Félagsmálaráðherra vill einfalda bótakerfið Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2017 14:01 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Vísir/Vilhelm Nefnd sem félagsmála- og jafnréttisráðherra hefur skipað á að endurskoða kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðisbóta. Ráðherra segir nefndinni meðal annars ætlað að greina hvar svo kallaðar fátæktargildrur leynist í kerfinu og koma. Að lokinni greiningu nefndarinnar verði haft samráð við hagsmunahópa um breytingar. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, skipaði nefndina í gær og segir að henni sé ætlað að skila tillögum sínum fyrir byrjun desember á þessu ári. Við endurskoðun á kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðisbóta á nefndin meðal annars að horft er til þess að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum.Á að reyna að minnka útgjöld ríkissjóðs eða bæta hag þeirra sem fá bætur frá ríkinu?„Það er nú alls enginn útgangspunktur að minnka útgjöld ríkissjóðs. Þvert á móti geri ég nú ráð fyrir að þessar breytingar gætu falið í sér einhvern kostnað. Það sem við erum fyrst og fremst að hugsa um er eftirfarandi. Við höfum verið gagnrýnd í úttektum í gegnum tíðina að á okkar bótakerfum fyrir það að tilgangur þeirra geti oft á tíðum verið mjög óskýr,“ segir Þorsteinn. Barnabætur og vaxtabætur nái til dæmis töluvert upp tekjustigann. En í skipunarbréfi nefndarinnar er vísað til þess markmiðs ríkisstjórnarinnar sé að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. „Það sé óljóst til dæmis í tilfelli barnabóta hvort verið sé að hvetja til barneigna eða verið að styðja við tekjulága foreldra. Þess vegna er eitt meginmarkmiðið í þessari vinnu að skoða leiðir til að láta þessi bótakerfi styðja betur við tekjulægstu einstaklingana. Sem raunverulega þurfa þá á mestum stuðningi að halda,“ segir félagsmálaráðherra. Og þá óháð uppruna tekna og eigi það jafnt við um barnabætur og barnalífeyri rétt eins og húsnæðisstuðning og annan stuðning. Sérstaklega skuli horft til þess hvernig áðurnefnd kerfi styðja við einstæða foreldra. Í þessu skyni þurfi að einfalda kerfin og eftir atvikum sameina þau, þannig stuðningurinn verði raunverulegur liður í því að bæta kjör þessa hóps. Þeir sem fá bætur frá hinu opinbera hafa vakið athygli á að þau geti falið í sér alls kyns jaðaráhrif tekjulega séð. „Það er auðvitað alltaf þannig þegar við erum að styðja við tekjulægstu einstaklingana fylgja því jaðaráhrif með hækkandi tekjum. En það er þá mikilvægt að það sé samt sem áður alltaf fyrir hendi hvati til aukinna tekna. Það er að segja að fólk sé ekki að lenda í þeirri stöðu að vera nánast verr statt með hækkandi tekjum. Eins og getur gerst í einstaka tilvikum. Þannig að við munum horfa til jaðaráhrifa þessa kerfis,“ segir Þorsteinn. Hann tekur einnig fram að þegar þessi nefnd hafi lokið störfum undir lok ársins verði hagsmunaaðilar kallaðir að borðinu til að móta endanlegar tillögur til úrbóta á bótakerfinu. Þá muni nefnd á vegum fjármálaráðherra endurskoða tekjuskattskerfið og gera það með hliðsjón af breytingum á bótakerfinu. Tengdar fréttir Skipar nefnd um endurskoðun bótakerfa Horft skal til að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. 4. júlí 2017 14:36 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Nefnd sem félagsmála- og jafnréttisráðherra hefur skipað á að endurskoða kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðisbóta. Ráðherra segir nefndinni meðal annars ætlað að greina hvar svo kallaðar fátæktargildrur leynist í kerfinu og koma. Að lokinni greiningu nefndarinnar verði haft samráð við hagsmunahópa um breytingar. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, skipaði nefndina í gær og segir að henni sé ætlað að skila tillögum sínum fyrir byrjun desember á þessu ári. Við endurskoðun á kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðisbóta á nefndin meðal annars að horft er til þess að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum.Á að reyna að minnka útgjöld ríkissjóðs eða bæta hag þeirra sem fá bætur frá ríkinu?„Það er nú alls enginn útgangspunktur að minnka útgjöld ríkissjóðs. Þvert á móti geri ég nú ráð fyrir að þessar breytingar gætu falið í sér einhvern kostnað. Það sem við erum fyrst og fremst að hugsa um er eftirfarandi. Við höfum verið gagnrýnd í úttektum í gegnum tíðina að á okkar bótakerfum fyrir það að tilgangur þeirra geti oft á tíðum verið mjög óskýr,“ segir Þorsteinn. Barnabætur og vaxtabætur nái til dæmis töluvert upp tekjustigann. En í skipunarbréfi nefndarinnar er vísað til þess markmiðs ríkisstjórnarinnar sé að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. „Það sé óljóst til dæmis í tilfelli barnabóta hvort verið sé að hvetja til barneigna eða verið að styðja við tekjulága foreldra. Þess vegna er eitt meginmarkmiðið í þessari vinnu að skoða leiðir til að láta þessi bótakerfi styðja betur við tekjulægstu einstaklingana. Sem raunverulega þurfa þá á mestum stuðningi að halda,“ segir félagsmálaráðherra. Og þá óháð uppruna tekna og eigi það jafnt við um barnabætur og barnalífeyri rétt eins og húsnæðisstuðning og annan stuðning. Sérstaklega skuli horft til þess hvernig áðurnefnd kerfi styðja við einstæða foreldra. Í þessu skyni þurfi að einfalda kerfin og eftir atvikum sameina þau, þannig stuðningurinn verði raunverulegur liður í því að bæta kjör þessa hóps. Þeir sem fá bætur frá hinu opinbera hafa vakið athygli á að þau geti falið í sér alls kyns jaðaráhrif tekjulega séð. „Það er auðvitað alltaf þannig þegar við erum að styðja við tekjulægstu einstaklingana fylgja því jaðaráhrif með hækkandi tekjum. En það er þá mikilvægt að það sé samt sem áður alltaf fyrir hendi hvati til aukinna tekna. Það er að segja að fólk sé ekki að lenda í þeirri stöðu að vera nánast verr statt með hækkandi tekjum. Eins og getur gerst í einstaka tilvikum. Þannig að við munum horfa til jaðaráhrifa þessa kerfis,“ segir Þorsteinn. Hann tekur einnig fram að þegar þessi nefnd hafi lokið störfum undir lok ársins verði hagsmunaaðilar kallaðir að borðinu til að móta endanlegar tillögur til úrbóta á bótakerfinu. Þá muni nefnd á vegum fjármálaráðherra endurskoða tekjuskattskerfið og gera það með hliðsjón af breytingum á bótakerfinu.
Tengdar fréttir Skipar nefnd um endurskoðun bótakerfa Horft skal til að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. 4. júlí 2017 14:36 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Skipar nefnd um endurskoðun bótakerfa Horft skal til að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. 4. júlí 2017 14:36