Bill Simmons: Phil Jackson ætti bara að snúa sér að handboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2017 12:00 Phil Jackson vann sex NBA-titla með Michael Jordan. Vísir/Getty Phil Jackson hefur unnið fleiri NBA-titla sem þjálfari en nokkur annar í sögu deildarinnar, elleftu talsins. Hann má hinsvegar muna sinn fífil fegurri eftir skelfilega frammistöðu sína sem framkvæmdastjóri hjá New York Knicks. Bill Simmons er einn af frægustu spjallaþáttastjórnendum Bandaríkjanna þegar kemur að umfjöllun um íþróttir og hann er reglulega með The Bill Simmons Podcast á netinu. Simmons lætur sínar skoðanir flakka og hann hefur fundið framtíðarstarf fyrir fyrrum framkvæmdastjóra New York Knicks. Simmons er á því að Phil Jackson eigi bara að segja skilið við körfuboltann og snúa sér að því að reyna að koma bandaríska handboltalandsliðinu á hærri pall. Það gekk ekkert hjá honum að búa til alvöru lið í New York og liðið er nánast rústir einar eftir þriggja ára starf Jackson. Maðurinn sem gerði Chicago Bulls sex sinnum að meisturum og vann fimm NBA-titla með Los Angeles Lakers var augljóslega ekki rétti maðurinn í starfið í Madison Sqaure Garden. Hlustandi sendi Bill Simmons skilaboð þar sem hann lagði það til að Phil Jackson snúi sér núna að bandaríska landsliðinu í handbolta og reyna um leið að nýta sér kunnáttu sína á þríhyrningssókninni til að koma með hana inn í handboltann. Simmons tók heldur betur undir það. „Ef hann kemur upp með handboltann þá væri allt þetta New York Knicks vesen fyrirgefið,“ sagði Bill Simmons í léttum tón. Simmons talaði síðan í alvöru um það hversu margt væri líkt með handboltanum og körfuboltanum miðað við það sem hann sá af handbolta á Ólympíuleikunum í London 2012. Simmons segist vilja sjá körfuboltaleikmenn reyna fyrir sér í handbolta og skilur ekki af hverju Bandaríkin geti ekki fengið þá körfuboltamenn, sem eiga ekki möguleika á því að komast í NBA, til að reyna fyrir sér í handbolta. Það ætti allavega að vera nóg að góðum íþróttamönnum í landinu til að búa til gott handboltalið. Það má hlusta þetta með því að smella hér en umræðan um Phil Jackson og handboltann hefst eftir rúmar þrettán mínútur. Íslenski handboltinn Handbolti NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Phil Jackson hefur unnið fleiri NBA-titla sem þjálfari en nokkur annar í sögu deildarinnar, elleftu talsins. Hann má hinsvegar muna sinn fífil fegurri eftir skelfilega frammistöðu sína sem framkvæmdastjóri hjá New York Knicks. Bill Simmons er einn af frægustu spjallaþáttastjórnendum Bandaríkjanna þegar kemur að umfjöllun um íþróttir og hann er reglulega með The Bill Simmons Podcast á netinu. Simmons lætur sínar skoðanir flakka og hann hefur fundið framtíðarstarf fyrir fyrrum framkvæmdastjóra New York Knicks. Simmons er á því að Phil Jackson eigi bara að segja skilið við körfuboltann og snúa sér að því að reyna að koma bandaríska handboltalandsliðinu á hærri pall. Það gekk ekkert hjá honum að búa til alvöru lið í New York og liðið er nánast rústir einar eftir þriggja ára starf Jackson. Maðurinn sem gerði Chicago Bulls sex sinnum að meisturum og vann fimm NBA-titla með Los Angeles Lakers var augljóslega ekki rétti maðurinn í starfið í Madison Sqaure Garden. Hlustandi sendi Bill Simmons skilaboð þar sem hann lagði það til að Phil Jackson snúi sér núna að bandaríska landsliðinu í handbolta og reyna um leið að nýta sér kunnáttu sína á þríhyrningssókninni til að koma með hana inn í handboltann. Simmons tók heldur betur undir það. „Ef hann kemur upp með handboltann þá væri allt þetta New York Knicks vesen fyrirgefið,“ sagði Bill Simmons í léttum tón. Simmons talaði síðan í alvöru um það hversu margt væri líkt með handboltanum og körfuboltanum miðað við það sem hann sá af handbolta á Ólympíuleikunum í London 2012. Simmons segist vilja sjá körfuboltaleikmenn reyna fyrir sér í handbolta og skilur ekki af hverju Bandaríkin geti ekki fengið þá körfuboltamenn, sem eiga ekki möguleika á því að komast í NBA, til að reyna fyrir sér í handbolta. Það ætti allavega að vera nóg að góðum íþróttamönnum í landinu til að búa til gott handboltalið. Það má hlusta þetta með því að smella hér en umræðan um Phil Jackson og handboltann hefst eftir rúmar þrettán mínútur.
Íslenski handboltinn Handbolti NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira