Ef dyrnar hjá UFC eru opnar fer ég glöð yfir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2017 06:00 Sunna hefur unnið alla þrjá bardaga sína sem atvinnumaður. MYND/MJÖLNIR.IS/SÓLLILJA BALTASARSDÓTTIR Sunna Rannveig Davíðsdóttir heldur áfram að klífa metorðastigann í blönduðum bardagalistum. Á laugardaginn mætti Sunna Kelly D'Angelo í sínum þriðja bardaga fyrir Invicta-bardagasambandið. Og úrslitin á laugardaginn voru þau sömu og í fyrstu tveimur bardögunum. Sunna sigraði eftir dómaraákvörðun en allir þrír dómararnir dæmdu henni sigur. „Ég er rosalega ánægð. Ég gerði margt betur, en það er sumt sem ég þarf að laga. Ég þarf að vinna í því að bæta mig,“ sagði Sunna í samtali við Fréttablaðið í gær. D'Angelo er enginn aukvisi en fyrir bardagann á laugardaginn var hún ósigruð í MMA og hnefaleikum. En hún réði ekki við Sunnu sem sýndi afar góða frammistöðu og réði ferðinni í bardaganum. „Stelpan sem ég keppti á móti síðast var eiginlega harðari af sér,“ sagði Sunna og vísaði til Mallory Martin sem hún bar sigurorð af í mars. „En þessi var mjög sterk og gaf ekkert upp. Hún er með góðar hendur og góð standandi. Mér fannst ég eiga fullt erindi í hana í gólfinu en hún stóð alveg uppi í hárinu á mér standandi,“ bætti Sunna við. Eins og áður sagði var bardaginn á laugardaginn sá þriðji á atvinnumannaferli Sunnu. En var frammistaðan gegn D'Angelo sú besta af þessum þremur? „Það var margt sem ég bætti við mína frammistöðu en það er líka margt sem ég get lagað. Ég er rosalega dómhörð á sjálfa mig. Ég tel að ég sé búin að bæta mig síðan síðast en það eru enn hlutir sem mig langar til að bæta,“ sagði Sunna sem líður alltaf betur og betur í sviðsljósinu. „Þetta var svo spennandi þegar maður var að berjast fyrst á þessu stóra sviði. Ég er aðeins búin að aðlagast spennustiginu sem fylgir því að vera á þessu stóra sviði; venjast öllum áhorfendunum, myndavélunum, það eru allir að horfa á heima og allir að fylgjast með. Það er smá spenna og pressa sem fylgir því en ég hef aðlagast því mjög vel,“ sagði Sunna. „Þetta er allt á réttri leið. Ég lagði rosalega hart að mér fyrir þennan bardaga og gerði allt sem ég gat í undirbúningnum.“ Sunna stefnir hátt og markmiðið er að komast inn fyrir dyrnar hjá UFC, stærsta bardagasambandi heims. Hún er þó með báða fætur á jörðinni og leyfir sér njóta árangursins sem hún hefur þegar náð. „Ég veit að ég hef vakið góða athygli á mér og hef sýnt að ég er á þessum velli, með bestu bardagakonum heim. Það er bara næsti bardagi en hvort það verður fyrir Invicta eða UFC veit ég ekki. Ég veit ekki betur en að hann verði fyrir Invicta en ég er opin fyrir öllu. Ég er ótrúlega ánægð með hvar ég er og er ekkert að flýta mér. Ég er þakklát fyrir að berjast fyrir Invicta. Þetta er gott bardagasamband og rosalega góður andi,“ sagði Sunna. „Mig hefur dreymt um að fara inn í Invicta síðan 2013. Ég er bara nýkomin þar inn og tók fyrsta bardagann í september á síðasta ári. Ég er bara rétt að byrja hjá Invicta en ef dyrnar eru opnar hjá UFC og þeir vilja fá mig fer ég glöð yfir,“ sagði Sunna að lokum. MMA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir heldur áfram að klífa metorðastigann í blönduðum bardagalistum. Á laugardaginn mætti Sunna Kelly D'Angelo í sínum þriðja bardaga fyrir Invicta-bardagasambandið. Og úrslitin á laugardaginn voru þau sömu og í fyrstu tveimur bardögunum. Sunna sigraði eftir dómaraákvörðun en allir þrír dómararnir dæmdu henni sigur. „Ég er rosalega ánægð. Ég gerði margt betur, en það er sumt sem ég þarf að laga. Ég þarf að vinna í því að bæta mig,“ sagði Sunna í samtali við Fréttablaðið í gær. D'Angelo er enginn aukvisi en fyrir bardagann á laugardaginn var hún ósigruð í MMA og hnefaleikum. En hún réði ekki við Sunnu sem sýndi afar góða frammistöðu og réði ferðinni í bardaganum. „Stelpan sem ég keppti á móti síðast var eiginlega harðari af sér,“ sagði Sunna og vísaði til Mallory Martin sem hún bar sigurorð af í mars. „En þessi var mjög sterk og gaf ekkert upp. Hún er með góðar hendur og góð standandi. Mér fannst ég eiga fullt erindi í hana í gólfinu en hún stóð alveg uppi í hárinu á mér standandi,“ bætti Sunna við. Eins og áður sagði var bardaginn á laugardaginn sá þriðji á atvinnumannaferli Sunnu. En var frammistaðan gegn D'Angelo sú besta af þessum þremur? „Það var margt sem ég bætti við mína frammistöðu en það er líka margt sem ég get lagað. Ég er rosalega dómhörð á sjálfa mig. Ég tel að ég sé búin að bæta mig síðan síðast en það eru enn hlutir sem mig langar til að bæta,“ sagði Sunna sem líður alltaf betur og betur í sviðsljósinu. „Þetta var svo spennandi þegar maður var að berjast fyrst á þessu stóra sviði. Ég er aðeins búin að aðlagast spennustiginu sem fylgir því að vera á þessu stóra sviði; venjast öllum áhorfendunum, myndavélunum, það eru allir að horfa á heima og allir að fylgjast með. Það er smá spenna og pressa sem fylgir því en ég hef aðlagast því mjög vel,“ sagði Sunna. „Þetta er allt á réttri leið. Ég lagði rosalega hart að mér fyrir þennan bardaga og gerði allt sem ég gat í undirbúningnum.“ Sunna stefnir hátt og markmiðið er að komast inn fyrir dyrnar hjá UFC, stærsta bardagasambandi heims. Hún er þó með báða fætur á jörðinni og leyfir sér njóta árangursins sem hún hefur þegar náð. „Ég veit að ég hef vakið góða athygli á mér og hef sýnt að ég er á þessum velli, með bestu bardagakonum heim. Það er bara næsti bardagi en hvort það verður fyrir Invicta eða UFC veit ég ekki. Ég veit ekki betur en að hann verði fyrir Invicta en ég er opin fyrir öllu. Ég er ótrúlega ánægð með hvar ég er og er ekkert að flýta mér. Ég er þakklát fyrir að berjast fyrir Invicta. Þetta er gott bardagasamband og rosalega góður andi,“ sagði Sunna. „Mig hefur dreymt um að fara inn í Invicta síðan 2013. Ég er bara nýkomin þar inn og tók fyrsta bardagann í september á síðasta ári. Ég er bara rétt að byrja hjá Invicta en ef dyrnar eru opnar hjá UFC og þeir vilja fá mig fer ég glöð yfir,“ sagði Sunna að lokum.
MMA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjá meira