Innviðafjárfestingar á Íslandi í sögulegu lágmarki Sölvi Blöndal skrifar 14. júní 2017 07:00 Varla er um það deilt að innviðastofn samfélagsins, hafnir, flugvellir, vegir, brýr, göng, flutningskerfi raforku, breiðband og aðrir innviðir upplýsingatækni – spítalar og skólar – séu forsenda hagvaxtar og velferðar til lengri tíma. Tengsl hagvaxtar og innviðastofns eru vinsælt rannsóknarefni innan hagfræðinnar. Reynslan hefur sýnt að viðvarandi skortur á nýfjárfestingu í innviðum mun að öðru óbreyttu draga úr möguleikum til hagvaxtar. Á Íslandi skipta innviðir miklu máli. Ísland er strjálbýlt land með 3 íbúa á hvern ferkílómetra (miðað við 269 íbúa í Bretlandi, 234 í Þýskalandi) og kostnaður vegna innviða þar af leiðandi hærri enda æskilegt hlutfall innviðafjárfestingar af vergri Landsframleiðslu (VLF) hærri á Íslandi en flestum löndum innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD.Staða innviðafjárfestingar Ein af helstu afleiðingum fjármálakreppunnar 2008 var aukin skuldsetning hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga. Í kjölfarið dró víða verulega úr fjárfestingu, og þá sérstaklega nýfjárfestingu í innviðum. Árið 2016 stóð nýfjárfesting í innviðum í 2,5% af VLF meðal OECD ríkja miðað við 5% árið 1990. Það er því ljóst að skortur á innviðafjárfestingu er að mörgu leyti alþjóðlegt vandamál en OECD metur nú fjárfestingarþörf í innviðum um helmingi hærri, eða 4,1% af vergri landsframleiðslu.Þrátt fyrir að síðustu ár hafi hagvöxtur meðal OECD-ríkja tekið við sér er innviðafjárfesting enn í algeru lágmarki. Ísland er þar engin undantekning. Frá árinu 2009 hefur fjármunastofn innviða á Íslandi dregist saman úr 73% af VLF árið 2009 í 62% árið 2016 og hafði þá aldrei verið lægri og rúmlega 10% lægri en þurfa þykir til að viðhalda sama hagvaxtarstigi til langs tíma. Með öðrum orðum hafa afskriftir stofnsins verið meiri á tímabilinu en nýfjárfesting og gengið hefur á notagildi hans. Á árunum 1990 til 2008 nam árleg nýfjárfesting í innviðum um 5,5% af VLF að meðaltali sem ætla má að nauðsynlegt sé til að viðhalda 2,5% til 3% hagvexti til langs tíma. Samdráttur í nýrri fjárfestingu innviða hefur verið einkar áberandi síðan 2008 en árið 2016 var hlutfall nýrrar innviðafjárfestingar 3,8% miðað við tæplega 6% árið 2008. Hlutfall nýrrar fjárfestingar í innviðum náði sögulegu lágmarki árið 2012 þegar það nam 2,5% af VLF. Miðað við fyrrnefnt meðaltal hleypur uppsöfnuð fjárfestingarþörf í íslenskum innviðum, hefðbundnum og samfélagslegum, á bilinu 15% til 17% af VLF, eða um 230 milljörðum króna. Um helming þessarar upphæðar má rekja til uppsafnaðrar fjárfestingarþarfar í samgöngum. Ætla má að fjárfesting í innviðum á næstu sjö til tíu árum nemi 400 milljörðum eða um 25 prósentum af VLF. Fjármögnun framkvæmda Helstu einkenni innviðafjárfestinga eru töluverðar aðgangshindranir inn á markaðinn, stærðarhagkvæmni (hár fastur kostnaður, lágur breytilegur kostnaður), óteygin eftirspurn eftir þjónustunni, lágur rekstrarkostnaður, flókið reglugerðarumhverfi og ítarlegir samningar, og langur líftími. Í flestum tilfellum hafa fjárfestingar í íslenskum innviðum verið fjármagnaðar af hinu opinbera og þá oftast með aukinni skuldsetningu. Þó eru dæmi um aðkomu einkaaðila að framkvæmdum í innviðum eins og framkvæmd Hvalfjarðarganganna sýnir. Eina ástæðu fyrir takmörkuðum fjárfestingum opinberra aðila í hefðbundnum innviðafjárfestingum má rekja til sívaxandi útgjalda til heilbrigðismála, menntamála og félagsþjónustu. Til að fjármagna aukna fjárfestingu í innviðum geta stjórnvöld hækkað skatta og aukið útgáfu ríkisskuldabréfa en þá að sama skapi átt það á hættu að lækka í lánshæfi. Stjórnvöld hafa hins vegar einnig leitað nýrra leiða til uppbyggingar innviða, með aðkomu einkaaðila. Markmiðið með því er að draga úr ríkisskuldum og hallarekstri, flýta uppbyggingu þjóðhagslega arðbærra verkefna, auka kostnaðarþátttöku þeirra sem nýta opinbera þjónustu og nýta almennt kosti einkaframtaks. Við ákveðnar kringumstæður er einkaframkvæmd talin vera hagkvæmur kostur og er þá helst horft til hversu mikil áhætta fylgir framkvæmdinni, hvort einkaaðili búi yfir meiri færni en opinberir aðilar eða hvort einkaaðili geti náð fram samlegðaráhrifum í gegnum aðra starfsemi sína. Einkaframkvæmd fylgja lægri útgjöld í upphafi fyrir ríkið og kostnaður dreifist yfir lengra tímabil. Mótrök gegn aðkomu einkaaðila að innviðafjárfestingum er að fjármagnskostnaður sé að jafnaði hærri en hjá opinberum aðilum. Hins vegar má ætla að sá munur minnki ef opinberir aðilar skuldsetja sig fyrir öllum þessum verkefnum því þá kemur að því að lánshæfi þeirra lækkar sem leiðir til þess að fjármagnskostnaður opinberra aðila hækkar. Reynslan sýnir oft ágætan árangur af aðkomu einkaaðila að innviðafjárfestingum og hefur einn helsti kosturinn verið sá að verkefni framkvæmd með aðkomu einkaaðila taka skemmri tíma en opinber verkefni og eru oftar nær eða undir kostnaðaráætlun. Auk þess má benda á að einkafjármagn getur komið af stað innviðafjárfestingum sem ella hefði verið ráðist í mun seinna eða hreinlega ekki verið ráðist í ef þær væru einungis fjármagnaðar af hinu opinbera. Nauðsyn þess að ráðast í innviðafjárfestingar hefur sjaldan verið meiri en nú. Áframhaldandi uppsveifla í hagkerfinu samfara stöðugri fjölgun ferðamanna gerir fjárfestingar í innviðum samfélagsins óhjákvæmilegar.Höfundur er hagfræðingur hjá GAMMA Capital Management. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Varla er um það deilt að innviðastofn samfélagsins, hafnir, flugvellir, vegir, brýr, göng, flutningskerfi raforku, breiðband og aðrir innviðir upplýsingatækni – spítalar og skólar – séu forsenda hagvaxtar og velferðar til lengri tíma. Tengsl hagvaxtar og innviðastofns eru vinsælt rannsóknarefni innan hagfræðinnar. Reynslan hefur sýnt að viðvarandi skortur á nýfjárfestingu í innviðum mun að öðru óbreyttu draga úr möguleikum til hagvaxtar. Á Íslandi skipta innviðir miklu máli. Ísland er strjálbýlt land með 3 íbúa á hvern ferkílómetra (miðað við 269 íbúa í Bretlandi, 234 í Þýskalandi) og kostnaður vegna innviða þar af leiðandi hærri enda æskilegt hlutfall innviðafjárfestingar af vergri Landsframleiðslu (VLF) hærri á Íslandi en flestum löndum innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD.Staða innviðafjárfestingar Ein af helstu afleiðingum fjármálakreppunnar 2008 var aukin skuldsetning hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga. Í kjölfarið dró víða verulega úr fjárfestingu, og þá sérstaklega nýfjárfestingu í innviðum. Árið 2016 stóð nýfjárfesting í innviðum í 2,5% af VLF meðal OECD ríkja miðað við 5% árið 1990. Það er því ljóst að skortur á innviðafjárfestingu er að mörgu leyti alþjóðlegt vandamál en OECD metur nú fjárfestingarþörf í innviðum um helmingi hærri, eða 4,1% af vergri landsframleiðslu.Þrátt fyrir að síðustu ár hafi hagvöxtur meðal OECD-ríkja tekið við sér er innviðafjárfesting enn í algeru lágmarki. Ísland er þar engin undantekning. Frá árinu 2009 hefur fjármunastofn innviða á Íslandi dregist saman úr 73% af VLF árið 2009 í 62% árið 2016 og hafði þá aldrei verið lægri og rúmlega 10% lægri en þurfa þykir til að viðhalda sama hagvaxtarstigi til langs tíma. Með öðrum orðum hafa afskriftir stofnsins verið meiri á tímabilinu en nýfjárfesting og gengið hefur á notagildi hans. Á árunum 1990 til 2008 nam árleg nýfjárfesting í innviðum um 5,5% af VLF að meðaltali sem ætla má að nauðsynlegt sé til að viðhalda 2,5% til 3% hagvexti til langs tíma. Samdráttur í nýrri fjárfestingu innviða hefur verið einkar áberandi síðan 2008 en árið 2016 var hlutfall nýrrar innviðafjárfestingar 3,8% miðað við tæplega 6% árið 2008. Hlutfall nýrrar fjárfestingar í innviðum náði sögulegu lágmarki árið 2012 þegar það nam 2,5% af VLF. Miðað við fyrrnefnt meðaltal hleypur uppsöfnuð fjárfestingarþörf í íslenskum innviðum, hefðbundnum og samfélagslegum, á bilinu 15% til 17% af VLF, eða um 230 milljörðum króna. Um helming þessarar upphæðar má rekja til uppsafnaðrar fjárfestingarþarfar í samgöngum. Ætla má að fjárfesting í innviðum á næstu sjö til tíu árum nemi 400 milljörðum eða um 25 prósentum af VLF. Fjármögnun framkvæmda Helstu einkenni innviðafjárfestinga eru töluverðar aðgangshindranir inn á markaðinn, stærðarhagkvæmni (hár fastur kostnaður, lágur breytilegur kostnaður), óteygin eftirspurn eftir þjónustunni, lágur rekstrarkostnaður, flókið reglugerðarumhverfi og ítarlegir samningar, og langur líftími. Í flestum tilfellum hafa fjárfestingar í íslenskum innviðum verið fjármagnaðar af hinu opinbera og þá oftast með aukinni skuldsetningu. Þó eru dæmi um aðkomu einkaaðila að framkvæmdum í innviðum eins og framkvæmd Hvalfjarðarganganna sýnir. Eina ástæðu fyrir takmörkuðum fjárfestingum opinberra aðila í hefðbundnum innviðafjárfestingum má rekja til sívaxandi útgjalda til heilbrigðismála, menntamála og félagsþjónustu. Til að fjármagna aukna fjárfestingu í innviðum geta stjórnvöld hækkað skatta og aukið útgáfu ríkisskuldabréfa en þá að sama skapi átt það á hættu að lækka í lánshæfi. Stjórnvöld hafa hins vegar einnig leitað nýrra leiða til uppbyggingar innviða, með aðkomu einkaaðila. Markmiðið með því er að draga úr ríkisskuldum og hallarekstri, flýta uppbyggingu þjóðhagslega arðbærra verkefna, auka kostnaðarþátttöku þeirra sem nýta opinbera þjónustu og nýta almennt kosti einkaframtaks. Við ákveðnar kringumstæður er einkaframkvæmd talin vera hagkvæmur kostur og er þá helst horft til hversu mikil áhætta fylgir framkvæmdinni, hvort einkaaðili búi yfir meiri færni en opinberir aðilar eða hvort einkaaðili geti náð fram samlegðaráhrifum í gegnum aðra starfsemi sína. Einkaframkvæmd fylgja lægri útgjöld í upphafi fyrir ríkið og kostnaður dreifist yfir lengra tímabil. Mótrök gegn aðkomu einkaaðila að innviðafjárfestingum er að fjármagnskostnaður sé að jafnaði hærri en hjá opinberum aðilum. Hins vegar má ætla að sá munur minnki ef opinberir aðilar skuldsetja sig fyrir öllum þessum verkefnum því þá kemur að því að lánshæfi þeirra lækkar sem leiðir til þess að fjármagnskostnaður opinberra aðila hækkar. Reynslan sýnir oft ágætan árangur af aðkomu einkaaðila að innviðafjárfestingum og hefur einn helsti kosturinn verið sá að verkefni framkvæmd með aðkomu einkaaðila taka skemmri tíma en opinber verkefni og eru oftar nær eða undir kostnaðaráætlun. Auk þess má benda á að einkafjármagn getur komið af stað innviðafjárfestingum sem ella hefði verið ráðist í mun seinna eða hreinlega ekki verið ráðist í ef þær væru einungis fjármagnaðar af hinu opinbera. Nauðsyn þess að ráðast í innviðafjárfestingar hefur sjaldan verið meiri en nú. Áframhaldandi uppsveifla í hagkerfinu samfara stöðugri fjölgun ferðamanna gerir fjárfestingar í innviðum samfélagsins óhjákvæmilegar.Höfundur er hagfræðingur hjá GAMMA Capital Management.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun