Blautur sandur á sakavottorðið Daníel Þórarinsson skrifar 22. júní 2017 10:30 Á Íslandi er sandur eða möl eða mold víðast auðfengin, sérstaklega ef þú getur sjálfur séð um flutninginn. Oftast þarf að greiða eitthvað fyrir en sjaldnast þannig að dýrt þyki. Mig vantaði sand um daginn og fór að sækja hann hjá bónda sem á land að Hvítá í Borgarfirði. Vatnshæð í ánni fylgir sjávarföllum og því hægt að sækja sand niður í voginn þegar fellur úr honum. Það var auðsótt að fá sandinn og bóndinn tók lítið fyrir ómakið að moka á kerruna mína. Ég á myndarlega tveggja hásinga kerru, sem má bera 2.400 kg, og við reyndum að áætla hvenær passlega væri hlaðin kerran. Ég ók svo af stað og fann þá að hlassið væri sennilega ívið þyngra en við töldum vegna þess hvað sandurinn var blautur. Átti þó ekki von á að það skipti neinu stórmáli. Það var ekki langt, sem ég þurfti að keyra, bíll og kerra virtust ráða bærilega við þetta og ég átti ekki von á neinum vandkvæðum. En þar hafði ég rangt fyrir mér, það var nefnilega þarna sem ég varð glæpamaður. Rétt áður en ég komst á áfangastað sá ég blá ljós fyrir aftan mig á veginum og hugsaði með mér að eitthvað hlyti að hafa komið fyrir ofar í dalnum. Svo var þó ekki, vegalögreglan vildi ræða við mig og vigta kerruna. Ég sagði það sjálfsagt og átti ekki von á að það hefði alvarleg eftirköst þó að ég væri með eitthvað umfram leyfilegt magn af sandi á kerrunni. Hafði að vísu heyrt að þungaflutningabílar væru stundum sektaðir fyrir of þungan farm. Til að gera langa sögu stutta kom í ljós að ég var með 600 kg of mikið á framhásingu kerrunnar, sem má bera 1.750 kg. Við þessu eru sektarákvæði, sem miðast að vísu ekki við þungann, sem er umfram, heldur hve mörg prósent umframþunginn er. Þetta var 34% umfram hjá mér og við því er sekt upp á kr. 160.000. Það samsvarar 270 krónum á hvert kíló af sandinum. Mér var öllum lokið, en þetta átti eftir að versna. Sektir yfir kr. 100.000 eru settar á sakavottorð manna. Ég var því orðinn afbrotamaður með óhreint sakavottorð. Hvernig getur það staðist að einstaklingur lendi í slíkum hremmingum í íslenska réttarkerfinu? Að sækja sér sand í kerru hafi þessar afleiðingar og beri svo þung viðurlög? Er refsigleðin ekki helst til mikil? Eru þær reglur, sem lögreglan þarf að fara eftir, ekki hróplega óréttlátar? Höfundur er skógarbóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er sandur eða möl eða mold víðast auðfengin, sérstaklega ef þú getur sjálfur séð um flutninginn. Oftast þarf að greiða eitthvað fyrir en sjaldnast þannig að dýrt þyki. Mig vantaði sand um daginn og fór að sækja hann hjá bónda sem á land að Hvítá í Borgarfirði. Vatnshæð í ánni fylgir sjávarföllum og því hægt að sækja sand niður í voginn þegar fellur úr honum. Það var auðsótt að fá sandinn og bóndinn tók lítið fyrir ómakið að moka á kerruna mína. Ég á myndarlega tveggja hásinga kerru, sem má bera 2.400 kg, og við reyndum að áætla hvenær passlega væri hlaðin kerran. Ég ók svo af stað og fann þá að hlassið væri sennilega ívið þyngra en við töldum vegna þess hvað sandurinn var blautur. Átti þó ekki von á að það skipti neinu stórmáli. Það var ekki langt, sem ég þurfti að keyra, bíll og kerra virtust ráða bærilega við þetta og ég átti ekki von á neinum vandkvæðum. En þar hafði ég rangt fyrir mér, það var nefnilega þarna sem ég varð glæpamaður. Rétt áður en ég komst á áfangastað sá ég blá ljós fyrir aftan mig á veginum og hugsaði með mér að eitthvað hlyti að hafa komið fyrir ofar í dalnum. Svo var þó ekki, vegalögreglan vildi ræða við mig og vigta kerruna. Ég sagði það sjálfsagt og átti ekki von á að það hefði alvarleg eftirköst þó að ég væri með eitthvað umfram leyfilegt magn af sandi á kerrunni. Hafði að vísu heyrt að þungaflutningabílar væru stundum sektaðir fyrir of þungan farm. Til að gera langa sögu stutta kom í ljós að ég var með 600 kg of mikið á framhásingu kerrunnar, sem má bera 1.750 kg. Við þessu eru sektarákvæði, sem miðast að vísu ekki við þungann, sem er umfram, heldur hve mörg prósent umframþunginn er. Þetta var 34% umfram hjá mér og við því er sekt upp á kr. 160.000. Það samsvarar 270 krónum á hvert kíló af sandinum. Mér var öllum lokið, en þetta átti eftir að versna. Sektir yfir kr. 100.000 eru settar á sakavottorð manna. Ég var því orðinn afbrotamaður með óhreint sakavottorð. Hvernig getur það staðist að einstaklingur lendi í slíkum hremmingum í íslenska réttarkerfinu? Að sækja sér sand í kerru hafi þessar afleiðingar og beri svo þung viðurlög? Er refsigleðin ekki helst til mikil? Eru þær reglur, sem lögreglan þarf að fara eftir, ekki hróplega óréttlátar? Höfundur er skógarbóndi.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun