Færumst fjær félagslegu heilbrigðiskerfi Sveinn Arnarsson skrifar 25. maí 2017 07:00 Íslendingar hafa löngum státað af einu öflugasta velferðarkerfi heims. vísir/vilhelm Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur þróast í átt að meiri einkavæðingu síðustu ár án þess að skýr stefnumótun hafi verið sett fram, segir prófessor í heilsufélagsfræði. Hið félagslega heilbrigðiskerfi sem við höfum státað okkur af síðustu árin og áratugina færist æ nær blönduðum kerfum Vestur-Evrópu þar sem lýðheilsa er lakari og kostnaður sjúklinga meiri en í Skandinavíu. Þessi þróun er ekki í takt við vilja þjóðarinnar, eins og ný rannsókn bendir eindregið til. „Við erum að sjá þróun íslensks heilbrigðiskerfis sem gengur ekki í sömu átt og viðhorf almennings. Almenningur kallar eftir virkari þætti ríkisins við fjármögnun og rekstur kerfisins. Það þýðir að við verðum að hverfa af þeirri braut einkarekstrar sem við höfum verið á ef ætlun stjórnvalda er að marka stefnu í samræmi og sátt við almenning í landinu. Það er mín niðurstaða út frá þessum samanburði,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði við Háskóla íslands. Rúnar hefur unnið rannsókn á afstöðu almennings til ólíkra rekstrarforma heilbrigðiskerfisins. Fréttablaðið sagði frá því á forsíðu í gær að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu væri þjóðinni þvert um geð og hefði sú andstaða vaxið, ef eitthvað er, á þessari öld. Hægt er að skipta heilbrigðiskerfum þjóða í þrennt: Félagslegt heilbrigðiskerfi, líkt og tíðkast á Norðurlöndum, blandað rekstrarkerfi eða svokallað skyldutryggingarkerfi, sem þekkist víða í Vestur Evrópu, og svo einkarekstrarkerfi.Rúnar VilhjálmssonAðgengi að þjónustu er best í félagslegu heilbrigðiskerfi og hlutfallslegur kostnaður sá lægsti af þessum þremur. Einnig hafa rannsóknir sýnt að lýðheilsa einstaklinga er best hjá þeim þjóðum þar sem félagslegt heilbrigðiskerfi er við lýði. Kjörmynd félagslegs heilbrigðiskerfis má flokka í átta staðhæfingar. Almennur réttur til heilbrigðisþjónustu, þjónusta fyrst og fremst fjármögnuð af ríki sem skipuleggur þjónustuna og greiðir fyrir hana. Notendur hafa lítinn sem engan kostnað af þjónustunni og ríkið á að mestu aðstöðuna sem notuð er og rekur hana. Kerfinu er þannig ætlað að tryggja jafnt aðgengi en á sama tíma er gjarnan veitt heimild til takmarkaðs einkareksturs. „Við erum að færast frá félagslegu heilbrigðiskerfi. Það sýnir sig best á samskiptum sjúklinga við lækna í einkageiranum annars vegar og opinbera geiranum hins vegar. Það sem skiptir mestu er að við finnum hvergi opinbera stefnu um þetta,“ segir Rúnar.„Þetta er niðurstaða samninga við Læknafélag Reykjavíkur sem hefur komið Sjúkratryggingum á óvart. Þetta er ekki afleiðing stefnumótunar sem legið hefur til grundvallar heldur niðurstaða og hún veldur þessari kerfisbreytingu. Landlæknir benti einmitt á að þarna sé ákveðið stjórnleysi og ég tek undir það,“ bætir Rúnar við. Að mati Rúnars er því ærið verkefni fyrir heilbrigðisráðherra að setja niður stefnumótun í málaflokknum því mikilvægt er að landsmenn viti hvert eigi að stefna og að unnið sé samkvæmt því. „Ég myndi vilja sjá afdráttarlausa stefnumörkun sem væri heildstæðari en hún hefur verið til þessa í málefnum heilbrigðisþjónustunnar. Það þarf svo að fylgja henni áfram af festu. Stefnan verður að vera með hagsmuni skjólstæðinga fyrir augum.“ En hvenær erum við komin í þá stöðu að búa ekki við félagslegt heilbrigðiskerfi? Rúnar segir að um leið og einstaklingar séu farnir að neita sér um heilbrigðisþjónustu blikki rauð ljós í mælaborðinu. „Þegar stór hluti sjúklinga er farinn að neita sér um nauðsynlega þjónustu vegna kostnaðar erum við farin út úr þessum ramma. Það gildir sérstaklega um ungt fólk, námsmenn, lágtekjufólk og ákveðna hópa langveikra og öryrkja. Þetta eru hópar sem við sjáum endurtekið hér og erlendis að eru næmari fyrir kostnaði og fresta heilbrigðisþjónustu vegna þess,“ segir Rúnar. Í stað þess að nota hugtakið einkavæðing um þær breytingar sem hafa átt sér stað í íslenskri heilbrigðisþjónustu hefur verið farin sú leið að tala um aukinn einkarekstur eða að styðja við fjölbreytt rekstrarform. Rúnar segir þetta dæmi um hugtök til heimabrúks sem hafi lítið gildi í fræðilegri umræðu. Þar sé talað um einkavæðingu. „Með einkavæðingu í fræðilegri umræðu er átt við þrennt. Í fyrsta lagi eignasölu þegar hið opinbera selur stofnun eða fyrirtæki, einkaframkvæmd, þegar tilfærsla á rekstri eða framkvæmd er flutt til einkaaðila og einkafjármögnun þegar tilfærsla fjármögnunar fer frá hinu opinbera til einkaaðila. Einkavæðing hér á landi hefur fyrst og fremst varðað síðari tvo þættina.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur þróast í átt að meiri einkavæðingu síðustu ár án þess að skýr stefnumótun hafi verið sett fram, segir prófessor í heilsufélagsfræði. Hið félagslega heilbrigðiskerfi sem við höfum státað okkur af síðustu árin og áratugina færist æ nær blönduðum kerfum Vestur-Evrópu þar sem lýðheilsa er lakari og kostnaður sjúklinga meiri en í Skandinavíu. Þessi þróun er ekki í takt við vilja þjóðarinnar, eins og ný rannsókn bendir eindregið til. „Við erum að sjá þróun íslensks heilbrigðiskerfis sem gengur ekki í sömu átt og viðhorf almennings. Almenningur kallar eftir virkari þætti ríkisins við fjármögnun og rekstur kerfisins. Það þýðir að við verðum að hverfa af þeirri braut einkarekstrar sem við höfum verið á ef ætlun stjórnvalda er að marka stefnu í samræmi og sátt við almenning í landinu. Það er mín niðurstaða út frá þessum samanburði,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði við Háskóla íslands. Rúnar hefur unnið rannsókn á afstöðu almennings til ólíkra rekstrarforma heilbrigðiskerfisins. Fréttablaðið sagði frá því á forsíðu í gær að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu væri þjóðinni þvert um geð og hefði sú andstaða vaxið, ef eitthvað er, á þessari öld. Hægt er að skipta heilbrigðiskerfum þjóða í þrennt: Félagslegt heilbrigðiskerfi, líkt og tíðkast á Norðurlöndum, blandað rekstrarkerfi eða svokallað skyldutryggingarkerfi, sem þekkist víða í Vestur Evrópu, og svo einkarekstrarkerfi.Rúnar VilhjálmssonAðgengi að þjónustu er best í félagslegu heilbrigðiskerfi og hlutfallslegur kostnaður sá lægsti af þessum þremur. Einnig hafa rannsóknir sýnt að lýðheilsa einstaklinga er best hjá þeim þjóðum þar sem félagslegt heilbrigðiskerfi er við lýði. Kjörmynd félagslegs heilbrigðiskerfis má flokka í átta staðhæfingar. Almennur réttur til heilbrigðisþjónustu, þjónusta fyrst og fremst fjármögnuð af ríki sem skipuleggur þjónustuna og greiðir fyrir hana. Notendur hafa lítinn sem engan kostnað af þjónustunni og ríkið á að mestu aðstöðuna sem notuð er og rekur hana. Kerfinu er þannig ætlað að tryggja jafnt aðgengi en á sama tíma er gjarnan veitt heimild til takmarkaðs einkareksturs. „Við erum að færast frá félagslegu heilbrigðiskerfi. Það sýnir sig best á samskiptum sjúklinga við lækna í einkageiranum annars vegar og opinbera geiranum hins vegar. Það sem skiptir mestu er að við finnum hvergi opinbera stefnu um þetta,“ segir Rúnar.„Þetta er niðurstaða samninga við Læknafélag Reykjavíkur sem hefur komið Sjúkratryggingum á óvart. Þetta er ekki afleiðing stefnumótunar sem legið hefur til grundvallar heldur niðurstaða og hún veldur þessari kerfisbreytingu. Landlæknir benti einmitt á að þarna sé ákveðið stjórnleysi og ég tek undir það,“ bætir Rúnar við. Að mati Rúnars er því ærið verkefni fyrir heilbrigðisráðherra að setja niður stefnumótun í málaflokknum því mikilvægt er að landsmenn viti hvert eigi að stefna og að unnið sé samkvæmt því. „Ég myndi vilja sjá afdráttarlausa stefnumörkun sem væri heildstæðari en hún hefur verið til þessa í málefnum heilbrigðisþjónustunnar. Það þarf svo að fylgja henni áfram af festu. Stefnan verður að vera með hagsmuni skjólstæðinga fyrir augum.“ En hvenær erum við komin í þá stöðu að búa ekki við félagslegt heilbrigðiskerfi? Rúnar segir að um leið og einstaklingar séu farnir að neita sér um heilbrigðisþjónustu blikki rauð ljós í mælaborðinu. „Þegar stór hluti sjúklinga er farinn að neita sér um nauðsynlega þjónustu vegna kostnaðar erum við farin út úr þessum ramma. Það gildir sérstaklega um ungt fólk, námsmenn, lágtekjufólk og ákveðna hópa langveikra og öryrkja. Þetta eru hópar sem við sjáum endurtekið hér og erlendis að eru næmari fyrir kostnaði og fresta heilbrigðisþjónustu vegna þess,“ segir Rúnar. Í stað þess að nota hugtakið einkavæðing um þær breytingar sem hafa átt sér stað í íslenskri heilbrigðisþjónustu hefur verið farin sú leið að tala um aukinn einkarekstur eða að styðja við fjölbreytt rekstrarform. Rúnar segir þetta dæmi um hugtök til heimabrúks sem hafi lítið gildi í fræðilegri umræðu. Þar sé talað um einkavæðingu. „Með einkavæðingu í fræðilegri umræðu er átt við þrennt. Í fyrsta lagi eignasölu þegar hið opinbera selur stofnun eða fyrirtæki, einkaframkvæmd, þegar tilfærsla á rekstri eða framkvæmd er flutt til einkaaðila og einkafjármögnun þegar tilfærsla fjármögnunar fer frá hinu opinbera til einkaaðila. Einkavæðing hér á landi hefur fyrst og fremst varðað síðari tvo þættina.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira