Formaður fjárlaganefndar segir ekki hægt að bíða fram á næstu öld með samgönguframkvæmdir Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2017 20:30 Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að skoðaðar verði aðrar leiðir en hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna til að auka framlög til styrkingar samgöngumannvirkja í landinu vegna vegamála, m.a. að selja eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Formaður nefndarinnar segir að eins og fram horfi ljúki mikilvægum framkvæmdum ekki fyrr en á næstu öld. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verði hækkaður í efra skattþrep, eða 24 prósent hinn 1. júlí á næsta ári. Síðan stendur til að lækka efra þrepið almennt hinn 1. janúar árið 2019. Það lítur út fyrir að stjórnarmeirihlutinn sé að gefast upp á hugmyndinni um að hækka virðisaukaskatt a ferðaþjónustuna. Því í áliti meirihluta fjárlaganefndar í dag er lagt til að þeirri hugmynd verði ýtt til hliðar og aðrir möguleikar skoðaðir. Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar segir nauðsynlegt að skoða nýjar leiðir til að flýta nauðsynlegum samgönguframkvæmdum. „Við erum ekki að slá af hugmyndir fjármálaráðherrans um þessa stóru skattkerfisbreytingu í virðisaukaskatti. En við aftur á móti tökum undir álit efnahags- og viðskiptanefndar um að það þurfi að fara fram ítarlegri greiningar á því áður en til þess kemur. Við segjum líka að það sé óheppilegt að breyta virðisaukaskatti á miðju rekstrarári. Þannig að nú hefur fjármálaráðherrann og ríkisstjórnin sumarið til að fara yfir málið,“ segir Haraldur. Fjárlaganefnd sé hvorki að leggja til breytingar á tekju- né gjaldaramma fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. En að það verði önnur forgangsröðun innan þess ramma sem fyrir liggi. Þá verði meðal annars skoðað að selja eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli til að fjármagna átak í vegagerð, á flugvöllum um landið og höfnum.Það er alveg eins í ykkar huga hægt að skoða það til dæmis að selja flugstöð Leifs Eiríkssonar? „Já það er hægt að skoða margar leiðir. Við getum alla vega sagt að sú sókn sem við þurfum í samgöngumannvirkjum, við sækjum hana ekki með því að taka hverja krónu út úr ríkissjóði með þeim hætti sem við höfum gert. Því að með þeim hætti myndum við ekki ljúka vegagerð svo fullnægjandi sé fyrir alla íbúa á landinu fyrr ein einhvern tíma á tuttugustu og annarri öld,“ segir Haraldur. Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði þetta arfavitlausa hugmynd í hádegisfréttum Bylgjunnar. Mikilvægt væri að aðalhliðið inn og út úr landnu verði í eigu hins opinbera enda gefi reksturinn vel af sér. „Mér finnst þetta bara óhugsandi. Eins og ég segi; þetta er bæði óskynsamleg hagstjórn og þetta er líka óskynsamleg stýring á hliðinu inn og út úr landinu,“ sagði Oddný. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að skoðaðar verði aðrar leiðir en hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna til að auka framlög til styrkingar samgöngumannvirkja í landinu vegna vegamála, m.a. að selja eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Formaður nefndarinnar segir að eins og fram horfi ljúki mikilvægum framkvæmdum ekki fyrr en á næstu öld. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verði hækkaður í efra skattþrep, eða 24 prósent hinn 1. júlí á næsta ári. Síðan stendur til að lækka efra þrepið almennt hinn 1. janúar árið 2019. Það lítur út fyrir að stjórnarmeirihlutinn sé að gefast upp á hugmyndinni um að hækka virðisaukaskatt a ferðaþjónustuna. Því í áliti meirihluta fjárlaganefndar í dag er lagt til að þeirri hugmynd verði ýtt til hliðar og aðrir möguleikar skoðaðir. Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar segir nauðsynlegt að skoða nýjar leiðir til að flýta nauðsynlegum samgönguframkvæmdum. „Við erum ekki að slá af hugmyndir fjármálaráðherrans um þessa stóru skattkerfisbreytingu í virðisaukaskatti. En við aftur á móti tökum undir álit efnahags- og viðskiptanefndar um að það þurfi að fara fram ítarlegri greiningar á því áður en til þess kemur. Við segjum líka að það sé óheppilegt að breyta virðisaukaskatti á miðju rekstrarári. Þannig að nú hefur fjármálaráðherrann og ríkisstjórnin sumarið til að fara yfir málið,“ segir Haraldur. Fjárlaganefnd sé hvorki að leggja til breytingar á tekju- né gjaldaramma fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. En að það verði önnur forgangsröðun innan þess ramma sem fyrir liggi. Þá verði meðal annars skoðað að selja eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli til að fjármagna átak í vegagerð, á flugvöllum um landið og höfnum.Það er alveg eins í ykkar huga hægt að skoða það til dæmis að selja flugstöð Leifs Eiríkssonar? „Já það er hægt að skoða margar leiðir. Við getum alla vega sagt að sú sókn sem við þurfum í samgöngumannvirkjum, við sækjum hana ekki með því að taka hverja krónu út úr ríkissjóði með þeim hætti sem við höfum gert. Því að með þeim hætti myndum við ekki ljúka vegagerð svo fullnægjandi sé fyrir alla íbúa á landinu fyrr ein einhvern tíma á tuttugustu og annarri öld,“ segir Haraldur. Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði þetta arfavitlausa hugmynd í hádegisfréttum Bylgjunnar. Mikilvægt væri að aðalhliðið inn og út úr landnu verði í eigu hins opinbera enda gefi reksturinn vel af sér. „Mér finnst þetta bara óhugsandi. Eins og ég segi; þetta er bæði óskynsamleg hagstjórn og þetta er líka óskynsamleg stýring á hliðinu inn og út úr landinu,“ sagði Oddný.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira