Öryggismál vinnustaða á Íslandi Þorgeir R. Valsson skrifar 23. júlí 2017 11:27 Í kjölfar frétta um tvö banaslys á vinnustöðum á Íslandi í sömu vikunni get ég ekki orða bundist varðandi öryggismál á vinnustöðum. Sem öryggisfulltrúi í yfir 10 ár og nokkur önnur ár þar áður sem slökkviliðs og sjúkraflutningamaður hef ég séð bæði slæma og góða öryggismenningu á vinnustöðum á Íslandi, fyrst er ég var sjúkraflutningamaður við byggingu Kárahnjúkarvirkjunar þar sem því miður var virðing fyrir starfsfólki, mannslífum og slysum algerlega óviðunandi. Nánast engin þjálfun eða fræðsla ríkjandi tungumálaörðuleikar til staðar og eftirlit lélegt þó sumir sem áttu að gegna eftirlitshlutverki hafi gert sitt allra besta til að reyna að sporna við slysum þá var við erfiðan verktaka „Impregilo„ að etja sem virti manneskjuna að engu og þeirra stjórnendur sem áttu að gæta öryggis starfsmanna hafi ekki sinnt skyldu sinni, einnig að mínu mati voru Íslenskir eftirlitsaðilar svo fjársveltir eða áhugalausir um það sem gekk á uppá Kárahnjúkum að mér blöskraði oft á tíðum þeirra viðbrögð við tilkynningum. Sem betur fer bauðst mér vinna á Reyðarfirði sem öryggisfulltrúi og komst ég þar í kynni við alveg hinn pólinn á öryggismenningu miðað við Kárahnjúka, starfsmenn fengu alla þá þjálfun og fræðslu sem þurfti ásamt stöðugu og góðu eftirliti enda slys mjög fátíð á þeim vinnustað og öll eftirfylgni og skráning á þeim fáu atvikum sem þar urðu til mikillar fyrirmyndar. Og fyrir mitt leyti er það byrjun á öryggismenningu á Íslandi. Ég hef unnið að öryggismálum við stóriðju á Íslandi sem öryggisfulltrúi verktaka t.d. við álver og hafa öryggismál verið til mikillar fyrirmyndar, kröfur til verktaka mjög strangar sem hefur verið mjög góð reynsla og hef til dæmis tekið mikið af þeim lærdóm og reynslu inní mitt fyrirtæki. Öll stærri fyrirtæki á Íslandi hafa yfirleitt mjög góða öryggismenningu en mín reynsla er sú að smærri fyrirtæki hafa ekki sinnt þessari skyldu sinni að veita starfsmönnum þann aðbúnað og hollustuþætti sem þeim ber samkvæmt lögum og reglum á Íslandi. Þó öryggismál kosti stundum smá pening sem er þó ekki alltaf raunin þá er eins og fyrirtæki veigri sér við því að tryggja öryggi starfsmanna eins og þeim ber með því að skaffa þeim ekki þann öryggisbúnað þjálfun og fræðslu sem þeim ber vegna kostnaðar. Kostnaður vegna mannslífa verður aldrei metinn til fjár! Virkjum betur öryggismál á Íslandi.Þorgeir R. Valsson, öryggisfulltrúi hjá Ístak Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar frétta um tvö banaslys á vinnustöðum á Íslandi í sömu vikunni get ég ekki orða bundist varðandi öryggismál á vinnustöðum. Sem öryggisfulltrúi í yfir 10 ár og nokkur önnur ár þar áður sem slökkviliðs og sjúkraflutningamaður hef ég séð bæði slæma og góða öryggismenningu á vinnustöðum á Íslandi, fyrst er ég var sjúkraflutningamaður við byggingu Kárahnjúkarvirkjunar þar sem því miður var virðing fyrir starfsfólki, mannslífum og slysum algerlega óviðunandi. Nánast engin þjálfun eða fræðsla ríkjandi tungumálaörðuleikar til staðar og eftirlit lélegt þó sumir sem áttu að gegna eftirlitshlutverki hafi gert sitt allra besta til að reyna að sporna við slysum þá var við erfiðan verktaka „Impregilo„ að etja sem virti manneskjuna að engu og þeirra stjórnendur sem áttu að gæta öryggis starfsmanna hafi ekki sinnt skyldu sinni, einnig að mínu mati voru Íslenskir eftirlitsaðilar svo fjársveltir eða áhugalausir um það sem gekk á uppá Kárahnjúkum að mér blöskraði oft á tíðum þeirra viðbrögð við tilkynningum. Sem betur fer bauðst mér vinna á Reyðarfirði sem öryggisfulltrúi og komst ég þar í kynni við alveg hinn pólinn á öryggismenningu miðað við Kárahnjúka, starfsmenn fengu alla þá þjálfun og fræðslu sem þurfti ásamt stöðugu og góðu eftirliti enda slys mjög fátíð á þeim vinnustað og öll eftirfylgni og skráning á þeim fáu atvikum sem þar urðu til mikillar fyrirmyndar. Og fyrir mitt leyti er það byrjun á öryggismenningu á Íslandi. Ég hef unnið að öryggismálum við stóriðju á Íslandi sem öryggisfulltrúi verktaka t.d. við álver og hafa öryggismál verið til mikillar fyrirmyndar, kröfur til verktaka mjög strangar sem hefur verið mjög góð reynsla og hef til dæmis tekið mikið af þeim lærdóm og reynslu inní mitt fyrirtæki. Öll stærri fyrirtæki á Íslandi hafa yfirleitt mjög góða öryggismenningu en mín reynsla er sú að smærri fyrirtæki hafa ekki sinnt þessari skyldu sinni að veita starfsmönnum þann aðbúnað og hollustuþætti sem þeim ber samkvæmt lögum og reglum á Íslandi. Þó öryggismál kosti stundum smá pening sem er þó ekki alltaf raunin þá er eins og fyrirtæki veigri sér við því að tryggja öryggi starfsmanna eins og þeim ber með því að skaffa þeim ekki þann öryggisbúnað þjálfun og fræðslu sem þeim ber vegna kostnaðar. Kostnaður vegna mannslífa verður aldrei metinn til fjár! Virkjum betur öryggismál á Íslandi.Þorgeir R. Valsson, öryggisfulltrúi hjá Ístak
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun