Kínverjar drápu fjölda njósnara CIA Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2017 08:49 Árið 2010 höfðu Bandaríkin verið að fá góðar upplýsingar frá heimildarmönnum innan stjórnvalda, sem meðal annars voru reiðir yfir mikilli spillingu. Þá fór að hægja verulega á upplýsingaflæðinu og heimildarmenn hurfu. Vísir/EPA Yfirvöld í Kína drápu eða fangelsuðu 18 til 20 menn á árunum 2010 til 2012, sem höfðu veitt Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, upplýsingar. Með kerfisbundnum hætti þurrkuðu Kínverjar út njósnahring sem hafði tekið ár að byggja upp og drógu verulega úr njósnum Bandaríkjanna í Kína. Enn er deilt um hvort að njósnari hafi útvegað Kínverjum nöfn heimildarmanna CIA eða hvort þeir hafi öðlast þau með tölvuárásum. Þetta kemur fram í frétt New York Times, en þar segir að einn heimildarmaður CIA hafi verið tekinn af lífi fyrir utan opinbera byggingu í Kína og að tilgangur aftökunnar hafi verið að senda skilaboð til annarra.Mikið áfallHeimildarmenn NYT segja þetta vera versta áfall CIA í áratugi. Það sé einungis sambærilegt því þegar Adrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna um árabil. Árið 2010 höfðu Bandaríkin verið að fá góðar upplýsingar frá heimildarmönnum innan stjórnvalda, sem meðal annars voru reiðir yfir mikilli spillingu. Þá fór að hægja verulega á upplýsingaflæðinu og heimildarmenn hurfu. Sameiginleg rannsókn CIA og FBI beindist að miklu leyti gegn fyrrverandi útsendara CIA sem kom að njósnum Bandaríkjanna í Kína, en ekki fundust næg sönnunargögn til að handtaka hann. Þá töldu ýmsir rannsakendur einnig að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA og enn aðrir töldu starfsmenn CIA í Kína hafa orðið kærulausa. Þeir hefðu ferðast sömu leiðirnar og hitt heimildarmenn sína á sömu veitingastöðunum. Njósnayfirvöld Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu árið 2013 að yfirvöld Kína gætu ekki lengur fundið útsendara þeirra og heimildarmenn. Síðan þá hefur CIA unnið að því að byggja aftur upp njósnastörf sín þar í landi.Útvegaði tækni fyrir vændiskonurNYT segja njósnaaðgerðir Kína í Bandaríkjunum hafa verið umfangsmiklar á undanförnum árum. Kínverjar hafa verið sakaðir um að stela persónuupplýsingum um opinbera starfsmenn í Bandaríkjunum í stórri tölvuárás árið 2015. Þar að auki viðurkenndi starfsmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, í fyrra að hafa verið útsendari Kína um árabil. Hann hafði útvegað Kínverjum upplýsingar um nýja tækni í staðinn fyrir peninga, gistingu á hágæða hótelum og vændiskonur. Þá standa málaferli yfir gegn konu sem starfaði til langs tíma hjá Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Candace Marie Claiborne er sökuð um að ljúga til um samskipti sína við kínverska embættismenn. Hún er sögð hafa fengið peninga, íbúð og ýmsar gjafir frá yfirvöldum Kína. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Yfirvöld í Kína drápu eða fangelsuðu 18 til 20 menn á árunum 2010 til 2012, sem höfðu veitt Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, upplýsingar. Með kerfisbundnum hætti þurrkuðu Kínverjar út njósnahring sem hafði tekið ár að byggja upp og drógu verulega úr njósnum Bandaríkjanna í Kína. Enn er deilt um hvort að njósnari hafi útvegað Kínverjum nöfn heimildarmanna CIA eða hvort þeir hafi öðlast þau með tölvuárásum. Þetta kemur fram í frétt New York Times, en þar segir að einn heimildarmaður CIA hafi verið tekinn af lífi fyrir utan opinbera byggingu í Kína og að tilgangur aftökunnar hafi verið að senda skilaboð til annarra.Mikið áfallHeimildarmenn NYT segja þetta vera versta áfall CIA í áratugi. Það sé einungis sambærilegt því þegar Adrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna um árabil. Árið 2010 höfðu Bandaríkin verið að fá góðar upplýsingar frá heimildarmönnum innan stjórnvalda, sem meðal annars voru reiðir yfir mikilli spillingu. Þá fór að hægja verulega á upplýsingaflæðinu og heimildarmenn hurfu. Sameiginleg rannsókn CIA og FBI beindist að miklu leyti gegn fyrrverandi útsendara CIA sem kom að njósnum Bandaríkjanna í Kína, en ekki fundust næg sönnunargögn til að handtaka hann. Þá töldu ýmsir rannsakendur einnig að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA og enn aðrir töldu starfsmenn CIA í Kína hafa orðið kærulausa. Þeir hefðu ferðast sömu leiðirnar og hitt heimildarmenn sína á sömu veitingastöðunum. Njósnayfirvöld Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu árið 2013 að yfirvöld Kína gætu ekki lengur fundið útsendara þeirra og heimildarmenn. Síðan þá hefur CIA unnið að því að byggja aftur upp njósnastörf sín þar í landi.Útvegaði tækni fyrir vændiskonurNYT segja njósnaaðgerðir Kína í Bandaríkjunum hafa verið umfangsmiklar á undanförnum árum. Kínverjar hafa verið sakaðir um að stela persónuupplýsingum um opinbera starfsmenn í Bandaríkjunum í stórri tölvuárás árið 2015. Þar að auki viðurkenndi starfsmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, í fyrra að hafa verið útsendari Kína um árabil. Hann hafði útvegað Kínverjum upplýsingar um nýja tækni í staðinn fyrir peninga, gistingu á hágæða hótelum og vændiskonur. Þá standa málaferli yfir gegn konu sem starfaði til langs tíma hjá Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Candace Marie Claiborne er sökuð um að ljúga til um samskipti sína við kínverska embættismenn. Hún er sögð hafa fengið peninga, íbúð og ýmsar gjafir frá yfirvöldum Kína.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira