Mannréttindabrot í boði okkar? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 Enn einu sinni horfum við upp á ranga ákvörðun yfirvalda þegar kemur að brottvísun fjölskyldu hælisleitenda. Oftast hefur ekki tekist að koma í veg fyrir slík brot á sjálfsögðum mannúðar- og sanngirnisviðmiðum. Við munum þó hvernig fór að lokum í málum albanskra fjölskyldna þar sem tókst að snúa fyrri ákvörðunum og leyfa fólki sem hér hafði fest rætur og glímdi við erfið vandamál að búa, starfa og þroskast við ágæt skilyrði. Biskup Íslands á skildar þakkir fyrir að vekja máls í Fbl. 26. júlí á stöðu afganskra feðgina (hún 11 ára) sem eiga brottvísun yfir höfði sér. Útlendingastofnun ætlar á komandi dögum líka að vísa nígerískri fjölskyldu úr landi. Í bréfi til mín frá kjósanda á Suðurlandi stendur: „Hafa hjónin verið á hrakhólum allt frá því að þau yfirgáfu heimalandið sitt í sitthvoru lagi fyrir níu árum. Þau hafa á lífsleið sinni mátt þola gríðarleg áföll, ofbeldi, fátækt og hótanir. Joy segir þar frá því þegar hún var seld í vændi við komuna til Evrópu, fyrir milligöngu samlanda sinna en hún hefur aldrei hlotið viðeigandi aðstoð vegna þessa. Þau hjónin komu til Ísland snemma árs árið 2016 og óskuðu eftir vernd. Joy er illa farin á sál og líkama vegna reynslu sinnar og hefur óvissan varðandi stöðu þeirra á Íslandi ekki góð áhrif á heilsu hennar. Allir þeir sem hafa kynnst hjónunum við nám og í starfi bera þeim góða sögu, en Sunday hefur unnið hjá sama byggingarfélagi síðan hann kom. Mary (8 ára) gengur í skóla í fyrsta sinn á ævinni. Henni líður vel hér og hefur náð góðum tökum á íslensku, hún hefur aldrei búið í Nígeríu. Í fyrsta sinn á ævinni upplifa þau öryggi og íslenska ríkið ætlar að svipta þau því.“ Þessi endurtekna og ómannúðlega meðferð fólks, jafnvel með ætluðum brotum á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er ólíðandi og okkur til skammar. Lögum, verkferlum og viðmiðum verður að breyta og helst láta um leið reyna á fyrir dómstólum hvort lög séu í raun brotin í skjóli annarra laga eða heimilda.Höfundur er þingmaður VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Beðið milli vonar og ótta Ég er gestur á jörðinni“ segir í 119. Davíðssálmi. "Við erum gestir og hótel okkar er jörðin“ segir Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson í ljóði sínu. 26. júlí 2017 07:00 Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Sjá meira
Enn einu sinni horfum við upp á ranga ákvörðun yfirvalda þegar kemur að brottvísun fjölskyldu hælisleitenda. Oftast hefur ekki tekist að koma í veg fyrir slík brot á sjálfsögðum mannúðar- og sanngirnisviðmiðum. Við munum þó hvernig fór að lokum í málum albanskra fjölskyldna þar sem tókst að snúa fyrri ákvörðunum og leyfa fólki sem hér hafði fest rætur og glímdi við erfið vandamál að búa, starfa og þroskast við ágæt skilyrði. Biskup Íslands á skildar þakkir fyrir að vekja máls í Fbl. 26. júlí á stöðu afganskra feðgina (hún 11 ára) sem eiga brottvísun yfir höfði sér. Útlendingastofnun ætlar á komandi dögum líka að vísa nígerískri fjölskyldu úr landi. Í bréfi til mín frá kjósanda á Suðurlandi stendur: „Hafa hjónin verið á hrakhólum allt frá því að þau yfirgáfu heimalandið sitt í sitthvoru lagi fyrir níu árum. Þau hafa á lífsleið sinni mátt þola gríðarleg áföll, ofbeldi, fátækt og hótanir. Joy segir þar frá því þegar hún var seld í vændi við komuna til Evrópu, fyrir milligöngu samlanda sinna en hún hefur aldrei hlotið viðeigandi aðstoð vegna þessa. Þau hjónin komu til Ísland snemma árs árið 2016 og óskuðu eftir vernd. Joy er illa farin á sál og líkama vegna reynslu sinnar og hefur óvissan varðandi stöðu þeirra á Íslandi ekki góð áhrif á heilsu hennar. Allir þeir sem hafa kynnst hjónunum við nám og í starfi bera þeim góða sögu, en Sunday hefur unnið hjá sama byggingarfélagi síðan hann kom. Mary (8 ára) gengur í skóla í fyrsta sinn á ævinni. Henni líður vel hér og hefur náð góðum tökum á íslensku, hún hefur aldrei búið í Nígeríu. Í fyrsta sinn á ævinni upplifa þau öryggi og íslenska ríkið ætlar að svipta þau því.“ Þessi endurtekna og ómannúðlega meðferð fólks, jafnvel með ætluðum brotum á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er ólíðandi og okkur til skammar. Lögum, verkferlum og viðmiðum verður að breyta og helst láta um leið reyna á fyrir dómstólum hvort lög séu í raun brotin í skjóli annarra laga eða heimilda.Höfundur er þingmaður VG í Suðurkjördæmi.
Beðið milli vonar og ótta Ég er gestur á jörðinni“ segir í 119. Davíðssálmi. "Við erum gestir og hótel okkar er jörðin“ segir Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson í ljóði sínu. 26. júlí 2017 07:00
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun