Var ekki tilbúin að stimpla sig út strax Sæunn Gísladóttir skrifar 19. júlí 2017 09:00 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur búið og starfað í Tyrklandi síðustu tvö og hálft ár en flytur til Varsjár í ágúst. Vísir/Andri Marinó „Þetta leggst vel í mig þetta er spennandi þetta verður ekki auðvelt, en það er eins og það er,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Fastaráð Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, samþykkti í gær með formlegum hætti skipan hennar sem næsta framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, ODIHR, sem hefur aðsetur í Varsjá. Skipunin er til þriggja ára og tekur Ingibjörg Sólrún til starfa undir lok vikunnar. Hún er fyrst Íslendinga til að vera skipuð í þessa stöðu. Hún fer í dag til Varsjár og mun dvelja þar í viku til að taka stöðuna. „Ég geri svo ekki ráð fyrir því að ég fari alfarið fyrr en í lok ágúst,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún hefur verið í Tyrklandi síðustu tvö og hálft ár þar sem hún hefur sinnt stöðu umdæmisstjóra UN Women í Evrópu og Mið-Asíu með aðsetur í Istanbúl. Þar áður var hún búsett í Kabúl í Afganistan í tvö ár þar sem hún sinnti starfi yfirmanns UN Women í Afganistan. Ingibjörg Sólrún hélt utan eftir langan feril í stjórnmálum, hún var síðast utanríkisráðherra frá 2007 til ársins 2009 og jafnframt formaður Samfylkingarinnar frá 2005 til 2009. „Ég var ekki alveg tilbúin að stimpla mig út þannig að ég var svo sem aðeins á útkikki að sjá hvar væri mögulega hægt að bera niður. Þessa staða kom þannig til að það var utanríkisráðuneytið sem hafði samband við mig og vissi að það væri verið að leita að fólki í þetta og taldi að ég hefði þann bakgrunn og reynslu sem myndi koma sterklega til álita þegar farið væri að ráða í stöðuna. Ég ákvað að láta til leiðast,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún atti kappi við frambjóðendur frá Svíþjóð og Serbíu. Skipun hennar er hluti skipunar í fjórar æðstu stöður ÖSE, þar með talið í framkvæmdastjórastöðu stofnunarinnar en samkomulag náðist á óformlegum utanríkisráðherrafundi ÖSE í síðustu viku. Samstöðu 57 aðildarríkja ÖSE þurfti til að hljóta stöðuna. „Þetta er búið að vera langt ferli. Þetta er búið að vera líklega frá því í mars. Þetta eru auðvitað 57 aðildarríki sem þurfa að koma sér saman um fjórar stöður sem voru undir og það þurfti að horfa til ýmissa þátta,“ segir Ingibjörg Sólrún. ODIHR er stærsta undirstofnun ÖSE með um 150 manna starfslið en á meðal helstu verkefna hennar er kosningaeftirlit í aðildarríkjum ÖSE, úttektir á lagasetningu, verkefni og þjálfun á sviði mannréttinda, jafnréttis, lýðræðislegra stjórnarhátta og baráttunnar gegn hatursglæpum. „ODIHR stendur vörð um lýðræði og mannréttindi og er eitt mikilvægasta tækið sem ríki Evrópu, Mið-Asíu og Norður-Ameríku eiga til þess. Það sem flestir þekkja stofnunina fyrir er kosningaeftirlitið. Á síðasta ári fór stofnunin fimmtán sinnum í kosningaeftirlit hjá aðildarríki. Það er verið að aðstoða aðildarríki við að þróa lýðræðislega stjórnarhætti almennt,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Síðan er annað mál sem er sífellt meira á döfinni sem er hatursorðræða og hatursglæpir gegn ýmsum hópum sem þessi stofnun er að vinna gegn með aðildarríkjunum. Hatursorðræða hefur aukist með auknum fjölda innflytjenda og flóttamanna og uppgangi öfgahægristefnu. Þetta er málaflokkur sem mun sjálfsagt vera mikið á mínu borði,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Leysa mánaðalangar deilur innan ÖSE með skipun Ingibjargar Sólrúnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður skipuð forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. 11. júlí 2017 16:54 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
„Þetta leggst vel í mig þetta er spennandi þetta verður ekki auðvelt, en það er eins og það er,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Fastaráð Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, samþykkti í gær með formlegum hætti skipan hennar sem næsta framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, ODIHR, sem hefur aðsetur í Varsjá. Skipunin er til þriggja ára og tekur Ingibjörg Sólrún til starfa undir lok vikunnar. Hún er fyrst Íslendinga til að vera skipuð í þessa stöðu. Hún fer í dag til Varsjár og mun dvelja þar í viku til að taka stöðuna. „Ég geri svo ekki ráð fyrir því að ég fari alfarið fyrr en í lok ágúst,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún hefur verið í Tyrklandi síðustu tvö og hálft ár þar sem hún hefur sinnt stöðu umdæmisstjóra UN Women í Evrópu og Mið-Asíu með aðsetur í Istanbúl. Þar áður var hún búsett í Kabúl í Afganistan í tvö ár þar sem hún sinnti starfi yfirmanns UN Women í Afganistan. Ingibjörg Sólrún hélt utan eftir langan feril í stjórnmálum, hún var síðast utanríkisráðherra frá 2007 til ársins 2009 og jafnframt formaður Samfylkingarinnar frá 2005 til 2009. „Ég var ekki alveg tilbúin að stimpla mig út þannig að ég var svo sem aðeins á útkikki að sjá hvar væri mögulega hægt að bera niður. Þessa staða kom þannig til að það var utanríkisráðuneytið sem hafði samband við mig og vissi að það væri verið að leita að fólki í þetta og taldi að ég hefði þann bakgrunn og reynslu sem myndi koma sterklega til álita þegar farið væri að ráða í stöðuna. Ég ákvað að láta til leiðast,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún atti kappi við frambjóðendur frá Svíþjóð og Serbíu. Skipun hennar er hluti skipunar í fjórar æðstu stöður ÖSE, þar með talið í framkvæmdastjórastöðu stofnunarinnar en samkomulag náðist á óformlegum utanríkisráðherrafundi ÖSE í síðustu viku. Samstöðu 57 aðildarríkja ÖSE þurfti til að hljóta stöðuna. „Þetta er búið að vera langt ferli. Þetta er búið að vera líklega frá því í mars. Þetta eru auðvitað 57 aðildarríki sem þurfa að koma sér saman um fjórar stöður sem voru undir og það þurfti að horfa til ýmissa þátta,“ segir Ingibjörg Sólrún. ODIHR er stærsta undirstofnun ÖSE með um 150 manna starfslið en á meðal helstu verkefna hennar er kosningaeftirlit í aðildarríkjum ÖSE, úttektir á lagasetningu, verkefni og þjálfun á sviði mannréttinda, jafnréttis, lýðræðislegra stjórnarhátta og baráttunnar gegn hatursglæpum. „ODIHR stendur vörð um lýðræði og mannréttindi og er eitt mikilvægasta tækið sem ríki Evrópu, Mið-Asíu og Norður-Ameríku eiga til þess. Það sem flestir þekkja stofnunina fyrir er kosningaeftirlitið. Á síðasta ári fór stofnunin fimmtán sinnum í kosningaeftirlit hjá aðildarríki. Það er verið að aðstoða aðildarríki við að þróa lýðræðislega stjórnarhætti almennt,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Síðan er annað mál sem er sífellt meira á döfinni sem er hatursorðræða og hatursglæpir gegn ýmsum hópum sem þessi stofnun er að vinna gegn með aðildarríkjunum. Hatursorðræða hefur aukist með auknum fjölda innflytjenda og flóttamanna og uppgangi öfgahægristefnu. Þetta er málaflokkur sem mun sjálfsagt vera mikið á mínu borði,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Leysa mánaðalangar deilur innan ÖSE með skipun Ingibjargar Sólrúnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður skipuð forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. 11. júlí 2017 16:54 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Leysa mánaðalangar deilur innan ÖSE með skipun Ingibjargar Sólrúnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður skipuð forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. 11. júlí 2017 16:54