Erlent

Hægt að verða eyjajarl fyrir 600 milljónir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Skoska eyjan Ulva var síðast til sölu fyrir 70 árum. NordicPhotos/AFP
Skoska eyjan Ulva var síðast til sölu fyrir 70 árum. NordicPhotos/AFP
Skoska eyjan Ulva við vesturströnd landsins er til sölu í fyrsta sinn í sjötíu ár. Business Insider greinir frá því að hægt sé að eignast eyjuna fyrir 4,25 milljónir punda, jafnvirði 590 milljóna íslenskra króna.

Eyjan er önnur sú stærsta í Innri-Suðureyjaklasanum og er 20 ferkílómetrar að flatarmáli. Eyjan er mjög afskekkt en á henni eru ekki malbikaðir vegir, engar krár eða verslanir. Eina leiðin til að komast þangað er með ferju.

Á Ulva er sjö svefnherbergja hús sem ber nafnið Ulva House. Húsið var reist árið 1950 og er glæsilega innréttað. Breski barnabókahöfundurinn Beatrix Potter gisti þar oft og tileinkaði tvær bækur eiganda eyjunnar.

Á eyjunni sem er skógi vaxin er einnig að finna kirkju og veitingastað auk átta annarra íbúðarhúsa. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×