Bill Simmons: Phil Jackson ætti bara að snúa sér að handboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2017 12:00 Phil Jackson vann sex NBA-titla með Michael Jordan. Vísir/Getty Phil Jackson hefur unnið fleiri NBA-titla sem þjálfari en nokkur annar í sögu deildarinnar, elleftu talsins. Hann má hinsvegar muna sinn fífil fegurri eftir skelfilega frammistöðu sína sem framkvæmdastjóri hjá New York Knicks. Bill Simmons er einn af frægustu spjallaþáttastjórnendum Bandaríkjanna þegar kemur að umfjöllun um íþróttir og hann er reglulega með The Bill Simmons Podcast á netinu. Simmons lætur sínar skoðanir flakka og hann hefur fundið framtíðarstarf fyrir fyrrum framkvæmdastjóra New York Knicks. Simmons er á því að Phil Jackson eigi bara að segja skilið við körfuboltann og snúa sér að því að reyna að koma bandaríska handboltalandsliðinu á hærri pall. Það gekk ekkert hjá honum að búa til alvöru lið í New York og liðið er nánast rústir einar eftir þriggja ára starf Jackson. Maðurinn sem gerði Chicago Bulls sex sinnum að meisturum og vann fimm NBA-titla með Los Angeles Lakers var augljóslega ekki rétti maðurinn í starfið í Madison Sqaure Garden. Hlustandi sendi Bill Simmons skilaboð þar sem hann lagði það til að Phil Jackson snúi sér núna að bandaríska landsliðinu í handbolta og reyna um leið að nýta sér kunnáttu sína á þríhyrningssókninni til að koma með hana inn í handboltann. Simmons tók heldur betur undir það. „Ef hann kemur upp með handboltann þá væri allt þetta New York Knicks vesen fyrirgefið,“ sagði Bill Simmons í léttum tón. Simmons talaði síðan í alvöru um það hversu margt væri líkt með handboltanum og körfuboltanum miðað við það sem hann sá af handbolta á Ólympíuleikunum í London 2012. Simmons segist vilja sjá körfuboltaleikmenn reyna fyrir sér í handbolta og skilur ekki af hverju Bandaríkin geti ekki fengið þá körfuboltamenn, sem eiga ekki möguleika á því að komast í NBA, til að reyna fyrir sér í handbolta. Það ætti allavega að vera nóg að góðum íþróttamönnum í landinu til að búa til gott handboltalið. Það má hlusta þetta með því að smella hér en umræðan um Phil Jackson og handboltann hefst eftir rúmar þrettán mínútur. Íslenski handboltinn Handbolti NBA Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Sjá meira
Phil Jackson hefur unnið fleiri NBA-titla sem þjálfari en nokkur annar í sögu deildarinnar, elleftu talsins. Hann má hinsvegar muna sinn fífil fegurri eftir skelfilega frammistöðu sína sem framkvæmdastjóri hjá New York Knicks. Bill Simmons er einn af frægustu spjallaþáttastjórnendum Bandaríkjanna þegar kemur að umfjöllun um íþróttir og hann er reglulega með The Bill Simmons Podcast á netinu. Simmons lætur sínar skoðanir flakka og hann hefur fundið framtíðarstarf fyrir fyrrum framkvæmdastjóra New York Knicks. Simmons er á því að Phil Jackson eigi bara að segja skilið við körfuboltann og snúa sér að því að reyna að koma bandaríska handboltalandsliðinu á hærri pall. Það gekk ekkert hjá honum að búa til alvöru lið í New York og liðið er nánast rústir einar eftir þriggja ára starf Jackson. Maðurinn sem gerði Chicago Bulls sex sinnum að meisturum og vann fimm NBA-titla með Los Angeles Lakers var augljóslega ekki rétti maðurinn í starfið í Madison Sqaure Garden. Hlustandi sendi Bill Simmons skilaboð þar sem hann lagði það til að Phil Jackson snúi sér núna að bandaríska landsliðinu í handbolta og reyna um leið að nýta sér kunnáttu sína á þríhyrningssókninni til að koma með hana inn í handboltann. Simmons tók heldur betur undir það. „Ef hann kemur upp með handboltann þá væri allt þetta New York Knicks vesen fyrirgefið,“ sagði Bill Simmons í léttum tón. Simmons talaði síðan í alvöru um það hversu margt væri líkt með handboltanum og körfuboltanum miðað við það sem hann sá af handbolta á Ólympíuleikunum í London 2012. Simmons segist vilja sjá körfuboltaleikmenn reyna fyrir sér í handbolta og skilur ekki af hverju Bandaríkin geti ekki fengið þá körfuboltamenn, sem eiga ekki möguleika á því að komast í NBA, til að reyna fyrir sér í handbolta. Það ætti allavega að vera nóg að góðum íþróttamönnum í landinu til að búa til gott handboltalið. Það má hlusta þetta með því að smella hér en umræðan um Phil Jackson og handboltann hefst eftir rúmar þrettán mínútur.
Íslenski handboltinn Handbolti NBA Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Sjá meira