Var ekki tilbúin að stimpla sig út strax Sæunn Gísladóttir skrifar 19. júlí 2017 09:00 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur búið og starfað í Tyrklandi síðustu tvö og hálft ár en flytur til Varsjár í ágúst. Vísir/Andri Marinó „Þetta leggst vel í mig þetta er spennandi þetta verður ekki auðvelt, en það er eins og það er,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Fastaráð Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, samþykkti í gær með formlegum hætti skipan hennar sem næsta framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, ODIHR, sem hefur aðsetur í Varsjá. Skipunin er til þriggja ára og tekur Ingibjörg Sólrún til starfa undir lok vikunnar. Hún er fyrst Íslendinga til að vera skipuð í þessa stöðu. Hún fer í dag til Varsjár og mun dvelja þar í viku til að taka stöðuna. „Ég geri svo ekki ráð fyrir því að ég fari alfarið fyrr en í lok ágúst,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún hefur verið í Tyrklandi síðustu tvö og hálft ár þar sem hún hefur sinnt stöðu umdæmisstjóra UN Women í Evrópu og Mið-Asíu með aðsetur í Istanbúl. Þar áður var hún búsett í Kabúl í Afganistan í tvö ár þar sem hún sinnti starfi yfirmanns UN Women í Afganistan. Ingibjörg Sólrún hélt utan eftir langan feril í stjórnmálum, hún var síðast utanríkisráðherra frá 2007 til ársins 2009 og jafnframt formaður Samfylkingarinnar frá 2005 til 2009. „Ég var ekki alveg tilbúin að stimpla mig út þannig að ég var svo sem aðeins á útkikki að sjá hvar væri mögulega hægt að bera niður. Þessa staða kom þannig til að það var utanríkisráðuneytið sem hafði samband við mig og vissi að það væri verið að leita að fólki í þetta og taldi að ég hefði þann bakgrunn og reynslu sem myndi koma sterklega til álita þegar farið væri að ráða í stöðuna. Ég ákvað að láta til leiðast,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún atti kappi við frambjóðendur frá Svíþjóð og Serbíu. Skipun hennar er hluti skipunar í fjórar æðstu stöður ÖSE, þar með talið í framkvæmdastjórastöðu stofnunarinnar en samkomulag náðist á óformlegum utanríkisráðherrafundi ÖSE í síðustu viku. Samstöðu 57 aðildarríkja ÖSE þurfti til að hljóta stöðuna. „Þetta er búið að vera langt ferli. Þetta er búið að vera líklega frá því í mars. Þetta eru auðvitað 57 aðildarríki sem þurfa að koma sér saman um fjórar stöður sem voru undir og það þurfti að horfa til ýmissa þátta,“ segir Ingibjörg Sólrún. ODIHR er stærsta undirstofnun ÖSE með um 150 manna starfslið en á meðal helstu verkefna hennar er kosningaeftirlit í aðildarríkjum ÖSE, úttektir á lagasetningu, verkefni og þjálfun á sviði mannréttinda, jafnréttis, lýðræðislegra stjórnarhátta og baráttunnar gegn hatursglæpum. „ODIHR stendur vörð um lýðræði og mannréttindi og er eitt mikilvægasta tækið sem ríki Evrópu, Mið-Asíu og Norður-Ameríku eiga til þess. Það sem flestir þekkja stofnunina fyrir er kosningaeftirlitið. Á síðasta ári fór stofnunin fimmtán sinnum í kosningaeftirlit hjá aðildarríki. Það er verið að aðstoða aðildarríki við að þróa lýðræðislega stjórnarhætti almennt,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Síðan er annað mál sem er sífellt meira á döfinni sem er hatursorðræða og hatursglæpir gegn ýmsum hópum sem þessi stofnun er að vinna gegn með aðildarríkjunum. Hatursorðræða hefur aukist með auknum fjölda innflytjenda og flóttamanna og uppgangi öfgahægristefnu. Þetta er málaflokkur sem mun sjálfsagt vera mikið á mínu borði,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Leysa mánaðalangar deilur innan ÖSE með skipun Ingibjargar Sólrúnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður skipuð forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. 11. júlí 2017 16:54 Mest lesið Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Innlent „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Innlent Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Erlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Innlent Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við Innlent Fleiri fréttir „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Sjá meira
„Þetta leggst vel í mig þetta er spennandi þetta verður ekki auðvelt, en það er eins og það er,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Fastaráð Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, samþykkti í gær með formlegum hætti skipan hennar sem næsta framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, ODIHR, sem hefur aðsetur í Varsjá. Skipunin er til þriggja ára og tekur Ingibjörg Sólrún til starfa undir lok vikunnar. Hún er fyrst Íslendinga til að vera skipuð í þessa stöðu. Hún fer í dag til Varsjár og mun dvelja þar í viku til að taka stöðuna. „Ég geri svo ekki ráð fyrir því að ég fari alfarið fyrr en í lok ágúst,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún hefur verið í Tyrklandi síðustu tvö og hálft ár þar sem hún hefur sinnt stöðu umdæmisstjóra UN Women í Evrópu og Mið-Asíu með aðsetur í Istanbúl. Þar áður var hún búsett í Kabúl í Afganistan í tvö ár þar sem hún sinnti starfi yfirmanns UN Women í Afganistan. Ingibjörg Sólrún hélt utan eftir langan feril í stjórnmálum, hún var síðast utanríkisráðherra frá 2007 til ársins 2009 og jafnframt formaður Samfylkingarinnar frá 2005 til 2009. „Ég var ekki alveg tilbúin að stimpla mig út þannig að ég var svo sem aðeins á útkikki að sjá hvar væri mögulega hægt að bera niður. Þessa staða kom þannig til að það var utanríkisráðuneytið sem hafði samband við mig og vissi að það væri verið að leita að fólki í þetta og taldi að ég hefði þann bakgrunn og reynslu sem myndi koma sterklega til álita þegar farið væri að ráða í stöðuna. Ég ákvað að láta til leiðast,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún atti kappi við frambjóðendur frá Svíþjóð og Serbíu. Skipun hennar er hluti skipunar í fjórar æðstu stöður ÖSE, þar með talið í framkvæmdastjórastöðu stofnunarinnar en samkomulag náðist á óformlegum utanríkisráðherrafundi ÖSE í síðustu viku. Samstöðu 57 aðildarríkja ÖSE þurfti til að hljóta stöðuna. „Þetta er búið að vera langt ferli. Þetta er búið að vera líklega frá því í mars. Þetta eru auðvitað 57 aðildarríki sem þurfa að koma sér saman um fjórar stöður sem voru undir og það þurfti að horfa til ýmissa þátta,“ segir Ingibjörg Sólrún. ODIHR er stærsta undirstofnun ÖSE með um 150 manna starfslið en á meðal helstu verkefna hennar er kosningaeftirlit í aðildarríkjum ÖSE, úttektir á lagasetningu, verkefni og þjálfun á sviði mannréttinda, jafnréttis, lýðræðislegra stjórnarhátta og baráttunnar gegn hatursglæpum. „ODIHR stendur vörð um lýðræði og mannréttindi og er eitt mikilvægasta tækið sem ríki Evrópu, Mið-Asíu og Norður-Ameríku eiga til þess. Það sem flestir þekkja stofnunina fyrir er kosningaeftirlitið. Á síðasta ári fór stofnunin fimmtán sinnum í kosningaeftirlit hjá aðildarríki. Það er verið að aðstoða aðildarríki við að þróa lýðræðislega stjórnarhætti almennt,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Síðan er annað mál sem er sífellt meira á döfinni sem er hatursorðræða og hatursglæpir gegn ýmsum hópum sem þessi stofnun er að vinna gegn með aðildarríkjunum. Hatursorðræða hefur aukist með auknum fjölda innflytjenda og flóttamanna og uppgangi öfgahægristefnu. Þetta er málaflokkur sem mun sjálfsagt vera mikið á mínu borði,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Leysa mánaðalangar deilur innan ÖSE með skipun Ingibjargar Sólrúnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður skipuð forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. 11. júlí 2017 16:54 Mest lesið Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Innlent „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Innlent Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Erlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Innlent Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við Innlent Fleiri fréttir „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Sjá meira
Leysa mánaðalangar deilur innan ÖSE með skipun Ingibjargar Sólrúnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður skipuð forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. 11. júlí 2017 16:54