Erlent

Þrettán kynlífsþrælar leystir úr prísund á Spáni

Kjartan Kjartansson skrifar
Vændishringurinn sem hélt konunum nauðugum er sagður hafa reynt að stjórna markaðinumí strandbænum Puerto Banús.
Vændishringurinn sem hélt konunum nauðugum er sagður hafa reynt að stjórna markaðinumí strandbænum Puerto Banús. Vísir/Getty
Lögreglan á Spáni hefur bjargað þrettán konum sem voru neyddar til vændis nærri strandbænum Marbella. Talið er að konurnar séu búlgarskar en 34 grunaðir meðlimir glæpagengis voru handteknir í aðgerðum lögreglu.

Í yfirlýsingu frá lögreglunni kemur fram að gengið hafi flutt inn konurnar frá fátækum svæðum Búlgaríu og hótað þeim og fjölskyldum þeirra ofbeldi ef þær óhlýðnuðust. Þær voru látnar selja sig á götum strandbæjarins Puerto Banús.

Konurnar eru einnig sagðar hafa verið látnar stela frá „viðskiptavinum“ sínum og grunur leikur á að einhverjum þeirra hafi verið gefin lyf.

Rannsókn á mansalshringnum hófst eftir ábendingu frá konu sem slapp úr greipum hans fyrir þremur árum. Afhjúpaði lögreglan á endanum alþjóðlegt net glæpamanna sem starfaði aðallega á Spáni og í Búlgaríu, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Flestar handtökurnar voru gerðar á Spáni en átta manns voru handteknir í Búlgaríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×