Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar 2. júlí 2025 11:00 Sem betur fer hefur okkur Íslendingum gengið vel að skapa hér velferðarsamfélag á forsendum mikillar verðmætasköpunar. Forsenda þess að þessi velgengni haldi áfram er að þeir sem leggja fjármagn í atvinnurekstur fái það til baka með eðlilegri ávöxtun. Arðgreiðslur: Hvati eða græðgi Að tryggja svigrúm til arðgreiðslna í atvinnurekstri er grundvallaratriði fyrir heilbrigt og blómlegt hagkerfi. Þetta á sérstaklega við um útflutningsgreinar eins og íslenskan sjávarútveg. Arðgreiðslur eru ekki einungis leið til að verðlauna eigendur fyrir áhættu og fjárfestingu, heldur gegna þær lykilhlutverki í að laða að nýtt fjármagn, stuðla að nýsköpun og viðhalda samkeppnishæfni atvinnugreinarinnar. Þetta vita allir, líka flestir þingmenn vinstriflokkanna. Samt nota þau öll tækifæri til að reyna að telja fólki trú um að ein grein umfram aðra stundi ofurarðgreiðslur á forsendum aðgengis að auðlind þjóðarinnar. Þessi málflutningur er beinlínis rangur og byggir á vafasömum forsendum sem virðast sniðnar að pólitískum markmiðum, ekki staðreyndum. Afvegaleiðandi umræða og skortur á staðreyndum Það er furðulegt hversu mikið ríkisstjórnarflokkarnir komast upp með að afvegaleiða umræðuna um arðgreiðslur í sjávarútvegi, hugsanlega vegna ofuráherslu á að það vanti fleiri excelskjöl og greiningar af hálfu stjórnarandstöðunnar og hagsmunasamtaka. Flest af því sem að sjávarútvegi snýr er þekkt og mikið af gögnum liggur fyrir. Þegar þau eru skoðuð blasir við að ríkisstjórnin veifar röngu tré og beitir pólitískum forsendum, ekki þjóðhagslegum eða hagfræðilegum, til að réttlæta skattahækkanir. Arðsemi sjávarútvegs í samanburði Til að skýra stöðuna nánar má líta til greiningar Ragnars M. Gunnarssonar, fjármálafræðings frá Flateyri, sem hefur greint arðsemi atvinnugreina á Íslandi frá 2002 til 2023. Samkvæmt greiningu hans hefur arðsemi sjávarútvegs og fiskeldis verið talsvert lægri sem hlutfall af hagnaði samanborið við þær greinar sem byggja rekstur sinn á innlendri veltu. Til dæmis: Gögn sýna að sjávarútvegur hefur verið með umtalsvert lægri arðgreiðslur en margar aðrar greinar. Af hverjum 100 krónum sem sjávarútvegur og fiskeldi hefur skilað í hagnað, hafa 62 krónur verið haldið innan fyrirtækisins og endurfjárfest. Á sama tíma hafa heildsölur greitt út 68% af hagnaði en þannig að 32 krónur af hverjum 100 krónum í hagnað hefur verið haldið efir í fyrirtækinu. Þessar tölur sýna að arðgreiðslur í sjávarútvegi eru, hlutfallslega, mikið lægri en af mörgum öðrum greinum, sem dregur úr þeirri fullyrðingu að um "ofurarðgreiðslur" sé að ræða í sjávarútvegi. Mikilvægi útflutningsgreina fyrir landsbyggðina Það er áhættusöm þróun að veikja mikilvægar útflutningsgreinar eins og sjávarútveg og ferðaþjónustu, sérstaklega með málflutningi sem er ekki byggður á staðreyndum. Sjávarútvegur, ásamt ferðaþjónustu, er lífæð landsbyggðarinnar og ein af grundvallarstoðum velferðar í landinu. Þessar greinar þurfa stuðning til vaxtar frekar en veikingar í gegnum ofurskattlagningu. Kallið eftir stöðugleika Stjórnvöldum ber að skapa stöðugt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi fyrir sjávarútveginn. Ófyrirsjáanlegar breytingar á regluverki eða of mikil skattlagning geta dregið úr vilja til að fjárfesta og þar með skaðað framtíðarþróun greinarinnar. Svigrúm til arðgreiðslna er ekki lúxus, heldur nauðsynlegur þáttur til að tryggja að sjávarútvegurinn geti áfram verið drifkraftur í íslensku hagkerfi, skapað störf og verðmæti fyrir samfélagið allt. Sjávarútvegurinn hefur sýnt að hann vill byggja til framtíðar og hefur því stillt arðgreiðslum í hóf og greitt lægri arðgreiðslur en margar aðrar greinar. Höfundur er bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Sem betur fer hefur okkur Íslendingum gengið vel að skapa hér velferðarsamfélag á forsendum mikillar verðmætasköpunar. Forsenda þess að þessi velgengni haldi áfram er að þeir sem leggja fjármagn í atvinnurekstur fái það til baka með eðlilegri ávöxtun. Arðgreiðslur: Hvati eða græðgi Að tryggja svigrúm til arðgreiðslna í atvinnurekstri er grundvallaratriði fyrir heilbrigt og blómlegt hagkerfi. Þetta á sérstaklega við um útflutningsgreinar eins og íslenskan sjávarútveg. Arðgreiðslur eru ekki einungis leið til að verðlauna eigendur fyrir áhættu og fjárfestingu, heldur gegna þær lykilhlutverki í að laða að nýtt fjármagn, stuðla að nýsköpun og viðhalda samkeppnishæfni atvinnugreinarinnar. Þetta vita allir, líka flestir þingmenn vinstriflokkanna. Samt nota þau öll tækifæri til að reyna að telja fólki trú um að ein grein umfram aðra stundi ofurarðgreiðslur á forsendum aðgengis að auðlind þjóðarinnar. Þessi málflutningur er beinlínis rangur og byggir á vafasömum forsendum sem virðast sniðnar að pólitískum markmiðum, ekki staðreyndum. Afvegaleiðandi umræða og skortur á staðreyndum Það er furðulegt hversu mikið ríkisstjórnarflokkarnir komast upp með að afvegaleiða umræðuna um arðgreiðslur í sjávarútvegi, hugsanlega vegna ofuráherslu á að það vanti fleiri excelskjöl og greiningar af hálfu stjórnarandstöðunnar og hagsmunasamtaka. Flest af því sem að sjávarútvegi snýr er þekkt og mikið af gögnum liggur fyrir. Þegar þau eru skoðuð blasir við að ríkisstjórnin veifar röngu tré og beitir pólitískum forsendum, ekki þjóðhagslegum eða hagfræðilegum, til að réttlæta skattahækkanir. Arðsemi sjávarútvegs í samanburði Til að skýra stöðuna nánar má líta til greiningar Ragnars M. Gunnarssonar, fjármálafræðings frá Flateyri, sem hefur greint arðsemi atvinnugreina á Íslandi frá 2002 til 2023. Samkvæmt greiningu hans hefur arðsemi sjávarútvegs og fiskeldis verið talsvert lægri sem hlutfall af hagnaði samanborið við þær greinar sem byggja rekstur sinn á innlendri veltu. Til dæmis: Gögn sýna að sjávarútvegur hefur verið með umtalsvert lægri arðgreiðslur en margar aðrar greinar. Af hverjum 100 krónum sem sjávarútvegur og fiskeldi hefur skilað í hagnað, hafa 62 krónur verið haldið innan fyrirtækisins og endurfjárfest. Á sama tíma hafa heildsölur greitt út 68% af hagnaði en þannig að 32 krónur af hverjum 100 krónum í hagnað hefur verið haldið efir í fyrirtækinu. Þessar tölur sýna að arðgreiðslur í sjávarútvegi eru, hlutfallslega, mikið lægri en af mörgum öðrum greinum, sem dregur úr þeirri fullyrðingu að um "ofurarðgreiðslur" sé að ræða í sjávarútvegi. Mikilvægi útflutningsgreina fyrir landsbyggðina Það er áhættusöm þróun að veikja mikilvægar útflutningsgreinar eins og sjávarútveg og ferðaþjónustu, sérstaklega með málflutningi sem er ekki byggður á staðreyndum. Sjávarútvegur, ásamt ferðaþjónustu, er lífæð landsbyggðarinnar og ein af grundvallarstoðum velferðar í landinu. Þessar greinar þurfa stuðning til vaxtar frekar en veikingar í gegnum ofurskattlagningu. Kallið eftir stöðugleika Stjórnvöldum ber að skapa stöðugt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi fyrir sjávarútveginn. Ófyrirsjáanlegar breytingar á regluverki eða of mikil skattlagning geta dregið úr vilja til að fjárfesta og þar með skaðað framtíðarþróun greinarinnar. Svigrúm til arðgreiðslna er ekki lúxus, heldur nauðsynlegur þáttur til að tryggja að sjávarútvegurinn geti áfram verið drifkraftur í íslensku hagkerfi, skapað störf og verðmæti fyrir samfélagið allt. Sjávarútvegurinn hefur sýnt að hann vill byggja til framtíðar og hefur því stillt arðgreiðslum í hóf og greitt lægri arðgreiðslur en margar aðrar greinar. Höfundur er bæjarstjóri.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun