Innlent

Esjutónleikum frestað vegna veðurs

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá tónleikunum í fyrra.
Frá tónleikunum í fyrra.

Tónleikum Nova sem áttu að fara fram á Esjunni í kvöld hefur verið frestað til morguns. Þetta kemur fram í tilkynningu. Tónleikarnir verða í staðinn haldnir annað kvöld klukkan 18.

Dagskráin verður óbreytt en plötusnúðurinn Þura Stína hitar upp og taka rappararnir Úlfur Úlfur, Aron Can og Emmsjé Gauti við af henni.

Hægt er að ganga upp að tónleikastaðnum en einnig verður boðið upp á þyrluflug sem kostar 6500 krónur upp og 6500 krónur niður.

Áætlað er að tónleikunum ljúki klukkan 21.30.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.