Tryggvi semur við Þórsara til þriggja ára en spilar líklega ekki með þeim næsta vetur Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2017 17:00 Tryggvi Snær Hlinason er eftirsóttur. vísir/anton brink Tryggvi Snær Hlinason, miðherjinn ungi í Þór Akureyri, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við félagið en þetta kemur fram á heimasíðu Þórs. Þessi 216cm hái miðherji sem er eitt mesta efni sem sést hefur í íslenskum körfubolta átti fínt tímabil í Domino´s-deildinni þar sem hann þreytti frumraun sína í efstu deild. Hann hjálpaði nýliðum Þórs að komast í úrslitakeppnina en það hafnaði í áttunda sæti og tapaði, 3-0, á móti Íslandsmeisturum KR í átta liða úrslitum Íslandsmótsins. Þrátt fyrir að skrifa undir nýjan samning við Þór eru afar litlar líkur á að Tryggvi spili með liðinu í Domino´s-deildinni á næstu leiktíð þar sem hann stefnir á atvinnumennsku. Samningurinn tryggir bara það, að risinn úr Bárðardalnum spilar með Þór ef hann frestar atvinnumennskunni eða gerir hlé á henni. „Að sjálfsögðu munu Þórsarar ekki standa í vegi fyrir slíkum fyrirætlunum [atvinnumennsku, innsk. blm.] en samningurinn tryggir hins vegar að ef Tryggvi kýs að bíða með atvinnumannsferilinn eða gera hlé á honum og spila á Íslandi mun hann spila með Þór á Akureyri,“ segir í frétt á vef Þórs. Tryggvi Snær, sem er aðeins 19 ára gamall, skoraði 11,6 stig að meðaltali í leik í vetur og tók 8,1 frákast. Hann verður vafalítið í lokahóp íslenska landsliðsins sem fer á EM í Helsinki í sumar en næst á dagskrá er ferð með Íslandi á Smáþjóðaleikana í San Marinó. Sjálfur stefnir Tryggvi á að fara í atvinnumennsku en lið frá Evrópu hafa borið víurnar í hann í allan vetur. „Ég stefni á að fara út í haust til að leika körfubolta og er Evrópa líklegasti áfangastaðurinn. Ég fór og skoðaði aðstæður hjá Valencia og líst mjög vel á það félag. Næstu verkefni hjá mér í sumar eru með A-landsliðinu á smáþjóðaleikunum og í framhaldinu taka við leikir með U-20 liðinu,“ segir Tryggvi Snær Hlinason. Dominos-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason, miðherjinn ungi í Þór Akureyri, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við félagið en þetta kemur fram á heimasíðu Þórs. Þessi 216cm hái miðherji sem er eitt mesta efni sem sést hefur í íslenskum körfubolta átti fínt tímabil í Domino´s-deildinni þar sem hann þreytti frumraun sína í efstu deild. Hann hjálpaði nýliðum Þórs að komast í úrslitakeppnina en það hafnaði í áttunda sæti og tapaði, 3-0, á móti Íslandsmeisturum KR í átta liða úrslitum Íslandsmótsins. Þrátt fyrir að skrifa undir nýjan samning við Þór eru afar litlar líkur á að Tryggvi spili með liðinu í Domino´s-deildinni á næstu leiktíð þar sem hann stefnir á atvinnumennsku. Samningurinn tryggir bara það, að risinn úr Bárðardalnum spilar með Þór ef hann frestar atvinnumennskunni eða gerir hlé á henni. „Að sjálfsögðu munu Þórsarar ekki standa í vegi fyrir slíkum fyrirætlunum [atvinnumennsku, innsk. blm.] en samningurinn tryggir hins vegar að ef Tryggvi kýs að bíða með atvinnumannsferilinn eða gera hlé á honum og spila á Íslandi mun hann spila með Þór á Akureyri,“ segir í frétt á vef Þórs. Tryggvi Snær, sem er aðeins 19 ára gamall, skoraði 11,6 stig að meðaltali í leik í vetur og tók 8,1 frákast. Hann verður vafalítið í lokahóp íslenska landsliðsins sem fer á EM í Helsinki í sumar en næst á dagskrá er ferð með Íslandi á Smáþjóðaleikana í San Marinó. Sjálfur stefnir Tryggvi á að fara í atvinnumennsku en lið frá Evrópu hafa borið víurnar í hann í allan vetur. „Ég stefni á að fara út í haust til að leika körfubolta og er Evrópa líklegasti áfangastaðurinn. Ég fór og skoðaði aðstæður hjá Valencia og líst mjög vel á það félag. Næstu verkefni hjá mér í sumar eru með A-landsliðinu á smáþjóðaleikunum og í framhaldinu taka við leikir með U-20 liðinu,“ segir Tryggvi Snær Hlinason.
Dominos-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira