Erlent

Þrír særðir eftir skotárás í Malmö

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Samkvæmt sjónvarvottum flúðu einn eða tveir menn af vettvangi á skellinöðru og er þeirra nú leitað.
Samkvæmt sjónvarvottum flúðu einn eða tveir menn af vettvangi á skellinöðru og er þeirra nú leitað. Vísir/Getty
Þrír eru slasaðir, þar af tveir alvarlega, eftir skotárás í borginni Malmö í Svíþjóð í kvöld.

Árásin var gerð í hverfinu Holma í suðurhluta Malmö og fékk lögregla tilkynningu um árásina rétt eftir klukkan átta að staðartíma í kvöld.

Fjölmennt lið lögreglu ásamt sjúkraflutningamönnum var sent á vettvang. Þá voru lögreglumenn einnig sendir á sjúkrahúsið þar sem gert er að sárum mannanna, bæði til að ræða við þá slösuðu og til að auka öryggi.

Samkvæmt Sydsvenska Dagbladet hefur einn hinna særðu áður verið dæmdur fyrir að hóta hjúkrunarkonu á sjúkrahúsinu í Malmö lífláti.

Samkvæmt sjónvarvottum flúðu einn eða tveir menn af vettvangi á skellinöðru og er þeirra nú leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×