Yfir þúsund mótmælendur handteknir á þjóðhátíðardegi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. júní 2017 07:00 Sjónarvottar lýstu því hvernig fólk var fjarlægt af handahófi. vísir/epa Áætlað er að rúmlega þúsund mótmælendur hafi verið handteknir í Moskvu og St. Pétursborg á þjóðhátíðardegi Rússlands í gær. Fólkið hafði komið saman til að mótmæla stjórnvöldum. Þúsundir manna komu saman á götum borganna tveggja og eru þá ótaldir aðrir mótmælendur í öðrum borgum. Rúmlega 5.000 mótmæltu í Moskvu og á fjórða þúsund í St. Pétursborg. Um 500 manns voru handteknir á hvorum fundi fyrir sig samkvæmt tölum frá lögreglu. Tölur lögreglunnar stemma ekki við tölur óháðra aðila.Alexei Navalny sést hér lengst til vinstri.VÍSIR/EPA„Óeirðalögreglumenn ganga hér inn í hópinn og handtaka mótmælendur, að því er virðist af handahófi,“ sagði Sarah Rainsford, fréttaritari BBC, í útsendingu fréttastofunnar. Forsprakki mótmælanna, og einn helsti andstæðingur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, Alexei Navalny, komst aldrei á staðinn. Lögreglumenn meinuðu honum útgöngu af heimili sínu skömmu áður en mótmælin hófust. Navalny, sem er staðráðinn í að bjóða sig fram sem forseti á næsta ári, notar netið og samfélagsmiðla til að ná til fólks. Hann hafði kallað eftir því að fólk færi út á götur og mótmælti spillingu í stjórnkerfinu. „Ég vil breytingar. Ég vil lifa í nútíma lýðræðisríki. Ég vil að skattarnir okkar verði að vegum, skólum og sjúkrahúsum en ekki lystisnekkjum, lúxusvillum og vínekrum útvaldra,“ sagði Navalny í einu slíku myndbandi sem birtist í mars. Að sögn sjónarvotta voru mótmælin óvenjuleg. Fyrir á svæðinu var fjölskyldufólk samankomið til að fagna þjóðhátíðardeginum. Skyndilega voru mótmælendur mættir á svæðið. Fast á hæla þeim fylgdu lögreglumenn gráir fyrir járnum. Mótmælafundurinn hafði ekki fengið grænt ljós frá stjórnvöldum og voru gestir fundarins meðvitaðir um að þeir gætu endað hann í járnum. Þeim virtist standa á sama og vildu láta rödd sína heyrast. Hróp og köll á borð við „Pútín, þjófur!“ og „Rússland mun verða frjálst á ný!“ ómuðu um strætin áður en mótmælin voru stöðvuð. Stjórnvöld höfðu veitt leyfi til að halda fundi í 169 borgum víða um land. Navalny hafði sjálfur sótt um leyfi og fengið en ekki líkað staðsetningin sem honum var boðið upp á. Hann færði því fundinn einhliða með áðurgreindum afleiðingum. Seint í gær var Navalny dæmdur í þrjátíu daga stofufangelsi fyrir að brjóta ítrekað gegn reglum um fundahald. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira
Áætlað er að rúmlega þúsund mótmælendur hafi verið handteknir í Moskvu og St. Pétursborg á þjóðhátíðardegi Rússlands í gær. Fólkið hafði komið saman til að mótmæla stjórnvöldum. Þúsundir manna komu saman á götum borganna tveggja og eru þá ótaldir aðrir mótmælendur í öðrum borgum. Rúmlega 5.000 mótmæltu í Moskvu og á fjórða þúsund í St. Pétursborg. Um 500 manns voru handteknir á hvorum fundi fyrir sig samkvæmt tölum frá lögreglu. Tölur lögreglunnar stemma ekki við tölur óháðra aðila.Alexei Navalny sést hér lengst til vinstri.VÍSIR/EPA„Óeirðalögreglumenn ganga hér inn í hópinn og handtaka mótmælendur, að því er virðist af handahófi,“ sagði Sarah Rainsford, fréttaritari BBC, í útsendingu fréttastofunnar. Forsprakki mótmælanna, og einn helsti andstæðingur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, Alexei Navalny, komst aldrei á staðinn. Lögreglumenn meinuðu honum útgöngu af heimili sínu skömmu áður en mótmælin hófust. Navalny, sem er staðráðinn í að bjóða sig fram sem forseti á næsta ári, notar netið og samfélagsmiðla til að ná til fólks. Hann hafði kallað eftir því að fólk færi út á götur og mótmælti spillingu í stjórnkerfinu. „Ég vil breytingar. Ég vil lifa í nútíma lýðræðisríki. Ég vil að skattarnir okkar verði að vegum, skólum og sjúkrahúsum en ekki lystisnekkjum, lúxusvillum og vínekrum útvaldra,“ sagði Navalny í einu slíku myndbandi sem birtist í mars. Að sögn sjónarvotta voru mótmælin óvenjuleg. Fyrir á svæðinu var fjölskyldufólk samankomið til að fagna þjóðhátíðardeginum. Skyndilega voru mótmælendur mættir á svæðið. Fast á hæla þeim fylgdu lögreglumenn gráir fyrir járnum. Mótmælafundurinn hafði ekki fengið grænt ljós frá stjórnvöldum og voru gestir fundarins meðvitaðir um að þeir gætu endað hann í járnum. Þeim virtist standa á sama og vildu láta rödd sína heyrast. Hróp og köll á borð við „Pútín, þjófur!“ og „Rússland mun verða frjálst á ný!“ ómuðu um strætin áður en mótmælin voru stöðvuð. Stjórnvöld höfðu veitt leyfi til að halda fundi í 169 borgum víða um land. Navalny hafði sjálfur sótt um leyfi og fengið en ekki líkað staðsetningin sem honum var boðið upp á. Hann færði því fundinn einhliða með áðurgreindum afleiðingum. Seint í gær var Navalny dæmdur í þrjátíu daga stofufangelsi fyrir að brjóta ítrekað gegn reglum um fundahald.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira