Hótaði lögreglumönnum og börnum þeirra lífláti Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. júní 2017 15:58 Héraðsdómur Suðurlands er staðsettur á Selfossi. Vísir/Rósa Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í tíu mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og þrjú brot gegn valdstjórninni. Brotin áttu sér stað frá 6. september 2015 til 15. desember 2016. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 6. september 2015 slegið mann með glerflösku í höfuðið þannig að flaskan brotnaði og maðurinn hlaut fjóra skurði á höfuðið. Þann sama dag þegar lögregla var að færa manninn í fangaklefa sparkaði hann í nárann á lögreglumanni þegar annar lögreglumaður hafai ætlað að losa af honum handjárn, en atvikið náðist á myndband í öryggismyndavél á lögreglustöðinni á Selfossi. Þriðja brotið átti sér stað þann 20. nóvember 2016 þegar maðurinn var í fangaklefa vegna annars máls sem meðal annars hafði varðað íkveikju á almannafæri. Maðurinn sást í öryggismyndavél hafa verið með kveikjara falinn í sokknum sínum og verið að kveikja eld í klefa sínum. Hafi þá lögreglumenn farið í klefann, fært manninn í viðurkennd lögreglutök og fundið kveikjarann. Þegar þeir hafi verið á leið út úr klefanum hafi maðurinn hótað börnum þeirra lífláti og sagt að hann myndi „senda menn til að ganga frá þeim.“ Hann hafi svo kallað á eftir þeim að börnin þeirra myndu hafa verra af. Þann 15. desember 2016 voru lögreglumenn að flytja manninn með lyftu niður á fangagang á lögreglustöðinni á Selfossi, en hann hafði þá verið handtekinn vegna annars máls. Í lyftunni hafi hann byrjað að hreyta í þá fúkyrðum og hótað þeim orðrétt „að hann muni ganga frá okkur, hann fengi menn til þess“.Í dómnum segir einnig að hann hafi þegar lögreglumenn hafi tekið hann lögreglutökum í klefa náð að losa hægri hönd sína og kýla í innanvert hægra læri annars lögreglumannsins. Sem fyrr segir var maðurinn, sem hefur ítrekað verið dæmdur í fangelsi fyrir ýmis brot, dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar. Þá var honum einnig gert að greiða allan sakakostnað, alls rúmlega eina milljón króna. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í tíu mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og þrjú brot gegn valdstjórninni. Brotin áttu sér stað frá 6. september 2015 til 15. desember 2016. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 6. september 2015 slegið mann með glerflösku í höfuðið þannig að flaskan brotnaði og maðurinn hlaut fjóra skurði á höfuðið. Þann sama dag þegar lögregla var að færa manninn í fangaklefa sparkaði hann í nárann á lögreglumanni þegar annar lögreglumaður hafai ætlað að losa af honum handjárn, en atvikið náðist á myndband í öryggismyndavél á lögreglustöðinni á Selfossi. Þriðja brotið átti sér stað þann 20. nóvember 2016 þegar maðurinn var í fangaklefa vegna annars máls sem meðal annars hafði varðað íkveikju á almannafæri. Maðurinn sást í öryggismyndavél hafa verið með kveikjara falinn í sokknum sínum og verið að kveikja eld í klefa sínum. Hafi þá lögreglumenn farið í klefann, fært manninn í viðurkennd lögreglutök og fundið kveikjarann. Þegar þeir hafi verið á leið út úr klefanum hafi maðurinn hótað börnum þeirra lífláti og sagt að hann myndi „senda menn til að ganga frá þeim.“ Hann hafi svo kallað á eftir þeim að börnin þeirra myndu hafa verra af. Þann 15. desember 2016 voru lögreglumenn að flytja manninn með lyftu niður á fangagang á lögreglustöðinni á Selfossi, en hann hafði þá verið handtekinn vegna annars máls. Í lyftunni hafi hann byrjað að hreyta í þá fúkyrðum og hótað þeim orðrétt „að hann muni ganga frá okkur, hann fengi menn til þess“.Í dómnum segir einnig að hann hafi þegar lögreglumenn hafi tekið hann lögreglutökum í klefa náð að losa hægri hönd sína og kýla í innanvert hægra læri annars lögreglumannsins. Sem fyrr segir var maðurinn, sem hefur ítrekað verið dæmdur í fangelsi fyrir ýmis brot, dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar. Þá var honum einnig gert að greiða allan sakakostnað, alls rúmlega eina milljón króna.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira