Segir bónuskerfið í fjármálageiranum stefna í tóma vitleysu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 5. júlí 2017 14:30 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki sáttur með það hvert bónuskerfi fjármálafyrirtækjanna er að stefna. „Mér finnst nú þessar launagreiðslur og bónuskerfið í fjármálageiranum vera að stefna í tóma vitleysu,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Og jafnvel er þetta orðið verra en í gömlu bönkunum árin 2003 til 2008.“ Fimm fyrirframgreiðslur Landsbankans til eignarhaldsfélagsins LBI, sem sér um eignir gamla Landsbankans, á undanförnum níu mánuðum upp á samtals um 110 milljarða króna tryggðu stjórnendum LBI samanlagt á bilinu 350 til 370 milljónir í bónus, samkvæmt útreikningum Markaðarins fylgirits Fréttablaðsins um efnahagsmál.Umfangsmikið bónuskerfi LBI virkjaðist undir lok síðasta árs en samkvæmt því þá fá helstu stjórnendur LBI meðal annars tiltekinn hluta hverju sinni af þeirri fjárhæð sem Landsbankinn fyrirframgreiðir inn á skuldina við LBI.Á síðustu níu mánuðum hefur Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, greitt 110 milljarða inn á skuld hjá LBI. Hluti þessarar upphæðar hefur ratað í vasa stjórnarmanna LBI sem bónusgreiðslur.vísir/anton brinkStjórnendur LBI höfðu hinsvegar enga aðkomu að því að Landsbankinn greiddi upp skuldir sínar fyrr en ella heldur er um að ræða aðra þætti líkt og sífellt betri kjör á erlendum lánamörkuðum sem bankinn hefur nýtt sér til að sækja sér fjármagn og með því greiða upp óhagstæðari skuldabréf við LBI. „Það að bónusgreiðslur séu með þessum hætti þar sem að [stjórnarmennirnir] eru að engu leiti þess valdandi að nýji Landsbankinn greiði skuldir sínar hraðar er ekki forsvarandi fyrir venjulegu fólki. Ég skil þetta ekki,“ segir Vilhjálmur. Hann segir ákveðið höfrungahlaup í gangi þegar kemur að launa- og bónusgreiðslum innan fjármálafyrirtækja og það er almenningur og viðskiptavinir þeirra fyrirtækja sem koma til með að borga það. „Og bankarnir verða í rauninni ekki starfhæfir og þetta sýnir nauðsyn þess að aflétta hér öllum hömlum á erlendum viðskiptum svo að íslendingar geti stundað viðskipti í erlendum bönkum.“ Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
„Mér finnst nú þessar launagreiðslur og bónuskerfið í fjármálageiranum vera að stefna í tóma vitleysu,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Og jafnvel er þetta orðið verra en í gömlu bönkunum árin 2003 til 2008.“ Fimm fyrirframgreiðslur Landsbankans til eignarhaldsfélagsins LBI, sem sér um eignir gamla Landsbankans, á undanförnum níu mánuðum upp á samtals um 110 milljarða króna tryggðu stjórnendum LBI samanlagt á bilinu 350 til 370 milljónir í bónus, samkvæmt útreikningum Markaðarins fylgirits Fréttablaðsins um efnahagsmál.Umfangsmikið bónuskerfi LBI virkjaðist undir lok síðasta árs en samkvæmt því þá fá helstu stjórnendur LBI meðal annars tiltekinn hluta hverju sinni af þeirri fjárhæð sem Landsbankinn fyrirframgreiðir inn á skuldina við LBI.Á síðustu níu mánuðum hefur Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, greitt 110 milljarða inn á skuld hjá LBI. Hluti þessarar upphæðar hefur ratað í vasa stjórnarmanna LBI sem bónusgreiðslur.vísir/anton brinkStjórnendur LBI höfðu hinsvegar enga aðkomu að því að Landsbankinn greiddi upp skuldir sínar fyrr en ella heldur er um að ræða aðra þætti líkt og sífellt betri kjör á erlendum lánamörkuðum sem bankinn hefur nýtt sér til að sækja sér fjármagn og með því greiða upp óhagstæðari skuldabréf við LBI. „Það að bónusgreiðslur séu með þessum hætti þar sem að [stjórnarmennirnir] eru að engu leiti þess valdandi að nýji Landsbankinn greiði skuldir sínar hraðar er ekki forsvarandi fyrir venjulegu fólki. Ég skil þetta ekki,“ segir Vilhjálmur. Hann segir ákveðið höfrungahlaup í gangi þegar kemur að launa- og bónusgreiðslum innan fjármálafyrirtækja og það er almenningur og viðskiptavinir þeirra fyrirtækja sem koma til með að borga það. „Og bankarnir verða í rauninni ekki starfhæfir og þetta sýnir nauðsyn þess að aflétta hér öllum hömlum á erlendum viðskiptum svo að íslendingar geti stundað viðskipti í erlendum bönkum.“
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira