Kótilettan reynir við frægustu kokka heims Benedikt Bóas skrifar 30. maí 2017 06:00 Hver veit nema þessir kokkar komi til með að standa við grillið á Selfossi. vísir/getty/getty/getty Aðstandendur fjölskylduhátíðarinnar Kótilettunnar á Selfossi hafa sett sig í samband við ofurstjörnukokkana Gordon Ramsey, Guy Fiery og Jamie Oliver um að standa við góðgerðargrillið þar sem kótilettur verða seldar til styrktar góðu málefni. Hefur þeim verið boðið gull og grænir skógar til að standa við grillið og selja kótilettur. Engin staðfesting hefur þó borist. „Við erum að reyna að fá þá en það er ekki komið endanlegt svar. Við erum að verða vondaufir um að þetta takist núna en við létum vita að það yrði gaman að fá þá þegar hátíðin verður 10 ára,“ segir Einar Björnsson, einn af forsprökkum hátíðarinnar. Hann segir að gullið og grænu skógarnir felist þó aðallega í upplifun enda sé margt að sjá og upplifa á Suðurlandinu. „Það er búið að bjóða þeim í þyrluflug, laxveiði og annað sem hér er í boði á Suðurlandinu. Það er búið að gera sitthvað til að reyna að ná þeim.“ Varla þarf að kynna þremenningana en þeir eru allir meðal frægustu sjónvarpskokka heims og sjónvarpsþættir þeirra, veitingastaðir og hlutir tengdir matreiðslu eru notaðir af milljónum á hverjum degi. Fieri er andlit Food Network og á nokkra veitingastaði. Gordon Ramsey er Íslendingum að góðu kunnur en þættir hans Hell’s Kitchen og fleiri eru gríðarlega vinsælir. Hann fékk um 60 milljónir dollara fyrir árið 2015, bara í sjónvarpstekjur. Jamie Oliver er síðan andstæða þeirra tveggja. Hugljúfur og þægilegur sjónvarpskokkur sem opnar stað með nafni sínu á Hótel Borg innan skamms. Þetta er í áttunda sinn sem Kótilettan fer fram en fyrir þremur árum byrjaði svokallað SBK styrktargrill. Hafa Jói Fel, Sigurður Ingi og fleira gott fólk staðið við grillið á þessum árum og yfirleitt safnast í um milljón. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduskemmtun sem Einar segist stoltur af. „Við vorum einu sinni með ball þar sem fjórar kynslóðir voru samankomnar að dansa. Langamman, amman, mamman og dóttirin. Nú eru Stuðmenn og Páll Óskar meðal annars þannig að þetta er fjölskylduhátíð á sterum,“ segir hann og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Sjá meira
Aðstandendur fjölskylduhátíðarinnar Kótilettunnar á Selfossi hafa sett sig í samband við ofurstjörnukokkana Gordon Ramsey, Guy Fiery og Jamie Oliver um að standa við góðgerðargrillið þar sem kótilettur verða seldar til styrktar góðu málefni. Hefur þeim verið boðið gull og grænir skógar til að standa við grillið og selja kótilettur. Engin staðfesting hefur þó borist. „Við erum að reyna að fá þá en það er ekki komið endanlegt svar. Við erum að verða vondaufir um að þetta takist núna en við létum vita að það yrði gaman að fá þá þegar hátíðin verður 10 ára,“ segir Einar Björnsson, einn af forsprökkum hátíðarinnar. Hann segir að gullið og grænu skógarnir felist þó aðallega í upplifun enda sé margt að sjá og upplifa á Suðurlandinu. „Það er búið að bjóða þeim í þyrluflug, laxveiði og annað sem hér er í boði á Suðurlandinu. Það er búið að gera sitthvað til að reyna að ná þeim.“ Varla þarf að kynna þremenningana en þeir eru allir meðal frægustu sjónvarpskokka heims og sjónvarpsþættir þeirra, veitingastaðir og hlutir tengdir matreiðslu eru notaðir af milljónum á hverjum degi. Fieri er andlit Food Network og á nokkra veitingastaði. Gordon Ramsey er Íslendingum að góðu kunnur en þættir hans Hell’s Kitchen og fleiri eru gríðarlega vinsælir. Hann fékk um 60 milljónir dollara fyrir árið 2015, bara í sjónvarpstekjur. Jamie Oliver er síðan andstæða þeirra tveggja. Hugljúfur og þægilegur sjónvarpskokkur sem opnar stað með nafni sínu á Hótel Borg innan skamms. Þetta er í áttunda sinn sem Kótilettan fer fram en fyrir þremur árum byrjaði svokallað SBK styrktargrill. Hafa Jói Fel, Sigurður Ingi og fleira gott fólk staðið við grillið á þessum árum og yfirleitt safnast í um milljón. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduskemmtun sem Einar segist stoltur af. „Við vorum einu sinni með ball þar sem fjórar kynslóðir voru samankomnar að dansa. Langamman, amman, mamman og dóttirin. Nú eru Stuðmenn og Páll Óskar meðal annars þannig að þetta er fjölskylduhátíð á sterum,“ segir hann og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein