Vanlíðan ungmenna á Íslandi og menntamálayfirvöld Guðrún Ingibjörg Stefánsdóttir skrifar 6. júní 2017 10:08 Í nýlegri rannsókn kemur fram að kvíði og þunglyndi séu að aukast meðal ungmenna á Íslandi. Margar ástæður eru eflaust fyrir þessu en ýmislegt bendir til að yfirvöld hjálpi ekki til. Illa ígrundaðar aðgerðir í menntamálum bitna harkalega á nemendum og kennurum og þar með samfélaginu öllu. Í nýlegri frétt á RÚV var fjallað um styttingu framhaldsskólans og áhyggjur foreldra af áhrifum hennar á ungmenni. Styttingin virðist hafa minnkað námsánægju og nemendur þurfa gjarnan að hætta í tómstundum og félagsstörfum vegna álags. Afleiðingin er sú að fall í sumum skólum er mikið á fyrsta ári. Álag veldur streitu sem getur haft alvarleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Hver er ávinningurinn þegar upp er staðið? Samkvæmt Hvítbók Illuga Gunnarssonar, fyrrum menntamálaráðherra, átti þessi aðgerð að draga úr brotthvarfi úr námi á framhaldsskólastigi. Spurning er hvort hið gagnstæða hafi ekki orðið raunin þegar horft er til námsálags og falls nemenda á fyrsta námsári framhaldsskóla? Kennarar höfðu frá upphafi efasemdir um framkvæmdina við styttingu náms til stúdentsprófs. Undirbúningur hefði mátt vera vandaðri og skoða hefði þurft aðrar leiðir. Benda má á að í marga áratugi hafa góðir námsmenn átt þess kost að ljúka námi á þremur árum eða flýta fyrir sér með því að taka áfanga í framhaldsskólum meðfram námi í grunnskóla. Og nú eru uppi hugmyndir um að stytta skólann enn frekar. Verður endanlega tekinn frá börnunum okkar sá tími sem þau eiga að vera áhyggjulaus, njóta lífsins og fá að reka sig á? Annað dæmi um lítt undirbúin vinnubrögð menntamálayfirvalda er tilskipun um að meta árangur grunnskólanemenda með einkunnum í bókstöfum. Þetta var framkvæmt án samráðs við kennara og þrátt fyrir ákafar mótbárur. Fyrirvarinn var lítill og kennarar fengu takmarkaðar leiðbeiningar. Nýja kerfið með bókstafaeinkunnum er eitt af því sem oft ber á góma í viðtölum unglinga við sálfræðinga Litlu Kvíðameðferðarstöðvarinnar og veldur þeim vanlíðan. Þeir átta sig illa á því hvernig nýta má einkunnakerfið til að bæta námsárangur og finnst kerfið ósanngjarnt enda oft mikið bil á milli tveggja nemenda sem fá sama bókstaf í einkunn. Þetta veldur unglingunum óöryggi og kvíða því þeir vita ekki hvaða mælikvarða framhaldsskólarnir nota sem grundvöll til að meta umsóknir í skólana. Nýjasta hugmynd menntamálayfirvalda er að Tækniskólinn taki yfir rekstur Fjölbrautaskólans við Ármúla. Þetta á að gera í sparnaðarskyni. Enginn veit þó hvort það gengur eftir eða hversu mikill sparnaður mun af því hljótast. Um menntun er ekki rætt. Enginn hefur séð fagleg rök fyrir þessari aðgerð og starfsmenn skólans voru ekki hafðir með í ráðum þegar málið var skoðað. Ekkert hefur komið fram hvernig þessi yfirtaka gagnast nemendum FÁ. Um kosti skólans má lesa í nýlegri úttekt sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið lét gera en virðist þó ókunnugt um. Einhverjum gæti þótt að mikil þörf væri fyrir slíkan skóla. Grípa þarf snemma til aðgerða til að einstaklingar með margþættan vanda fái að blómstra í samfélaginu. Grunnskólana skortir sárlega úrræði til að bjóða þessum nemendum þá þjónustu sem þeir þurfa. Mikið púður og fé fer í greiningar en lítið í aðgerðir til að aðstoða þessa nemendur inní skólastofu. Þetta veldur ekki bara nemendunum sjálfum vanlíðan heldur líka fjölskyldum þeirra, bekkjarfélögum, kennurum og stjórnendum skólanna. Einnig er mikilvægt að hlúð sé að nemendum í framhaldsskólum en þar hefur Fjölbrautaskólinn við Ármúla verið í fararbroddi. Víða má finna góðar fyrirmyndir. Í Slóveníu er brotthvarf úr framhaldsskólum mjög lítið og menntunarstig þjóðarinnar hátt. Þar er öflug menntastefna og yfirvöld hafa heildarsýn. Þrjú ráðuneyti vinna eftir þessari stefnu og taka höndum saman varðandi velferð og menntun barna og ungmenna. Þetta eru menntamálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið. Sömuleiðis gæta Finnar þess að gera ekki breytingar á menntamálum nema í samráði við fagfólk þ.á.m. kennara. Er hugsanlegt að við gætum lært eitthvað af þeim? Á Íslandi fá kennarar hins vegar að heyra um grundvallarbreytingar á skólastarfi með litlum fyrirvara eða jafnvel úr fréttum. Þetta er vanvirðing við skólastarfið og skilningsleysi á því sem fram fer í skólum landsins. Ekkert samráð er haft við kennara og engin framtíðarsýn virðist vera hjá yfirvöldum. Á hvaða vegferð eru íslensk menntamálayfirvöld? Hvar er menntastefnan? Þarf ekki að hætta að neyða kennara og nemendur til að taka upp illa ígrunduðuð gæluverkefni menntamálayfirvalda? Það ætti að vera augljóst að fagmenn í skólastarfi þ.e. kennarar fái að taka þátt þegar unnið er að breytingum á skólastarfi. Eins og kom fram í upphafi greinarinnar vex kvíði og þunglyndi meðal ungra Íslendinga. Á þessu þarf að taka í skólunum. Það er samfélaginu dýrt að gera það ekki.Guðrún Ingibjörg Stefánsdóttir, framhaldsskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Í nýlegri rannsókn kemur fram að kvíði og þunglyndi séu að aukast meðal ungmenna á Íslandi. Margar ástæður eru eflaust fyrir þessu en ýmislegt bendir til að yfirvöld hjálpi ekki til. Illa ígrundaðar aðgerðir í menntamálum bitna harkalega á nemendum og kennurum og þar með samfélaginu öllu. Í nýlegri frétt á RÚV var fjallað um styttingu framhaldsskólans og áhyggjur foreldra af áhrifum hennar á ungmenni. Styttingin virðist hafa minnkað námsánægju og nemendur þurfa gjarnan að hætta í tómstundum og félagsstörfum vegna álags. Afleiðingin er sú að fall í sumum skólum er mikið á fyrsta ári. Álag veldur streitu sem getur haft alvarleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Hver er ávinningurinn þegar upp er staðið? Samkvæmt Hvítbók Illuga Gunnarssonar, fyrrum menntamálaráðherra, átti þessi aðgerð að draga úr brotthvarfi úr námi á framhaldsskólastigi. Spurning er hvort hið gagnstæða hafi ekki orðið raunin þegar horft er til námsálags og falls nemenda á fyrsta námsári framhaldsskóla? Kennarar höfðu frá upphafi efasemdir um framkvæmdina við styttingu náms til stúdentsprófs. Undirbúningur hefði mátt vera vandaðri og skoða hefði þurft aðrar leiðir. Benda má á að í marga áratugi hafa góðir námsmenn átt þess kost að ljúka námi á þremur árum eða flýta fyrir sér með því að taka áfanga í framhaldsskólum meðfram námi í grunnskóla. Og nú eru uppi hugmyndir um að stytta skólann enn frekar. Verður endanlega tekinn frá börnunum okkar sá tími sem þau eiga að vera áhyggjulaus, njóta lífsins og fá að reka sig á? Annað dæmi um lítt undirbúin vinnubrögð menntamálayfirvalda er tilskipun um að meta árangur grunnskólanemenda með einkunnum í bókstöfum. Þetta var framkvæmt án samráðs við kennara og þrátt fyrir ákafar mótbárur. Fyrirvarinn var lítill og kennarar fengu takmarkaðar leiðbeiningar. Nýja kerfið með bókstafaeinkunnum er eitt af því sem oft ber á góma í viðtölum unglinga við sálfræðinga Litlu Kvíðameðferðarstöðvarinnar og veldur þeim vanlíðan. Þeir átta sig illa á því hvernig nýta má einkunnakerfið til að bæta námsárangur og finnst kerfið ósanngjarnt enda oft mikið bil á milli tveggja nemenda sem fá sama bókstaf í einkunn. Þetta veldur unglingunum óöryggi og kvíða því þeir vita ekki hvaða mælikvarða framhaldsskólarnir nota sem grundvöll til að meta umsóknir í skólana. Nýjasta hugmynd menntamálayfirvalda er að Tækniskólinn taki yfir rekstur Fjölbrautaskólans við Ármúla. Þetta á að gera í sparnaðarskyni. Enginn veit þó hvort það gengur eftir eða hversu mikill sparnaður mun af því hljótast. Um menntun er ekki rætt. Enginn hefur séð fagleg rök fyrir þessari aðgerð og starfsmenn skólans voru ekki hafðir með í ráðum þegar málið var skoðað. Ekkert hefur komið fram hvernig þessi yfirtaka gagnast nemendum FÁ. Um kosti skólans má lesa í nýlegri úttekt sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið lét gera en virðist þó ókunnugt um. Einhverjum gæti þótt að mikil þörf væri fyrir slíkan skóla. Grípa þarf snemma til aðgerða til að einstaklingar með margþættan vanda fái að blómstra í samfélaginu. Grunnskólana skortir sárlega úrræði til að bjóða þessum nemendum þá þjónustu sem þeir þurfa. Mikið púður og fé fer í greiningar en lítið í aðgerðir til að aðstoða þessa nemendur inní skólastofu. Þetta veldur ekki bara nemendunum sjálfum vanlíðan heldur líka fjölskyldum þeirra, bekkjarfélögum, kennurum og stjórnendum skólanna. Einnig er mikilvægt að hlúð sé að nemendum í framhaldsskólum en þar hefur Fjölbrautaskólinn við Ármúla verið í fararbroddi. Víða má finna góðar fyrirmyndir. Í Slóveníu er brotthvarf úr framhaldsskólum mjög lítið og menntunarstig þjóðarinnar hátt. Þar er öflug menntastefna og yfirvöld hafa heildarsýn. Þrjú ráðuneyti vinna eftir þessari stefnu og taka höndum saman varðandi velferð og menntun barna og ungmenna. Þetta eru menntamálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið. Sömuleiðis gæta Finnar þess að gera ekki breytingar á menntamálum nema í samráði við fagfólk þ.á.m. kennara. Er hugsanlegt að við gætum lært eitthvað af þeim? Á Íslandi fá kennarar hins vegar að heyra um grundvallarbreytingar á skólastarfi með litlum fyrirvara eða jafnvel úr fréttum. Þetta er vanvirðing við skólastarfið og skilningsleysi á því sem fram fer í skólum landsins. Ekkert samráð er haft við kennara og engin framtíðarsýn virðist vera hjá yfirvöldum. Á hvaða vegferð eru íslensk menntamálayfirvöld? Hvar er menntastefnan? Þarf ekki að hætta að neyða kennara og nemendur til að taka upp illa ígrunduðuð gæluverkefni menntamálayfirvalda? Það ætti að vera augljóst að fagmenn í skólastarfi þ.e. kennarar fái að taka þátt þegar unnið er að breytingum á skólastarfi. Eins og kom fram í upphafi greinarinnar vex kvíði og þunglyndi meðal ungra Íslendinga. Á þessu þarf að taka í skólunum. Það er samfélaginu dýrt að gera það ekki.Guðrún Ingibjörg Stefánsdóttir, framhaldsskólakennari
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun