Pabbi eða Mamma, sonur, dóttir, systir eða bróðir komi heim fljótlega til fjölskyldunnar. Og það sama á við íslenskar fjölskyldur. Hverjum langar til að segja þessi orð: „hann/hún kemur aldrei heim aftur.“ Á bakvið hvert vinnuslys er líka fjölskylda.Samfélagið: Á Íslandi sem og annars staðar kosta vinnuslys samfélagið gríðarlega fjármuni læknis og tryggingakostnaður sem og annar kostnaður sem myndast við slysin. Þjálfun, fræðsla og góð eftirfylgni er eitt af meginatriðum góðs öryggisstarfs á vinnustöðum, að veita starfsmönnum allar upplýsingar um áhættur og verkið, brýna vel fyrir þeim hvernig þeir eiga að verja sig og einnig er mikilvægt að segja þeim að þeir eru líka ábyrgir fyrir eigin öryggi og stjórnendur verða að sýna virðingu fyrir þeirra hugmyndum og áhyggjum. Höfum hátt er umræða sem er í þjóðfélaginu í dag, og hvers vegna eiga öryggismál ekki erindi inn í slíka umræðu enda eru þolendur, fjölskyldur og börn þeirra á endanum þau sem mest þurfa að þjást. Alltof lítið er rætt um forvarnir í öryggismálum á Íslandi en samt sem áður á sú umræða fullt erindi inn í umræður dagsins. Eru öryggismál leyndarmál?Þorgeir R Valsson, öryggisfulltrúi Ístaks
Öryggismál vinnustaða á Íslandi Í kjölfar frétta um tvö banaslys á vinnustöðum á Íslandi í sömu vikunni get ég ekki orða bundist varðandi öryggismál á vinnustöðum. 23. júlí 2017 11:27
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun