Körfubolti

Manuel látinn fara frá Skallagrími

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manuel Rodriguez er farinn úr Borgarnesi.
Manuel Rodriguez er farinn úr Borgarnesi. vísir/eyþór
Manuel Rodriguez, þjálfari Skallagríms í Domino´s-deild kvenna, hefur verið látinn fara frá félaginu en frá þessu greinir hann sjálfur á Facebook-síðu sinni.

„Í dag kveð ég sem þjálfari Skallagríms. Félagið ákvað að fara aðra leið. Ég vil þakka leikmönnum mínum fyrir það sem þeir lögðu í æfingar og leiki,“ segir hann og kveðst ekki sorgmæddur yfir ákvörðun Skallagríms.

Spánverjinn kom Skallagrímskonum upp í Domino´s-deildina með því að vinna 1. deildina í fyrra en nýliðarnir lentu svo í þriðja sæti efstu deildar í ár en féllu úr leik í undanúrslitum mótsins.

Skallagrímur tapaði fyrir Keflavík í bikarúrslitum og í undanúrslitum Domino´s-deildarinnar en Keflavíkurstúlkur hirtu tvo stærstu titla tímabilsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.