Beðið milli vonar og ótta Agnes M. Sigurðardóttir skrifar 26. júlí 2017 07:00 Ég er gestur á jörðinni“ segir í 119. Davíðssálmi. „Við erum gestir og hótel okkar er jörðin“ segir Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson í ljóði sínu. Önnur tilvitnunin er rituð fyrir Kristsburð, hin á síðustu öld. Önnur fyrir botni Miðjarðarhafs, hin á eyju norður í höfum. Báðar eru jafn sannar, þóttir gestirnir svokölluðu séu misheppnir með fæðingarstað. Margir fá ekki lifað í fæðingarlandi sínu vegna ófriðar, óréttlætis eða af öðrum ástæðum. Sumir þeirra hafa leitað til Íslands og beðið um leyfi til að lifa hér og starfa. Saga þeirra er jafnan átakanleg, þar sem fólk hefur flúið hræðilegar aðstæður og valið lífið fram yfir miklar hörmungar og hættur. Ein þeirra eru feðginin Abrahim Maleki og hin ellefu ára gamla dóttir hans Hanyie. Abrahim er Afgani en fjölskylda hans flúði til Írans, þar sem dóttir hans fæddist. Hún hefur aldrei búið í landi föður síns og á þar enga fjölskyldu. Móðirin yfirgaf þau fyrir tíu árum og barnið hefur engar minningar um hana. Hingað eru feðginin komin í þeirri von að fá alþjóðlega vernd, eftir að hafa verið á flótta um langt skeið. Líkt og aðrir feður vill Abrahim barni sínu aðeins það besta, hann vill að dóttir hans alist upp í friði og öryggi, fái að ganga menntaveginn og verða hamingjusöm í landi sem virðir mannréttindi. Þar sem mannúð og manngæska er innbyggð í þjóðarsálina. „Í hverju barni sé ég þína mynd“ segir í fallegum jólasálmi. Þessi orð eru í anda frelsarans sem sagði: „Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig.“ Ég bið þau sem eru í því vandasama hlutverki að taka ákvarðanir um framtíð þeirra sem hingað leita í neyð sinni, að leyfa Abrahim og Hanyie að eiga hér framtíðarheimili. Við erum öll gestir á hótel jörð. Það hlýtur að vera laust pláss á hótel Íslandi fyrir þau. Sýnum mannúð og tryggjum þeim örugga framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ég er gestur á jörðinni“ segir í 119. Davíðssálmi. „Við erum gestir og hótel okkar er jörðin“ segir Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson í ljóði sínu. Önnur tilvitnunin er rituð fyrir Kristsburð, hin á síðustu öld. Önnur fyrir botni Miðjarðarhafs, hin á eyju norður í höfum. Báðar eru jafn sannar, þóttir gestirnir svokölluðu séu misheppnir með fæðingarstað. Margir fá ekki lifað í fæðingarlandi sínu vegna ófriðar, óréttlætis eða af öðrum ástæðum. Sumir þeirra hafa leitað til Íslands og beðið um leyfi til að lifa hér og starfa. Saga þeirra er jafnan átakanleg, þar sem fólk hefur flúið hræðilegar aðstæður og valið lífið fram yfir miklar hörmungar og hættur. Ein þeirra eru feðginin Abrahim Maleki og hin ellefu ára gamla dóttir hans Hanyie. Abrahim er Afgani en fjölskylda hans flúði til Írans, þar sem dóttir hans fæddist. Hún hefur aldrei búið í landi föður síns og á þar enga fjölskyldu. Móðirin yfirgaf þau fyrir tíu árum og barnið hefur engar minningar um hana. Hingað eru feðginin komin í þeirri von að fá alþjóðlega vernd, eftir að hafa verið á flótta um langt skeið. Líkt og aðrir feður vill Abrahim barni sínu aðeins það besta, hann vill að dóttir hans alist upp í friði og öryggi, fái að ganga menntaveginn og verða hamingjusöm í landi sem virðir mannréttindi. Þar sem mannúð og manngæska er innbyggð í þjóðarsálina. „Í hverju barni sé ég þína mynd“ segir í fallegum jólasálmi. Þessi orð eru í anda frelsarans sem sagði: „Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig.“ Ég bið þau sem eru í því vandasama hlutverki að taka ákvarðanir um framtíð þeirra sem hingað leita í neyð sinni, að leyfa Abrahim og Hanyie að eiga hér framtíðarheimili. Við erum öll gestir á hótel jörð. Það hlýtur að vera laust pláss á hótel Íslandi fyrir þau. Sýnum mannúð og tryggjum þeim örugga framtíð.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar