Nokkur orð um gullgrafaraæði og samfélagslega ábyrgð Pálmi Gunnarsson skrifar 2. maí 2017 07:00 Umræðan um sjókvíaeldi í íslenskum fjörðum fer hátt þessa dagana. Tvær fylkingar takast á, önnur með sjókvíaeldisfyrirtækin og fylgjendur þeirra innanborðs, hin samanstendur annars vegar af eigendum veiðiréttar sem eiga mikið undir að villtir stofnar laxa og silunga fái vaxið og dafnað og hins vegar fólki sem vill koma í veg fyrir að sjókvíaeldi spilli viðkvæmri náttúru landsins. Áður en lengra er haldið er ástæða til að halda því til haga að stangaveiði í íslenskum ám og vötnum veltir háum upphæðum á hverju ári, skilar arði til eigenda veiðiréttar og veitir fjölda fólks vinnu. Eins er ástæða til að benda á að þeir sem eru á móti eldi í sjókvíum eru langt í frá á móti eldi á matfiski. Hugmyndir eldismanna um stóraukið eldi í sjó og fjárfestingar norskra eldisfyrirtækja í þeim áformum eru gullgrafarakenndar svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Það er ekki laust við að þetta ástand minni dálítið á nýafstaðið tímabil í sögu þjóðarinnar þegar fjármálasnillingar fóru offari í íslenskum bönkum, voru sæmdir orðum fyrir snilli sína og hafnir upp til skýjanna af stjórnmálamönnum en voru í raun á sama tíma að grafa undan fjármálakerfinu. Allir vita hvernig sú saga endaði. Sjókvíaeldi við Íslandsstrendur á sér langa og býsna skrautlega sögu en allt frá byrjun hafa flestallar tilraunir til eldis á laxi í sjó farið illa. Aftur á móti hefur eldi uppi á landi, til dæmis á bleikju, gengið vel. Það er þess vegna umhugsunarvert af hverju norsk/íslensku eldisfyrirtækin horfa ekki til strandeldis á laxi. Því hefur verið borið við að strandeldi sé mun dýrara en það sem stundað sé í sjó en á móti hefur verið bent á gríðarlegan kostnað sjókvíaeldisfyrirtækja vegna affalla, þegar fiskur sleppur úr kvíum eða drepst vegna sjúkdóma svo ekki sé talað um viðvarandi baráttu sjókvíaeldisfyrirtækja við laxalúsina. Áhrif alls þessa á umhverfi og náttúruna er svo önnur saga, þar sem undir er tilvist og heilbrigði villtra lax- og silungsstofna í bráð og lengd.Algjört stefnuleysiÞað er undarlegt til þess að hugsa að mitt í gullgrafaraæðinu sem ríkt hefur í sjókvíaeldi síðustu ár hefur í raun ríkt algjört stefnuleysi í málaflokknum af hálfu stjórnvalda. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur reyndar sagt að hún vilji hægja á útgáfu nýrra leyfa til laxeldis í sjókvíum meðan starfshópur um stefnumótun í fiskeldi sé að störfum. Að mínu mati og margra annarra er reyndar full ástæða til að stöðva alfarið útgáfu nýrra leyfa meðan beðið er niðurstöðu starfshópsins. Ég bíð spenntur eftir niðurstöðu hópsins og ber þá von í brjósti að hann leggi til að sjókvíalaxeldi verði alfarið skipt út fyrir strandeldi á laxi. Strandeldi hefur flest ef ekki allt með sér og má nefna að með því er alfarið komið í veg fyrir að fiskar sleppi, auðvelt er að hafa stjórn á mengun sem hlýst af úrgangi og vatn, sem við höfum reyndar nóg af, má endurnýta með sjálfbærum hætti. Einnig hefur verið bent á að með því að hafa stjórn á vatnshita og vatnsgæðum í lokuðum kerfum er hægt að minnka og jafnvel koma í veg fyrir sjúkdóma og sníkjudýr sem og auka vaxtarhraða eldisfiska til mikilla muna. Síðast en ekki síst þetta: Með eldi í lokuðum kerfum væru eldisfyrirtækin að sýna samfélagslega ábyrgð þar sem matvælaframleiðsla væri stunduð við öruggar aðstæður, undir ströngu eftirliti og í góðri sátt við umhverfi og menn.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Umræðan um sjókvíaeldi í íslenskum fjörðum fer hátt þessa dagana. Tvær fylkingar takast á, önnur með sjókvíaeldisfyrirtækin og fylgjendur þeirra innanborðs, hin samanstendur annars vegar af eigendum veiðiréttar sem eiga mikið undir að villtir stofnar laxa og silunga fái vaxið og dafnað og hins vegar fólki sem vill koma í veg fyrir að sjókvíaeldi spilli viðkvæmri náttúru landsins. Áður en lengra er haldið er ástæða til að halda því til haga að stangaveiði í íslenskum ám og vötnum veltir háum upphæðum á hverju ári, skilar arði til eigenda veiðiréttar og veitir fjölda fólks vinnu. Eins er ástæða til að benda á að þeir sem eru á móti eldi í sjókvíum eru langt í frá á móti eldi á matfiski. Hugmyndir eldismanna um stóraukið eldi í sjó og fjárfestingar norskra eldisfyrirtækja í þeim áformum eru gullgrafarakenndar svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Það er ekki laust við að þetta ástand minni dálítið á nýafstaðið tímabil í sögu þjóðarinnar þegar fjármálasnillingar fóru offari í íslenskum bönkum, voru sæmdir orðum fyrir snilli sína og hafnir upp til skýjanna af stjórnmálamönnum en voru í raun á sama tíma að grafa undan fjármálakerfinu. Allir vita hvernig sú saga endaði. Sjókvíaeldi við Íslandsstrendur á sér langa og býsna skrautlega sögu en allt frá byrjun hafa flestallar tilraunir til eldis á laxi í sjó farið illa. Aftur á móti hefur eldi uppi á landi, til dæmis á bleikju, gengið vel. Það er þess vegna umhugsunarvert af hverju norsk/íslensku eldisfyrirtækin horfa ekki til strandeldis á laxi. Því hefur verið borið við að strandeldi sé mun dýrara en það sem stundað sé í sjó en á móti hefur verið bent á gríðarlegan kostnað sjókvíaeldisfyrirtækja vegna affalla, þegar fiskur sleppur úr kvíum eða drepst vegna sjúkdóma svo ekki sé talað um viðvarandi baráttu sjókvíaeldisfyrirtækja við laxalúsina. Áhrif alls þessa á umhverfi og náttúruna er svo önnur saga, þar sem undir er tilvist og heilbrigði villtra lax- og silungsstofna í bráð og lengd.Algjört stefnuleysiÞað er undarlegt til þess að hugsa að mitt í gullgrafaraæðinu sem ríkt hefur í sjókvíaeldi síðustu ár hefur í raun ríkt algjört stefnuleysi í málaflokknum af hálfu stjórnvalda. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur reyndar sagt að hún vilji hægja á útgáfu nýrra leyfa til laxeldis í sjókvíum meðan starfshópur um stefnumótun í fiskeldi sé að störfum. Að mínu mati og margra annarra er reyndar full ástæða til að stöðva alfarið útgáfu nýrra leyfa meðan beðið er niðurstöðu starfshópsins. Ég bíð spenntur eftir niðurstöðu hópsins og ber þá von í brjósti að hann leggi til að sjókvíalaxeldi verði alfarið skipt út fyrir strandeldi á laxi. Strandeldi hefur flest ef ekki allt með sér og má nefna að með því er alfarið komið í veg fyrir að fiskar sleppi, auðvelt er að hafa stjórn á mengun sem hlýst af úrgangi og vatn, sem við höfum reyndar nóg af, má endurnýta með sjálfbærum hætti. Einnig hefur verið bent á að með því að hafa stjórn á vatnshita og vatnsgæðum í lokuðum kerfum er hægt að minnka og jafnvel koma í veg fyrir sjúkdóma og sníkjudýr sem og auka vaxtarhraða eldisfiska til mikilla muna. Síðast en ekki síst þetta: Með eldi í lokuðum kerfum væru eldisfyrirtækin að sýna samfélagslega ábyrgð þar sem matvælaframleiðsla væri stunduð við öruggar aðstæður, undir ströngu eftirliti og í góðri sátt við umhverfi og menn.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun