Innlent

Fresta mögulega boðaðri skattahækkun

Höskuldur Kári Schram skrifar
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. vísir/ernir
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra útilokar ekki að fyrirhugaðri hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu verði frestað í samræmi við ábendingu meirihluta fjárlaganefndar.

Ferðaþjónustan verður færð upp í efra þrep virðisaukaskatts samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og á breytingin að taka gildi um mitt næsta ári.

Málið hefur verið afar umdeilt og hafa ferðaþjónustufyrirtæki gagnrýnt breytinguna harðlega en einnig hafa komið fram athugasemdir frá þingmönnum stjórnarflokkanna og þá aðallega Sjálfstæðisflokks.

Fjárlaganefnd Alþingis lauk umfjöllun sinni um málið í síðustu viku og í tillögu meirihlutans er lagt til að ríkisstjórnin endurskoði þess ákvörðun. Þar segir ennfremur að breyting á virðisaukaskatti á miðju ári sé ekki æskileg.

Fjármálaráðherra hefur ekki viljað falla frá þessum áformum en forsætisráðherra vill þó ekki útiloka að þessari hækkun verði frestað.

„Í niðurstöðu nefndarinnar er vakin athygli á því að menn eigi að huga að þessum dagsetningum og við munum huga að þeim. Við munum hlusta eftir því sem þingið er að segja og það mun síðan að lokum birtast í frumvarpinu um virðisaukaskatt sem ég geri ráð fyrir að komi í haust,“ segir Bjarni. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.