Blautur sandur á sakavottorðið Daníel Þórarinsson skrifar 22. júní 2017 10:30 Á Íslandi er sandur eða möl eða mold víðast auðfengin, sérstaklega ef þú getur sjálfur séð um flutninginn. Oftast þarf að greiða eitthvað fyrir en sjaldnast þannig að dýrt þyki. Mig vantaði sand um daginn og fór að sækja hann hjá bónda sem á land að Hvítá í Borgarfirði. Vatnshæð í ánni fylgir sjávarföllum og því hægt að sækja sand niður í voginn þegar fellur úr honum. Það var auðsótt að fá sandinn og bóndinn tók lítið fyrir ómakið að moka á kerruna mína. Ég á myndarlega tveggja hásinga kerru, sem má bera 2.400 kg, og við reyndum að áætla hvenær passlega væri hlaðin kerran. Ég ók svo af stað og fann þá að hlassið væri sennilega ívið þyngra en við töldum vegna þess hvað sandurinn var blautur. Átti þó ekki von á að það skipti neinu stórmáli. Það var ekki langt, sem ég þurfti að keyra, bíll og kerra virtust ráða bærilega við þetta og ég átti ekki von á neinum vandkvæðum. En þar hafði ég rangt fyrir mér, það var nefnilega þarna sem ég varð glæpamaður. Rétt áður en ég komst á áfangastað sá ég blá ljós fyrir aftan mig á veginum og hugsaði með mér að eitthvað hlyti að hafa komið fyrir ofar í dalnum. Svo var þó ekki, vegalögreglan vildi ræða við mig og vigta kerruna. Ég sagði það sjálfsagt og átti ekki von á að það hefði alvarleg eftirköst þó að ég væri með eitthvað umfram leyfilegt magn af sandi á kerrunni. Hafði að vísu heyrt að þungaflutningabílar væru stundum sektaðir fyrir of þungan farm. Til að gera langa sögu stutta kom í ljós að ég var með 600 kg of mikið á framhásingu kerrunnar, sem má bera 1.750 kg. Við þessu eru sektarákvæði, sem miðast að vísu ekki við þungann, sem er umfram, heldur hve mörg prósent umframþunginn er. Þetta var 34% umfram hjá mér og við því er sekt upp á kr. 160.000. Það samsvarar 270 krónum á hvert kíló af sandinum. Mér var öllum lokið, en þetta átti eftir að versna. Sektir yfir kr. 100.000 eru settar á sakavottorð manna. Ég var því orðinn afbrotamaður með óhreint sakavottorð. Hvernig getur það staðist að einstaklingur lendi í slíkum hremmingum í íslenska réttarkerfinu? Að sækja sér sand í kerru hafi þessar afleiðingar og beri svo þung viðurlög? Er refsigleðin ekki helst til mikil? Eru þær reglur, sem lögreglan þarf að fara eftir, ekki hróplega óréttlátar? Höfundur er skógarbóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er sandur eða möl eða mold víðast auðfengin, sérstaklega ef þú getur sjálfur séð um flutninginn. Oftast þarf að greiða eitthvað fyrir en sjaldnast þannig að dýrt þyki. Mig vantaði sand um daginn og fór að sækja hann hjá bónda sem á land að Hvítá í Borgarfirði. Vatnshæð í ánni fylgir sjávarföllum og því hægt að sækja sand niður í voginn þegar fellur úr honum. Það var auðsótt að fá sandinn og bóndinn tók lítið fyrir ómakið að moka á kerruna mína. Ég á myndarlega tveggja hásinga kerru, sem má bera 2.400 kg, og við reyndum að áætla hvenær passlega væri hlaðin kerran. Ég ók svo af stað og fann þá að hlassið væri sennilega ívið þyngra en við töldum vegna þess hvað sandurinn var blautur. Átti þó ekki von á að það skipti neinu stórmáli. Það var ekki langt, sem ég þurfti að keyra, bíll og kerra virtust ráða bærilega við þetta og ég átti ekki von á neinum vandkvæðum. En þar hafði ég rangt fyrir mér, það var nefnilega þarna sem ég varð glæpamaður. Rétt áður en ég komst á áfangastað sá ég blá ljós fyrir aftan mig á veginum og hugsaði með mér að eitthvað hlyti að hafa komið fyrir ofar í dalnum. Svo var þó ekki, vegalögreglan vildi ræða við mig og vigta kerruna. Ég sagði það sjálfsagt og átti ekki von á að það hefði alvarleg eftirköst þó að ég væri með eitthvað umfram leyfilegt magn af sandi á kerrunni. Hafði að vísu heyrt að þungaflutningabílar væru stundum sektaðir fyrir of þungan farm. Til að gera langa sögu stutta kom í ljós að ég var með 600 kg of mikið á framhásingu kerrunnar, sem má bera 1.750 kg. Við þessu eru sektarákvæði, sem miðast að vísu ekki við þungann, sem er umfram, heldur hve mörg prósent umframþunginn er. Þetta var 34% umfram hjá mér og við því er sekt upp á kr. 160.000. Það samsvarar 270 krónum á hvert kíló af sandinum. Mér var öllum lokið, en þetta átti eftir að versna. Sektir yfir kr. 100.000 eru settar á sakavottorð manna. Ég var því orðinn afbrotamaður með óhreint sakavottorð. Hvernig getur það staðist að einstaklingur lendi í slíkum hremmingum í íslenska réttarkerfinu? Að sækja sér sand í kerru hafi þessar afleiðingar og beri svo þung viðurlög? Er refsigleðin ekki helst til mikil? Eru þær reglur, sem lögreglan þarf að fara eftir, ekki hróplega óréttlátar? Höfundur er skógarbóndi.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar