Blautur sandur á sakavottorðið Daníel Þórarinsson skrifar 22. júní 2017 10:30 Á Íslandi er sandur eða möl eða mold víðast auðfengin, sérstaklega ef þú getur sjálfur séð um flutninginn. Oftast þarf að greiða eitthvað fyrir en sjaldnast þannig að dýrt þyki. Mig vantaði sand um daginn og fór að sækja hann hjá bónda sem á land að Hvítá í Borgarfirði. Vatnshæð í ánni fylgir sjávarföllum og því hægt að sækja sand niður í voginn þegar fellur úr honum. Það var auðsótt að fá sandinn og bóndinn tók lítið fyrir ómakið að moka á kerruna mína. Ég á myndarlega tveggja hásinga kerru, sem má bera 2.400 kg, og við reyndum að áætla hvenær passlega væri hlaðin kerran. Ég ók svo af stað og fann þá að hlassið væri sennilega ívið þyngra en við töldum vegna þess hvað sandurinn var blautur. Átti þó ekki von á að það skipti neinu stórmáli. Það var ekki langt, sem ég þurfti að keyra, bíll og kerra virtust ráða bærilega við þetta og ég átti ekki von á neinum vandkvæðum. En þar hafði ég rangt fyrir mér, það var nefnilega þarna sem ég varð glæpamaður. Rétt áður en ég komst á áfangastað sá ég blá ljós fyrir aftan mig á veginum og hugsaði með mér að eitthvað hlyti að hafa komið fyrir ofar í dalnum. Svo var þó ekki, vegalögreglan vildi ræða við mig og vigta kerruna. Ég sagði það sjálfsagt og átti ekki von á að það hefði alvarleg eftirköst þó að ég væri með eitthvað umfram leyfilegt magn af sandi á kerrunni. Hafði að vísu heyrt að þungaflutningabílar væru stundum sektaðir fyrir of þungan farm. Til að gera langa sögu stutta kom í ljós að ég var með 600 kg of mikið á framhásingu kerrunnar, sem má bera 1.750 kg. Við þessu eru sektarákvæði, sem miðast að vísu ekki við þungann, sem er umfram, heldur hve mörg prósent umframþunginn er. Þetta var 34% umfram hjá mér og við því er sekt upp á kr. 160.000. Það samsvarar 270 krónum á hvert kíló af sandinum. Mér var öllum lokið, en þetta átti eftir að versna. Sektir yfir kr. 100.000 eru settar á sakavottorð manna. Ég var því orðinn afbrotamaður með óhreint sakavottorð. Hvernig getur það staðist að einstaklingur lendi í slíkum hremmingum í íslenska réttarkerfinu? Að sækja sér sand í kerru hafi þessar afleiðingar og beri svo þung viðurlög? Er refsigleðin ekki helst til mikil? Eru þær reglur, sem lögreglan þarf að fara eftir, ekki hróplega óréttlátar? Höfundur er skógarbóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er sandur eða möl eða mold víðast auðfengin, sérstaklega ef þú getur sjálfur séð um flutninginn. Oftast þarf að greiða eitthvað fyrir en sjaldnast þannig að dýrt þyki. Mig vantaði sand um daginn og fór að sækja hann hjá bónda sem á land að Hvítá í Borgarfirði. Vatnshæð í ánni fylgir sjávarföllum og því hægt að sækja sand niður í voginn þegar fellur úr honum. Það var auðsótt að fá sandinn og bóndinn tók lítið fyrir ómakið að moka á kerruna mína. Ég á myndarlega tveggja hásinga kerru, sem má bera 2.400 kg, og við reyndum að áætla hvenær passlega væri hlaðin kerran. Ég ók svo af stað og fann þá að hlassið væri sennilega ívið þyngra en við töldum vegna þess hvað sandurinn var blautur. Átti þó ekki von á að það skipti neinu stórmáli. Það var ekki langt, sem ég þurfti að keyra, bíll og kerra virtust ráða bærilega við þetta og ég átti ekki von á neinum vandkvæðum. En þar hafði ég rangt fyrir mér, það var nefnilega þarna sem ég varð glæpamaður. Rétt áður en ég komst á áfangastað sá ég blá ljós fyrir aftan mig á veginum og hugsaði með mér að eitthvað hlyti að hafa komið fyrir ofar í dalnum. Svo var þó ekki, vegalögreglan vildi ræða við mig og vigta kerruna. Ég sagði það sjálfsagt og átti ekki von á að það hefði alvarleg eftirköst þó að ég væri með eitthvað umfram leyfilegt magn af sandi á kerrunni. Hafði að vísu heyrt að þungaflutningabílar væru stundum sektaðir fyrir of þungan farm. Til að gera langa sögu stutta kom í ljós að ég var með 600 kg of mikið á framhásingu kerrunnar, sem má bera 1.750 kg. Við þessu eru sektarákvæði, sem miðast að vísu ekki við þungann, sem er umfram, heldur hve mörg prósent umframþunginn er. Þetta var 34% umfram hjá mér og við því er sekt upp á kr. 160.000. Það samsvarar 270 krónum á hvert kíló af sandinum. Mér var öllum lokið, en þetta átti eftir að versna. Sektir yfir kr. 100.000 eru settar á sakavottorð manna. Ég var því orðinn afbrotamaður með óhreint sakavottorð. Hvernig getur það staðist að einstaklingur lendi í slíkum hremmingum í íslenska réttarkerfinu? Að sækja sér sand í kerru hafi þessar afleiðingar og beri svo þung viðurlög? Er refsigleðin ekki helst til mikil? Eru þær reglur, sem lögreglan þarf að fara eftir, ekki hróplega óréttlátar? Höfundur er skógarbóndi.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar